Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 14
Norrænt samstarf hefur alltaf verið hornsteinn utan­ ríkisstefnu Íslands og hefur líklega aldrei verið mikil­ vægara en nú. Saman erum við sterkari! Þegar matur fer til spillis er það sóun á sameiginlegum auðlindum okkar allra, fjár­ munum og tíma. Loftslags­ ávinningur er af því að draga úr matarsóun. Stjórnarskrá er málamiðlun og hún verður aldrei eins og allir vilja hafa hana. Stjórn­ lagaráð vann fyrir opnum tjöldum og hleypti þjóðinni inn á sína fundi. Lýðræðisleg og málefnaleg niðurstaða náðist. Það stefnir í að við séum að ná því marki að þjóðin fái í fyrsta skipti að kjósa um stjórnar­ skrá sem hún semur sjálf. Hún hefur búið við stutta þýðingu á aldagam­ alli danskri stjórnarskrá. Ástæða er að halda því til haga að Danir hafa fyrir margt löngu stórbætt sína stjórnarskrá og búa þannig við mun meira lýðræði en íslensk þjóð sem býr við gömlu konungsskrána. Þeir sem sátu heima í þjóðarat­ kvæðagreiðslunni dæmdu sjálfa sig úr leik og létu aðra um að taka afstöðu. Það er lýðræði, það er kostulegt að heyra varnarræður talsmanna flokksræðisins þar sem þeir snúa á haus kosningaþátttöku. Staðan í dag setur íslenskt samfélag í stöðu flokksveldis, ekki lýðveldis. Það endurspeglast ákaf lega vel í þeirri túlkun sem andstæðingar þjóðfélagsumbóta viðhafa um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar, þar sem þeir eigna sér atkvæði þeirra sem ekki mættu á kjörstað. Það tíðkast hvergi í lýðræðislegum samfélögum, nema á Íslandi. Þjóðin kom saman og hélt 1.000 manna fund og setti saman ramma um nýja stjórnarskrá, þar kom fram eindreginn vilji þjóðarinnar til að fá nýja stjórnarskrá. 85.000 manns mættu síðan á kjörstað og völdu úr 530 manna hópi 25 einstaklinga til þess að fylla út þennan ramma. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýnir svo ekki er um að villast að þjóðin vill brjóta af sér f lokksveldi og fá lýðveldi. Stjórnarskrá er málamiðlun og hún verður aldrei eins og allir vilja hafa hana. Stjórnlagaráð vann fyrir opnum tjöldum og hleypti þjóðinni inn á sína fundi. Lýðræðisleg og málefnaleg niðurstaða náðist. Þessi vinnubrögð vöktu heims­ athygli og allt frá því að þetta ferli íslensku þjóðarinnar hófst, við end­ urskoðun gömlu konungsstjórnar­ skrárinnar, hefur streymt hingað fjöldi erlendra háskólamanna og fréttamanna til þess að fylgjast með þeim lýðræðislegu umbótum sem íslenska þjóðin vill fá. Alþingi á ekki að setja sjálfu sér leikreglur. Þjóðin vill og ætlar að halda því valdi hjá sér. Alþingis­ menn hafa gengið fram af þjóð­ inni í orðsins fyllstu merkingu með sínum átakavinnubrögðum. Alþingi Íslendinga hefur verið nýtt til þess að fáir nái að skara að sér gæðum. Þessi staða veldur því að Alþingi stendur til boða einstakt tækifæri til þess að fara að vilja þjóðarinnar og ná til baka einhverju af glataðri virðingu og trausti. Leiknum er ekki lokið, við munum brjóta f lokks­ veldið á bak aftur. Við höldum í vonina um betra samfélag. 66,4% vilja að tillögur stjórn­ lagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 81.3% vilja að náttúruauðlindir sem eru ekki í einkaeigu verði lýstar þjóðareign. 76.4% vilja aukið persónukjör við Alþingiskosningar. 57% vilja að ákvæði um þjóð­ kirkju verði í stjórnarskrá. 70,5% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. 55,6% vilja að atkvæði kjósenda alls staðar af landinu vegi jafnt. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá er því nánast tilbúið í tillögum stjórn­ lagaráðs. Sú niðurstaða er það sem þjóðin vill og það er verkefni okkar að sjá til þess að alþingismenn komist ekki hjá því að fara að vilja þjóðarinnar. Því miður hafa tals­ menn f lokksvaldsins komið í veg fyrir eðlilega þróun í endurskoðun Næsta víst er hver verða viðbrögð tiltekins hluta alþingismanna, við höfum orðið ítrekað vitni að því hvaða vinnubrögð f lokksvalds­ hópurinn hefur tamið sér, þar sem hann hikar ekki við að snúa stað­ reyndum á hvolf í málf lutningi sínum. Alþingi stendur ekki til boða önnur leið. Hvenær verður fyrsta íslenska stjórnarskráin staðfest? Talið er að þriðjungur matvæla í heiminum fari til spillis. Samk væmt rannsók num sem hafa verið gerðar á matarsóun hér á landi á undanförnum árum er ekkert sem bendir til þess að mat­ arsóun sé minni hér á landi en ann­ ars staðar í heiminum. Sóunin á sér stað á öllum stigum virðiskeðjunn­ ar, allt frá ræktun til framleiðslu og neyslu. Þannig er sóunin ekki bara á ábyrgð neytenda, heldur líka fram­ leiðenda, f lutnings­ og söluaðila og veitingamanna. Það má því segja að samfélagið allt beri ábyrgð á því að takast á við vandann en að sama skapi höfum við líka öll hag af því að gera betur. Matarsóun er loftslagsmál Þegar matur fer til spillis er það sóun á sameiginlegum auðlindum okkar allra, fjármunum og tíma. Loftslagsávinningur er af því að draga úr matarsóun. Við mat­ vælaframleiðslu losna nefnilega gróðurhúsalofttegundir og ef mat­ vælanna er ekki neytt þá hefur sú losun orðið til einskis. Ofan í kaupið myndast metan þegar matarúr­ gangur brotnar niður, sem er ein þeirra gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þess vegna er matarsóun loftslagsmál. Minni matarsóun er enda á meðal aðgerða sem lagðar hafa verið fram í Aðgerðaáætlun stjórnvalda í lofts­ lagsmálum sem uppfærð var í júní. Aðgerðir til þess að draga úr matarsóun eru líka liður í því að styðja við myndun hringrásarhag­ kerfis, en það er málefni sem ég hef lagt áherslu á í ráðherratíð minni. Í hringrásarhagkerfi er leitast við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi sem síðan er hent. Að nýta það sem nýta má, gera við það sem bilar, endurnota, endurfram­ leiða, endurvinna og deila, og nota svo úrgang sem myndast sem hrá­ efni í nýja framleiðslu. Þannig er til dæmis molta mynduð úr lífrænum úrgangi eins og matarleifum og hún er notuð sem áburður. Myndun hringrásarhagkerfis getur skapað ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf, hlíft náttúrunni og sparað almenn­ ingi óþarfa útgjöld. Samstillt átak samfélagsins alls Í lok síðasta árs skipaði ég starfshóp til að móta tillögur að aðgerðum gegn matarsóun á Íslandi. Í honum sátu fulltrúar neytenda, atvinnu­ lífsins, félagasamtaka, ungs fólks og stjórnvalda. Fulltrúarnir höfðu inn­ sýn inn í ólíka hlekki virðiskeðju matvæla: framleiðslu, vinnslu, sölu og neyslu. Um mitt sumar fékk ég svo tillögur hópsins af hentar og voru þær um leið lagðar í samráðs­ gátt stjórnvalda. Hópurinn setti fram tillögur að 24 aðgerðum til þess að draga úr matarsóun og snúa þær ekki síst að því að auka samstarf atvinnulífs og stjórnvalda um málefnið. Sóun matvæla er enda flókið úrlausnar­ efni sem krefst margvíslegra ráð­ stafana og samstillts átaks. Hópur­ inn leggur áherslu á að atvinnulífið setji málefnið í forgang innan sinna vébanda. Á sama tíma leggi stjórn­ völd lóð sín á vogarskálarnar með því að efla nýsköpun, innleiða hag­ ræna hvata, gera átak í menntun og fræðslu, mæla umfang matarsóunar árlega og endurskoða regluverk. Helmingi minni matarsóun árið 2030 Í umhverfis­ og auðlindaráðuneyt­ inu er nú unnið úr ábendingum sem bárust við tillögurnar á meðan þær voru í samráðsgátt stjórnvalda. Af aðgerðunum 24 sem hópurinn leggur til eru 14 á ábyrgð ríkisins og 10 á ábyrgð atvinnulífsins. Saman eiga þær að stuðla að því að draga úr matarsóun á næstu árum, þann­ ig að árið 2030 hafi hún minnkað um helming í allri virðiskeðjunni. Þannig hafa bæði fyrirtæki og almenningur mikilvægu hlutverki að gegna. Sem vörðu á miðri leið leggur hópurinn til að stefnt verði að 30% samdrætti fyrir árið 2025. 50% markmiðið er í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 12, um að minnka sóun matvæla. Það markmið nær þó einungis til neytenda og smásölu, en markmiðið í tillögum starfshópsins íslenska til allrar virðiskeðjunnar. Hvorki raunhæft né skynsamlegt að henda mat Í heimi þar sem fólki fer fjölgandi og náttúran er undir miklu álagi, meðal annars vegna stóraukinnar matvælaframleiðslu, er ekki raun­ hæft að halda áfram að henda þriðj­ ungi þess sem við framleiðum. Það er hvorki sjálf bært, né hag­ kvæmt, heldur hreint út sagt galið. Galið að henda mat Af lýsa varð Norðurlanda­ráðsþingi, sem hefur verið haldið óslitið síðan 1953 og átti í þetta sinn að fara fram í Hörpu dagana 27. –29. október. Þær hindr­ anir sem upp hafa komið á árinu eru gullið tækifæri til að þróa starf Norðurlandaráðs, meðal annars með því að gera það grænna og tæknivæddara. Það sem af er ári hefur samstarfið verið kraftmikið enda er nauðsynlegt að Norður­ löndin takist á við þær áskoranir sem blasa við – saman. Áhersla á lýðræði, jafnrétti og mannréttindi Þegar Íslendingar tóku við for­ mennsku í janúar var árið nánast fullbókað með viðburðum, fundum og heimsóknum, sem miðuðu að því að styrkja norræna vináttu og gildi, rækta tengsl við þjóðþing og þingmannasamtök í Eystrasalts­ ríkjunum, Benelux­löndunum, Bretlandi og víðar. Jafnframt átti að vinna að því að ef la lýðræði, mannréttindi og jafnrétti, í löndum á borð við Pólland og Hvíta­Rúss­ land, halda ráðstefnur til að vekja athygli á formennskuáherslum Íslands og margt f leira. Aflýsing Norðurlandaþings nauðsynleg Snemma árs varð þó ljóst að endurskoða þyrfti dagskrána og alla starfshætti Norðurlandaráðs vegna faraldursins. Eftir samráð við þríeykið svokallaða, eftir að reglur voru hertar innanlands sem og í norrænu þjóðþingunum, var öllum ljóst að ekki yrði hægt að ferðast til Íslands í október og því hvorki ábyrgt né skynsamlegt að safna hátt í þúsund manns saman á einn stað. En ákvörðunin var erfið, því nú er sem aldrei fyrr þörf á nor­ rænu samstarfi og samráði. Farald­ urinn og lokanir landamæra sem hann hafði í för með sér, hefur nú þegar slegið á tengsl og traust milli nágrannaþjóðanna. Faraldurinn hefur minnt okkur á að ekki megi taka samstarf og traust Norður­ landa sem gefnu. Norræn stefna um samfélagsöryggi Á þinginu átti að ræða mörg mikil­ væg málefni sem snerta okkur öll. Meðal annars átti að fjalla um stefnu Norðurlandaráðs um sam­ félagsöryggi sem var einróma sam­ þykkt á síðasta þingi. Sú umræða á sérlega vel við á tímum faraldurs, upplýsingaóreiðu og umhverfisvár, en stefnan felur meðal annars í sér ef lingu norræns samstarfs á sviði almannavarna, heilbrigðismála og netöryggis, gerð sameiginlegrar viðbúnaðar­ og neyðaráætlunar, mat á matvæla­ og orkudreifingu og framboð mikilvægra lyfja og læknabúnaðar. Stefnan um samfélagsöryggi, staðan í Hvíta­Rússlandi, framlög til norræna menningarmála, græn bylting og mörg önnur áríðandi mál verða nú í staðinn rædd á þeim staf­ rænu fundum sem fram undan eru. Norrænt samstarf hefur alltaf verið hornsteinn utanríkisstefnu Íslands og hefur líklega aldrei verið mikil­ vægara en nú. Saman erum við sterkari! Lausnamiðað norrænt samstarf Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfis- og auðlindaráð- herra Guðmundur Gunnarsson fyrrv. form. Rafiðnaðar- sambandsins Oddný G. Harðardóttir varaforseti Norðurlanda- ráðs Silja Dögg Gunnarsdóttir forseti Norður- landaráðs 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.