Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 8
Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag ✿ Raungengi krónunnar Grunnár 1991=100 160 140 120 100 80 60 40 20 199 1 199 2 199 3 199 4 199 5 199 6 199 7 199 8 199 9 200 0 200 1 200 2 200 3 200 4 201 2 201 3 201 4 200 5 200 7 201 5 200 6 200 8 201 6 200 9 201 0 201 7 201 1 201 8 201 9 202 0 n Raungengi miðað við verðlag n Raungengi miðað við laun Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar. MYND/AÐSEND Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að raforkuverðið sem forstjóri Norðuráls vill semja um í því augna- miði að fjárfesta fyrir 14 milljarða sé of lágt og „nokkuð undir kostnaðar- verði hvort heldur er á Íslandi eða annars staðar í heiminum. En við erum reiðubúin til viðræðna hve- nær sem er.“ Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls, sagði í Markaðnum í gær að álverið væri reiðubúið að ráðast í fjárfestingu fyrir vel á annan tug milljarða, ef það fengist nýr raf- orkusamningur hjá Landsvirkjun til mögulega allt að tuttugu ára, þar sem kjörin væru sambærileg meðal- verði til stóriðjunnar á síðasta ári. „Samkvæmt ársskýrslu Lands- virkjunar 2019 var meðalverð til stóriðju um 23 dalir á megavatt- stund,“ sagði Gunnar. „Eitthvað í kringum þá tölu yrði ásættanlegt fyrir Norðurál. Þó Nord Pool-verðið sé lægra en það í augnablikinu þá værum við reiðubúin að ganga út úr núgildandi samningi við Lands- virkjun [sem gildir til 2023] gegn því að fá nýjan samning til lengri tíma.“ Hörður segir ánægjulegt að sjá hversu bjartsýnn forstjóri Norður- áls sé og að vonandi gangi hug- myndir hans um miklar fjárfest- ingar eftir. „Mjög jákvætt er þegar skoðað er að fara í fjölbreyttari og virðisaukandi álframleiðslu. Landsvirkjun er alltaf reiðubúin til samningaviðræðna við viðskipta- vini sína. Auðvitað er að mörgu að hyggja í f lóknum raforkusamningi, það er ekki eingöngu raforkuverð- inu sjálfu, eins og forstjórinn nefnir, heldur líka f lutningskostnaði raf- orkunnar, tímalengd samnings, ýmsum tryggingarákvæðum hans og svo mætti lengi telja. Það verð sem hann nefnir að þeir séu tilbúnir að borga, 23 dalir á megavattstund, er þó of lágt og nokkuð undir kostn- aðarverði, hvort heldur er á Íslandi eða annars staðar í heiminum. En við erum reiðubúin til viðræðna hvenær sem er. “ Gunnar sagði að unnið hefði verið að því að auka virði álframleiðsl- unnar á Grundartanga. „Við höfum horft til þess að fara út í framleiðslu á svokölluðum álboltum.“ – hvj Landsvirkjun segir að verðhugmyndir Norðuráls séu undir kostnaðarverði Fleygur á milli tveggja mælikvarða raungengis vekur upp spurningar um hvort hagkerfið sé í stakk búið til þess að spyrna við efnahagssam- drætti. Hagfræðingur Viðskipta- ráðs Íslandi býst við að bilið á milli raungengis á mælikvarða launa og raungengis á mælikvarða verð- lags muni halda áfram að breikka í vetur. Hækkandi launakostnaður í niðursveiflu sé ósjálf bær þróun. „Til lengri tíma litið er lítið svig- rúm fyrir mikið frávik á milli verð- lags í launakostnaði. Þessi munur sem við höfum séð vaxa endur- speglar gríðarlega mikla kaup- máttaraukningu og vaxandi hlut- fall launa af landsframleiðslu,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðing- ur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Raungengi má skilgreina sem hlutfallslega þróun verðlags eða launakostnaðar í heimalandi ann- ars vegar og viðskiptalöndunum hins vegar. Það sýnir annars vegar þróun innlends verðlags í saman- burði við þróun þess í viðskipta- löndunum og hins vegar launa- þróun hér á landi í samanburði við viðskiptalöndin. Raungengi á mælikvarða launa er mælikvarði á kaupmátt innlendra launa erlendis, en það er einnig mælikvarði á samkeppnishæfni landa og sýnir hvernig launakostn- aður hefur þróast í samanburði við viðskiptalönd, mælt í erlendri mynt. „Laun á Íslandi eru mjög há í hlut- falli við landsframleiðslu í sögulegu samhengi og við sjáum birtingar- mynd þess í því að raungengi á mælikvarða launa hefur hækkað meira en raungengi á mælikvarða verðlags,“ segir Konráð. Eftir f jármálahrunið héldust þessar stærðir nokkurn veginn í hendur, en árið 2014 byrjaði að myndast frávik þar sem raungengi á mælikvarða launa hækkaði hraðar en á mælikvarða verðlags. Frá árinu 2017 hefur verið heldur breitt bil þarna á milli og hefur það breikkað í ár. Á fyrsta fjórðungi ársins var innlent vinnuaf l tvöfalt dýrara en 2009. Raungengi krónunnar á mælikvarða verðlags var hins vegar aðeins 45 prósentum hærra en 2009 á fyrsta fjórðungi ársins. „Það er enn kaupmáttaraukning og ég efast um að á næstu misserum verði mikil framleiðniaukning, þó svo að tækniframfarir ýti undir framleiðni til lengri tíma litið. Það er því ekki líklegt að þetta bil fari minnkandi í bráð,“ segir Konráð. Hann segir áhyggjuefni að þrátt fyrir aðlögun gengisins sé launa- kostnaður enn í hæstu hæðum. „Og það vekur upp spurningar um getu hagkerfisins til að komast aftur í gang þegar tækifærið gefst.“ Spurður hvort leiðrétting, þar sem raungengi á mælikvarða launa nálgast aftur raungengi á mæli- kvarða verðlags, sé óhjákvæmileg, segist Konráð telja að svo sé. „Það er það sem maður hefur ótt- ast síðustu ár. Hækkun launakostn- aðar umfram framleiðniaukningu getur átt sér eðlilegar ástæður og gengið til skamms tíma, en á ein- hverjum tímapunkti fer hækkunin yfir þolmörk,“ segir Konráð. Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarf lokksins og samgönguráðherra, hefur viðrað þá hugmynd að fresta kjarasamn- ingsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir COVID-kreppuna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður Bandalags háskólamanna, sagði hugmynd ráðherra vanhugs- aða og að hún hefði ekki trú á efna- hagslegu gildi hennar. Spurður um efnahagslegt gildi þess að fresta launahækkunum nefnir Konráð að Ísland sé opið hagkerfi og talsvert háð utanríkis- viðskiptum. „Það þýðir að hagkerfið þurfi að vera samkeppnishæft og launa- kostnaður er stór hluti af því. Hann verður að endurspegla framleiðni og efnahagslegan veruleika,“ segir Konráð. Nauðsynlegt sé að róa að því öllum árum að spyrna við efnahagssamdrætti og samkeppn- ishæfni útf lutningsgreina gegni mikilvægu hlutverki. „Hins vegar óttast ég að launa- kostnaður muni áfram fara hækk- andi þrátt fyrir niðursveifluna og að fleygurinn muni stækka. Ég leyfi mér að efast um að það sé sjálf bært svo vægt sé til orða tekið,“ bætir hann við. Fleygur í viðnámsþrótti hagkerfisins Enn er stórt bil milli raungengis á mælikvarða launa og raungengis á mælikvarða verðlags. Getur hamlað viðspyrnu hagkerfisins. Hagfræðingur segir ósjálfbært að launakostnaður fari hækkandi í niðursveiflu. Laun sem hlutfall af landsframleiðslu sögulega há. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Á fyrsta fjórðungi ársins var innlent vinnuafl tvöfalt dýrara en 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það er því ekki líklegt að þetta bil fari minnkandi í bráð, sem vekur upp spurningar um getu hagkerfisins til að komast aftur í gang. Konráð S. Guðjóns- son, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands MARKAÐURINN 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.