Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 26
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Við höfðum stundað sömu
íþróttir, vorum í sama bekk á
tímabili og alltaf í sama vina-
hópnum.
Urður
Elsku maðurinn minn, pabbi okkar,
tengdapabbi og afi,
Magnús Reynir Jónsson
ljósmyndari,
Víðihlíð 12, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans föstudaginn 28. ágúst.
Útförin fer fram í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 10. september, klukkan 15.
Einungis nánustu aðstandendum og vinum verður
boðið að vera viðstaddir útförina, en streymt verður
frá athöfninni á www.sonik.is/magnus.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Ljósið og líknardeild LSH.
Bjarnveig S. Guðjónsdóttir
Jón Reynir Magnússon Aldís Erna Pálsdóttir
Vala Rún B. Magnúsdóttir Hrafnkell Ásgeirsson
Davíð Steinn B. Magnússon
Gauti Páll Jónsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Geir Viðar Svavarsson
Lautasmára 5, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
laugardaginn 29. ágúst.
Útför hans fer fram frá Digraneskirkju,
miðvikudaginn 9. september klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða einungis fjölskylda og
nánir vinir viðstaddir athöfnina.
Jóhanna Svavarsdóttir
Hildigunnur Geirsdóttir Albert Guðbrandsson
Viðar Rúnar Geirsson Gerður Ísberg
Daníel Freyr Albertsson Guðný Björg Stefánsdóttir
Brynja Dís Albertsdóttir
Elvar Leó og Remí Þór
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Birna Svava Ingólfsdóttir
Vestmann
lést 27. ágúst á dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri. Útför hennar fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 7. september
kl. 13.30. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir, en útförinni verður streymt á
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Inga Katrín Vestmann Kristján Þ. Kristinsson
Þorvaldur Vestmann Þórdís Þórólfsdóttir
Margrét Vestmann Aðalbjörn R. Svanlaugsson
Valur Vestmann Vera W. Vestmann
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri,
Skúli Gestsson
frá Syðra-Seli,
Hrunamannahreppi,
lést fimmtudaginn 27. ágúst á
dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi.
Útför hans fer fram frá Hrunakirkju,
fimmtudaginn 10. september, klukkan 14.00.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfnin
einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini.
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Gestsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Esther Bjartmarsdóttir
lést á líknardeild Landspítalans þann
14. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sólveig Ólafsdóttir Gunnar Már Sigurgeirsson
Sigríður Ólafsdóttir Guðmann Magnússon
Ólafur Örn Ólafsson Þórunn Margrét Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Trausti Eyjólfsson
frá Hvanneyri,
hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borgarnesi,
lést sunnudaginn 30. ágúst.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn
5. september kl. 14.00, að viðstöddum nánustu
aðstandendum. Athöfninni verður streymt
á www.kvikborg.is.
Fyrir hönd ættingja og vina hins látna,
Jónas, Hólmfríður, Líney, Hildur, Kristbjörg, Áslaug,
Hermann Helgi og Eysteinn Traustabörn.
Það er nóg að gera hjá tví-burasystrunum Iðunni og Urði Andradætrum, sem eru nýbyrjaðar í Háskóla Íslands. Báðar völdu sér krefjandi fög, Iðunn hjúkr-
unarfræði og Urður læknisfræði. Þær
gefa sér samt tíma til að líta upp og
spjalla við blaðamann stundarkorn
utandyra á Háskólatorgi, tilefnið er að
þær hlutu báðar styrki á mánudaginn
úr Afreks- og hvatningarsjóði skólans.
Slíkt er ekki á færi aukvisa, en á ferilskrá
beggja er framúrskarandi árangur á
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri vorið 2018 og báðar hafa
látið að sér kveða á danssviðinu í námi,
keppnum, sýningum og kennslu.
Þær koma sem sagt frá Akureyri. „Við
áttum heima í borginni fyrst, en fluttum
norður fjögurra ára,“ upplýsa þær. Nú
búa þær á nemendagörðum í Vatns-
mýrinni og láta vel af því. Brosa við
fyrstu spurningunni – hvort þeim hafi
alltaf gengið vel í skóla. „Já, ágætlega,
við höfum að minnsta kosti haft mikinn
metnað fyrir að standa okkur vel,“ segir
Urður. „Stundum kannski aðeins of mik-
inn! Við erum pínu stressuðu týpurnar,“
segir Iðunn hlæjandi, „en við höfum líka
haft áhuga fyrir mörgum námsgreinum,
ekki síst á raungreinasviði.“ „Líka tungu-
málum, ensku og íslensku og við lærðum
báðar frönsku,“ upplýsir Urður og Iðunn
bætir við að þær hafi þar valið áfanga
sem Parísarferð var hluti af.
Skildu í eitt ár
Systurnar segjast alltaf hafa verið góðar
vinkonur og aldrei upplifað að vera ein-
mana – þó séu þær ekki eins og síamství-
burar. „Ég yfirgaf Urði eftir stúdents-
prófið, f lutti til Stokkhólms, var þar í
Ballettakademíunni í eitt ár. Var búin
að fá nóg af bóklegu námi í bili,“ segir
Iðunn. „Það reyndi smá á,“ viðurkennir
Urður. „En ég held við höfum báðar haft
gott af því. Við höfðum stundað sömu
íþróttir, vorum í sama bekk á tímabili
og alltaf í sama vinahópnum. Ég fór að
vinna þetta ár á leikskólanum Pálmholti
því ég hef alltaf haft gaman af börnum,
en fór samt og heimsótti Iðunni út og
það var mjög gaman.“
Þær sluppu heim fyrir COVID-19 og
eru nú báðar komnar í nám í heilbrigðis-
geiranum. Iðunn kveðst hafa unnið á
öldrunarheimili eitt sumar og verið
hrifin af því, það hafi ýtt undir hennar
ákvörðun. Auk þess hafi þær alltaf haft
áhuga á líffræði og líffræðikennarinn
þeirra í MA hafi kynt undir hann. „Svo
er systir okkar í læknisfræði, hún býr
hér hinum megin við götuna og við
getum alltaf leitað til hennar – og eldað
saman! Við eigum gott stuðningsnet í
okkar fólki,“ lýsir Urður.
Þrjú hundruð í bekk
Tvíburasysturnar tala um að þær muni
verulega um hinn nýfengna styrk til að
standa undir leigu á stúdentagörðunum.
„Við erum í klasa og deilum eldhúsi með
sjö öðrum, það er mjög fínt. Líka þægi-
legt að vera svona nálægt skólanum,“
segir Urður.
Iðunn kveðst mest læra hjúkrunar-
fögin gegnum tölvu enn sem komið er.
„Það eru 300 í bekknum fram að jólum
og ekkert þægilegt að halda fjarlægðar-
mörk en það er fínt að læra á netinu.“ „Í
bland, að minnsta kosti,“ tekur Urður
undir. „Ég byrjaði 17. ágúst í læknisfræð-
inni og var dálítið að mæta í tíma fyrstu
vikurnar en er meira orðið á netinu. Nú
gildir bara að halda dampi!“ Iðunn tekur
undir það og bætir við: „Það verður líka
gaman þegar öllum takmörkunum
verður af létt, því félagslíf í HÍ er víst
venjulega mjög gott.“ gun@frettabladid.is
Nú gildir að halda dampi
Þær Iðunn og Urður Andradætur frá Akureyri eru nýnemar í Háskóla Íslands og urðu
nú í vikunni fyrstu tvíburarnir sem hljóta styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði skólans.
Tvíburasysturnar Iðunn og Urður voru meðal styrkhafa úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands. MYND/KRISTINN INGVARSSON
Merkisatburðir
1189 Ríkharður ljónshjarta er krýndur konungur Eng-
lands.
1651 Ensku borgarastyrjöldinni lýkur með sigri Crom-
wells á Karli II. í orrustunni við Worchester.
1783 Bretar viðurkenna sjálfstæði Bandaríkjanna.
1921 Vígð er vönduð 206 metra löng brú yfir Jökulsá á
Sólheimasandi.
3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT