Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 4
jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND 40” BREYTTUR 35” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® WRANGLER RUBICON – VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. • BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF • SELECT-TRAC® MILLIKASSI • TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® WRANGLER BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ LÖGREGLUMÁL Steinbergur Finn- bogason lögmaður hefur sent form- lega kvörtun til Héraðssaksóknara vegna starfsaðferða nafngreindra starfsmanna embættisins. Hann krefst þess að umræddir starfsmenn verði látnir sæta áminningum eða öðrum viðurlögum, vegna fram- ferðis þeirra í tengslum við íþyngj- andi aðgerðir sem Steinbergur var látinn sæta sem verjandi í fjársvika- máli árið 2016. Steinbergur var handtekinn við komu í skýrslutöku með skjólstæð- ingi sínum, sem var grunaður um aðild að umfangsmiklu peninga- þvætti. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en var sleppt þremur dögum síðar. Í kjölfar handtök- unnar var gerð húsleit á lögmanns- stofu og heimili Steinbergs og mikið magn skjala afritað og haldlagt. Hann hafði réttarstöðu sakborn- ings í 19 mánuði, áður en mál gegn honum var fellt niður. Fyrr í sumar voru Steinbergi dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna málsins. Í dóminum er meðal annars vísað til notkunar hand- járna við handtöku sem hafi verið óþarflega meiðandi, brota á trúnað- arskyldu lögmanna í húsleit þar sem haldlögð voru gögn sem óheimilt er að haldleggja. Þá hafi verulegur og óútskýrður dráttur á niðurfellingu máls Steinbergs falið í sér ólögmæta meingerð í hans garð. Í kvörtun Steinbergs, sem undir- rituð er af lögmanni hans, Arnari Þór Stefánssyni hæstaréttarlög- manni, er sérstaklega kvartað undan Birni Þorvaldssyni sak- sóknara hjá embættinu og sjö nafn- greindum lögreglumönnum. Þess er krafist að þeir verði áminntir eða látnir sæta öðrum viðurlögum, í þeim tilgangi meðal annars að koma í veg fyrir að aðrir verði látnir sæta sambærilegu verklagi í fram- tíðinni. Ólafur Þór Hauksson héraðssak- sóknari staðfestir að kvörtunin hafi borist embættinu og sé til skoðunar. Fjallað verður um mál Steinbergs á vettvangi Lögmannafélagsins síðar í þessum mánuði. – aá Viðurlaga gegn saksóknara og lögreglu krafist í formlegri kvörtun Steinbergur og Arnar Þór aðalmeð- ferðina í héraði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR AUSTURLAND Frambjóðendur eru komnir í kosningaham í nýju sam- einuðu sveitarfélagi á Austurlandi en kosningabaráttan verður með óhefðbundnu sniði. Oddvitar fram- boðanna segja að vinnustaðaheim- sóknir, fjöldafundir og handabönd verði ekki á döfinni og að baráttan muni að stórum hluta fara fram á hinu stafræna sviði. Kosningarnar áttu að fara fram í apríl en var frest- að til laugardagsins 19. september vegna heimsfaraldursins. Aðspurðir um hvaða mál brenni á íbúunum nefna oddvitarnir helst samgöngumálin, atvinnumálin og fjármálin. En einnig húsnæðismál og skólamál og Vinstri græn leggja sérstaka áherslu á umhverfismál og réttlætismál. „Við leggjum mikla áherslu á að halda vel á spöðunum í fjármálum og rekstrinum. Hér er verið að ráð- ast í stóra breytingu á sama tíma og kreppuástand ríður yfir,“ segir Stefán Bogi Sveinsson hjá Fram- sóknarf lokki. Helsta verkefnið sé að viðhalda fjárfestingargetunni, sem var einn helsti tilgangurinn með sameiningunni í upphafi, að sveitarfélagið gæti gert meira. Eins og víða hafa tekjur minnkað, sérstaklega í Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað. „Þetta eru mjög skuldsett sveitarfélög og við leggjum áherslu á að auka tekj- urnar,“ segir Þröstur Jónsson, odd- viti Miðf lokksins. „En ekki með skattlagningu heldur með því að fá fólk og fjárfestingu í meira mæli inn á svæðið með öflugri markaðs- setningu.“ Verði innviðir að vera til staðar og skipulagsmálin á hreinu til að það geti gerst. Atvinnuleysi fór hæst í 4,4 pró- sent í apríl og hefur það verið mest á Djúpavogi. „Atvinnuleysi hefur aðeins dregist saman. En við erum með öfluga ferðaþjónustu og farald- urinn hefur áhrif alls staðar,“ segir Jódís Skúladóttir, oddviti Vinstri grænna. Eins og annars staðar hefur hrun orðið í ferðaþjónustunni en Gauti Jóhannesson oddviti Sjálfstæðis- f lokks nefnir laxeldið líka. „Eftir- spurn og verð á laxi hríðféll í vor þegar fyrri bylgja faraldursins stóð sem hæst.“ Segir hann mikilvægt að halda ríkinu við uppbyggingu á Egilsstaðaf lugvelli, bæði vegna ferðaþjónustunnar og útflutnings- ins. Hann nefnir að meiri fjölbreyti- leika þurfi í atvinnulífið, rétt eins og Hildur Þórisdóttir, oddviti Austurlistans, gerir. „Atvinnulífið er of einhæft hér og við höfum misst töluvert af opinberum störfum. Stjórnvöld boða störf án staðsetn- ingar en við á landsbyggðinni erum ekki að sjá þau,“ segir hún. Einhugur er um að bæta verði samgöngur til þess að sameiningin gangi sem best. Eru þar nefndar þrjár framkvæmdir, Fjarðarheiðar- göng, heilsársveg yfir Öxi og að klára veginn yfir Borgarfjarðar- heiði. Oddvitarnir eru misbjartsýnir á að sameiningin gangi snurðu- laust fyrir sig. Gauti bendir á að sveitarfélögin hafi þegar samstarf á ýmsum sviðum, svo sem í skólamál- um og félagsþjónustu. Hildur segir sameininguna áskorun, en verðugt tækifæri og bæði Stefán og Jódís leggja áherslu á að halda í sérstöðu hvers byggðakjarna. „Raunsætt held ég að það verði ekki mjög auðvelt að sameina svæðin. Þetta eru ólík sveitarfélög og það er vandasamt að passa upp á að ekkert þeirra verði út undan,“ segir Þröstur. Samfara forsetakosningum í júní kusu íbúarnir um nýtt nafn og Múlaþing varð ofan á. En kosningin var ráðgefandi og nýrrar sveitar- stjórnar að velja nafn. Bæði Stefán og Gauti telja kosninguna það afger- andi að nafnið verði fyrir valinu, en Hildur segir það ekki öruggt og bendir á að gagnrýni hafi komið á nafnið, meðal annars að Múlaþing sé stundum notað yfir allt Austur- land og þá sé rótgróið tímarit sem beri þetta nafn. kristinnhaukur@frettabladid.is Þurfi að gæta þess að einstök byggðarlög verði ekki afskipt Samgöngumál, fjármál og atvinnumál eru efst á baugi oddvita framboðslista í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Halda verði á spöðunum gagnvart ríkinu og þrýsta á um samgöngubætur svo sameiningin gangi sem best. Oddvitar eru misvongóðir um að það takist að gera byggðarlögum jafn hátt undir höfði. Atvinnuleysi í nýju sveitarfélagi er mest á Djúpavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Hér er verið að ráðast í stóra breytingu á sama tíma og kreppuástand ríður yfir. Stefán Bogi Sveins- son, oddviti Fram- sóknarflokksins Rangt var farið með nafn við mynd á forsíðu blaðsins í gær. Hjólastólayftuna við Bessastaði prófaði formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING RÚSSLAND Angela Merkel, kanslari Þýskalands, krafði í gær rússnesk stjórnvöld um skýringar á bana- tilræði við rússneska stjórnarand- stæðinginn Alexei Navalní. Kom fram í máli Merkel að eng- inn vafi væri á því að Navalní hefði verið byrlað taugaeitrið Novichok en honum er enn haldið sofandi á spítala í Berlín þangað sem hann var nýlega fluttur frá Síberíu. Sama eitur var notað í misheppn- uðu tilræði rússneskra útsendara við Sergei Skrípal og dóttur hans Júlíu fyrir tveimur árum. Skrípal var háttsettur leyniþjónustumaður í Rússlandi en lék tveimur skjöldum og starfaði einnig fyrir bresku leyni- þjónustuna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utan- r ík isráðher ra Íslands, k vaðst sleginn yfir tíðindunum, í færslu á ensku á Twitter-síðu sinni. „Óháð, alþjóðleg rannsókn er nauðsynleg. Ég hvet rússnesk stjórnvöld til að vera samvinnuþýð að fullu við að koma réttlæti yfir þá ábyrgu,“ sagði Guðlaugur Þór í færslu sinni. – bþ Krefja Rússa um skýringar Guðlaugur Þór Þórðarson 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.