Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.09.2020, Blaðsíða 30
VERK KJARVALS KOMA ALLTAF Á ÓVART OG STÖÐUGT MÁ SJÁ EITTHVAÐ NÝTT Í ÞEIM. Sýningin Hér heima stendur yfir á Listasafni Reykja­víkur – Kjarvalsstöðum en þar eru sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval. Sýn­ingarstjóri er Edda Hall­ dórsdóttir. „Á þessari sýningu eru eingöngu landslagsverk frá Íslandi. Kjarvals­ sýningin sem var á undan þessari hét Að utan og á henni voru einung­ is verk sem Kjarval gerði fyrir 1930 þegar hann var í útlöndum, í námi, námsferðum og rannsóknarferðum. Þessi sýning spannar allan ferilinn, allt frá því áður en hann fór í nám og seinasta verkið er unnið nokkrum árum áður en hann lagðist aldraður inn á spítala og vann ekkert eftir það. Öll verkin á sýningunni eru úr safneigninni, bæði verk sem hafa verið lítið sýnd og þekktari verk,“ segir Edda. „Útgangspunkturinn var að á sýningunni yrðu ekki manna­ myndir eða persónur og engar fant­ asíur, en verk Kjarvals eru gjarnan f lokkuð í landslagsverk, manna­ myndir og fantasíur. Verk hans eru hins vegar svo margslungin að það er endalaust hægt að koma auga á verur í þeim. Ég er búin að finna ýmsar verur sem ég hafði ekki áður séð í verkunum. Þetta er dæmi um það að verk Kjarvals koma alltaf á óvart og stöðugt má sjá eitthvað nýtt í þeim.“ Litbrigði stýra sýn Sýningunni er skipt upp í salnum og í miðrýminu eru verk sem Kjar­ val vann fyrir 1930. „1930 er valið sem ártal vegna þess að þá urðu ákveðin kaf laskil í list Kjarvals þegar hann ákvað að gera íslenskt landslag að aðalviðfangsefni sínu. Hann vann úti við, ferðaðist víða um landið og eignaðist sína uppá­ haldsstaði,“ segir Edda. „Í tveimur öðrum rýmum er rýnt í sjónar­ horn Kjarvals á náttúruna. Annars vegar eru myndir þar sem Kjarval rýnir niður í svörðinn og upphefur moldina, mosann og lítil smáatriði í jörðinni sem listamenn höfðu fram að því ekki veitt mikla athygli. Hins vegar eru verk þar sem hann horfir á sjóndeildarhringinn og við sjáum til dæmis Snæfellsjökul, Lómagnúp og ýmis kennileiti.“ Spurð hvort einhver svæði hafi verið Kjarval hugleiknari en önnur nefnir Edda Gálgahraunið á Álfta­ nesi og Þingvelli. „Hann valdi sér sín svæði úti í hrauni, eins og til dæmis í Gálgahrauni, og átti sinn uppá­ haldsklett sem hann málaði aftur og aftur. Á sýningunni eru verk af nákvæmlega sama myndefninu, maður sér sömu klettana, hraun­ strýtuna og mosann, en þar eru misjöfn veðra­ og litbrigði og þau stýra sýn hans.“ Saga á bak við verkið Edda er spurð hvaða verk á sýning­ unni heilli hana mest. „Það er eitt verk sem mér þykir alltaf afskap­ lega vænt um sem heitir Haust­ litir á Snæfellsnesi. Það er í rýminu sem sýnir okkur svörðinn og í því eru óskaplega fallegir rauðir litir. Það er skemmtileg saga á bak við verkið. Árið 1973 þegar Pompidou og Nixon hittust á Íslandi á leið­ togafundi þá funduðu þeir á Kjar­ valsstöðum. Þetta verk var þá í einkaeigu en var fengið að láni til að hengja upp í fundarsalnum, þannig að það var í bakgrunni fjölmargra mynda af þeim. Á sýningunni er líka nýjasta Kjar­ valsverkið í safneigninni, keypt í fyrra, sem er af Svínahrauni. Það er mjög gaman að geta sýnt það í fyrsta skiptið,“ segir Edda. Margslungin verk meistara Kjarvals Á Kjarvalsstöðum er sýning á landslagsverkum frá Íslandi eftir Jóhannes Kjarval. Sýningin spannar allan feril listamannsins. Eitt málverk er sýnt í fyrsta sinn. Edda Halldórsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar Hér heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sýningin spannar allan feril Kjarvals. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Í síðustu viku var opnuð sýning hjá Streaming Museum í New York, sem er haldin í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og í tilefni af 75 ára afmæli þeirra. Fimm verk sjö listamanna á Norðurlöndunum eru kynnt undir titlinum: Art's New Natures Digital Dynamics in Contemporary Nordic Art. Verk Æsu Bjarkar glerlistakonu og Tinnu Þorsteinsdóttur tón­ listarkonu, Shield I­III, eru þar kynnt. Verkin eru samsett úr gler­ skúlptúr, heilabylgjum, vídeóum og hátölurum. Streaming Museum ritstýrir Centerpoint Now, útgáfu World Council of Peoples for the United Nations, sem verður gefið út fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og dreift á heimsvísu. Verkaröðin Shield hefur vakið athygli undanfarin ár og hefur meðal annars unnið til Grand Prize verðlauna á Toyama International Glass Exhibition 2018 í Japan og verið sýnd í Danmörku, Noregi og nýjasta verkið, Shield III, var sýnt í Feneyjum meðan á 58. Tvíær­ ingnum stóð árið 2019, sem hluti af samsýningu Karuizawa New Art Museum – Feneyjardeild, á Mark­ úsartorgi. Æsa Björk og Tinna með verk á Streaming Museum Verk Æsu og Tinnu á sýningu Streaming Museum í New York. Ný skáld­s a g a E l e n u Ferrante, Lygalíf fullorðinna, er komin í bóka­ b ú ð i r. H a l l a Kjartansdóttir þýðir bókina úr ítölsku og Bene­ dikt gefur út. Bókin kom út á Ítalíu síðasta haust en kemur út um allan heim nú í byrjun september. Frakkar þjófstörtuðu reyndar og gáfu bókin út í júníbyrjun. Félagar í bókaklúbbi Benedikts fengu bókina senda heim áður en bókin kom í bókabúðir og um tíma bættust tíu til tuttugu manns í klúbbinn á hverjum degi, einungis vegna þess að þeir vildu ekki bíða eftir að bókin kæmi í verslanir. Búast má við að þessi nýja skáldsaga Ferrante muni tróna ofarlega á met­ sölulistum hér á landi næstu vikur. Spenningur fyrir Elenu Ferrante 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.