Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Á tímum eins og þessum er mikilvægt að spyrja spurninga en taka ekki boði og bönnum stjórnvalda eins og algjörlega sjálfsögðum hlut. Ætlunin er að bíóið opni aftur sali sína á tíu ára afmælinu. Það er sannkallað tilhlökkun- arefni. Heitustu grillin! weber.is Kolagrill Gasgrill Rafmagns grill Þótt fréttaflutningur bendi æði oft til annars þá eru jarðarbúar ekki að stráfalla úr COVID, þótt pestin sé vissulega skæð. Tölur yfir það hversu margir hafa látist eru háar, svona einar sér, en þegar þær eru settar í samhengi við fjölda jarðarbúa má velta fyrir sér hvort heimsbyggðin, og þar með fjölmiðlar, hafi hreinlega farið á taugum á síðustu vikum og mánuðum. En sumt má víst ekki tala um og vangaveltur í þessa átt eru síst fallnar til vinsælda nú um stundir. Hræðslufull viðbrögð við COVID, sem ríkisstjórnir víða um heim hafa ýtt verulega undir, eru ansi yfir- spennt. Þau væru eðlileg ef svo vildi til að manneskj- an væri ódauðleg. Það er hún ekki, hún er dæmd til að deyja, fyrr eða síðar. Ekki er það nú skemmtilegt, fremur en ýmis önnur lögmál í þessum heimi. Lítið er nú samt við þessu að gera, annað en það að reyna að standa uppréttur og bera sig vel á lífsgöngunni. Svo má reyndar orna sér við vissuna um að sálin sé eilíf, þótt margir harðneiti í einfeldni sinni og hugmynda- skorti að viðurkenna þann möguleika. Á tímum eins og þessum er mikilvægt að spyrja spurninga en taka ekki boði og bönnum stjórn- valda eins og algjörlega sjálfsögðum hlut. Það þarf að þráspyrja hvort aðgerðir sem takmarka mann- réttindi fólks, valda því stórfelldum fjárhagsskaða og atvinnumissi séu raunverulega nauðsynlegar. Ein mikilvægasta spurningin er hvort ástæða hafi verið til að leggja efnahagskerfi heimsins svo að segja í rúst vegna COVID. Það þarf að spyrja og svörin verða að koma og mega ekki vera: „Af því bara.“ Á reglulegum upplýsingafundum almannavarna hér á landi (helgistundin klukkan 14.00 eins og sumir kjósa að kalla þá) spyr fjölmiðlafólk spurn- inga. Oft hafa þær verið í æsingastílnum: „Á ekki að herða aðgerðir?“ frekar en: „Af hverju er þetta talið svo nauðsynlegt?“ Fréttamenn eru sumir gefnir fyrir hasar. Þeir mega hins vegar ekki gefa sér niðurstöðuna fyrir fram og reyna að skapa hasar til að knýja hana fram. Í nýlegu myndbandi á YouTube sést hversu flatt fréttamenn geta farið á því að gefa sér ákveðna hluti. Þar ræðir fréttamaður við lækni í Madrid og gaf sér í fyrstu spurningu til hans að ástandið á sjúkrahúsinu þar sem hann starfar væri alvarlegt. Fréttamaðurinn og læknirinn virtust alls ekki búa í sama raunveruleika. Læknirinn útskýrði að það væri svo sem ekkert sér- stakt að frétta, starfsfólk væri á vaktinni en neyðar- ástand ríkti alls ekki, enda fáir sjúklingar á spítal- anum. Staðan væri allt önnur nú en hún hefði verið fyrir nokkrum mánuðum. Spurður um bóluefni við COVID sagði hann að fyrst og fremst þyrfti bóluefni við þeim ótta sem búið væri að skapa hjá fólki. Læknirinn, Luis de Benito, hefur slegið í gegn hjá fjölmörgum í þessu myndbandi. Greinilegt var að honum finnst hystería vera orðin of áberandi og hann lætur ekki hvarfla að sér að taka þátt í henni. Það er til fyrirmyndar. Spurningar Greindin Forsætisráðherra sagði í fyrra- dag að hún myndi vinna að því í vetur að móta stjórn og stefnu stjórnvalda í málefnum gervi- greindar. Mikilvægt sé að ef la fjölbreyttari stoðir í vísindum og tækni hérlendis í kjölfar far- aldursins og gervigreind komi þar við sögu. Gervigreind er allt of útbreidd hér á landi og orðið tímabært að reisa einhverjar skorður við henni. Einkum er það á samfélagsmiðlum sem hennar verður vart. Það er því fullkomlega tímabært að setja málefni gervigreindar í sam- skiptum milli manna á dagskrá. Sumir hefðu reyndar talið að framar á forgangslistanum væri málefni almennrar greindar en það er reyndar hin hliðin á sama peningi, þegar vel er að gáð. Borgar og Línan Alþingi og borgarstjórn hafa samþykkt að reisa bákn í kringum borgarlínuna. Bíður nú löng röð af fólki sem vill komast á þá jötu. Fyrstu drög að stjórnarskipan liggja fyrir. Lína Langsokkur verður stjórnar- formaður, þar verða einnig ítalska teiknimyndin Línan og Borgar Þór Einarsson. Innan handar verða sérfræðingar frá Línu Neti, Borgar Apóteki og húsgagnaversluninni Línunni. Helsta verkefnið, fyrir utan rekstur, verður að svara öllum sem skrifa greinar með fyrir- sögninni „Borgar línan sig?“. Hjálmar Sveinsson formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Eitt augnablik er myrkur í salnum, svo koma orðin „Europa Cinemas“ upp á tjaldið á bláum grunni, stafirnir leysast upp og umbreytast í nöfnin á fjölmörgum borgum: Berlín, Varsjá, Helsinki, Istanbúl, Vín, Reykjavík … Það er að hefjast sýning á þýsku myndinni „Toni Erdman“ sem er einkennilega dapurleg og furðuleg og svo fyndin að maður tárast. Við erum í Bíó Paradís til heimilis við Hverfisgötu 54 í Reykjavík. Eða kannski er að hefjast pólsk kvikmynda- hátíð, frönsk, þýsk, rússnesk. Í næsta sal er verið að sýna kóresku myndina „Parasite“ sem á eftir að vinna fern Óskarsverðlaun. Stemningin í Bíó Paradís er einstök. Þetta fyrsta fjöl- salabíóhús landsins hefur á síðustu tíu árum orðið eins konar félagsheimili reykvískra kvikmynda unnenda. Þar á sér líka stað kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga. Hún hefur verið á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 10.00 og 13.00. Sýndar eru vandaðar kvik- myndir frá ýmsum þjóðlöndum og klippur úr mynd- um til að útskýra kvikmyndatökur og tæknibrellur og greina temu og tengsl. Bíó Paradís hefur öðlast sess sem mikilvæg menningarstofnun í Reykjavík. Bíó Paradís var opnað 15. september fyrir réttum tíu árum. Bíóið er rekið af sjálfseignarstofnuninni „Heimili kvikmyndanna“ sem ýmis fagfélög kvik- myndagerðarfólks standa að. Kvikmyndahúsið er aðili að samstarfsneti evrópskra kvikmyndahúsa, Europa cinemas. Fyrr á þessu ári þurfti að loka Bíó Paradís tíma- bundið. Reksturinn gekk ekki upp vegna fyrirhugaðrar mikillar leiguhækkunar. Nú hafa samningar tekist við leigusala. Borgarráð samþykkti viðbótarstuðning við Bíó Paradís 2. júlí síðastliðinn. Sama framlag á að koma frá ríkinu. Og nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkt samstarfssamn- ing um fjárstuðning við Bíó Paradís. Sá samningur og viðbótarsamningurinn er mikilvægur liður í að tryggja áframhaldandi blómlega starfsemi bíóhússins við Hverfisgötu í Reykjavík. Ætlunin er að bíóið opni aftur sali sína á tíu ára afmælinu. Það er sannkallað til- hlökkunarefni. Lengi lifi Bíó Paradís. Bíó Paradís 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.