Fréttablaðið - 03.09.2020, Qupperneq 30
VERK KJARVALS
KOMA ALLTAF Á
ÓVART OG STÖÐUGT MÁ SJÁ
EITTHVAÐ NÝTT Í ÞEIM.
Sýningin Hér heima stendur yfir á Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum en þar eru sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval. Sýningarstjóri er Edda Hall
dórsdóttir.
„Á þessari sýningu eru eingöngu
landslagsverk frá Íslandi. Kjarvals
sýningin sem var á undan þessari
hét Að utan og á henni voru einung
is verk sem Kjarval gerði fyrir 1930
þegar hann var í útlöndum, í námi,
námsferðum og rannsóknarferðum.
Þessi sýning spannar allan ferilinn,
allt frá því áður en hann fór í nám og
seinasta verkið er unnið nokkrum
árum áður en hann lagðist aldraður
inn á spítala og vann ekkert eftir
það. Öll verkin á sýningunni eru úr
safneigninni, bæði verk sem hafa
verið lítið sýnd og þekktari verk,“
segir Edda.
„Útgangspunkturinn var að á
sýningunni yrðu ekki manna
myndir eða persónur og engar fant
asíur, en verk Kjarvals eru gjarnan
f lokkuð í landslagsverk, manna
myndir og fantasíur. Verk hans eru
hins vegar svo margslungin að það
er endalaust hægt að koma auga
á verur í þeim. Ég er búin að finna
ýmsar verur sem ég hafði ekki áður
séð í verkunum. Þetta er dæmi um
það að verk Kjarvals koma alltaf á
óvart og stöðugt má sjá eitthvað
nýtt í þeim.“
Litbrigði stýra sýn
Sýningunni er skipt upp í salnum
og í miðrýminu eru verk sem Kjar
val vann fyrir 1930. „1930 er valið
sem ártal vegna þess að þá urðu
ákveðin kaf laskil í list Kjarvals
þegar hann ákvað að gera íslenskt
landslag að aðalviðfangsefni sínu.
Hann vann úti við, ferðaðist víða
um landið og eignaðist sína uppá
haldsstaði,“ segir Edda. „Í tveimur
öðrum rýmum er rýnt í sjónar
horn Kjarvals á náttúruna. Annars
vegar eru myndir þar sem Kjarval
rýnir niður í svörðinn og upphefur
moldina, mosann og lítil smáatriði í
jörðinni sem listamenn höfðu fram
að því ekki veitt mikla athygli. Hins
vegar eru verk þar sem hann horfir
á sjóndeildarhringinn og við sjáum
til dæmis Snæfellsjökul, Lómagnúp
og ýmis kennileiti.“
Spurð hvort einhver svæði hafi
verið Kjarval hugleiknari en önnur
nefnir Edda Gálgahraunið á Álfta
nesi og Þingvelli. „Hann valdi sér sín
svæði úti í hrauni, eins og til dæmis
í Gálgahrauni, og átti sinn uppá
haldsklett sem hann málaði aftur
og aftur. Á sýningunni eru verk af
nákvæmlega sama myndefninu,
maður sér sömu klettana, hraun
strýtuna og mosann, en þar eru
misjöfn veðra og litbrigði og þau
stýra sýn hans.“
Saga á bak við verkið
Edda er spurð hvaða verk á sýning
unni heilli hana mest. „Það er eitt
verk sem mér þykir alltaf afskap
lega vænt um sem heitir Haust
litir á Snæfellsnesi. Það er í rýminu
sem sýnir okkur svörðinn og í því
eru óskaplega fallegir rauðir litir.
Það er skemmtileg saga á bak við
verkið. Árið 1973 þegar Pompidou
og Nixon hittust á Íslandi á leið
togafundi þá funduðu þeir á Kjar
valsstöðum. Þetta verk var þá í
einkaeigu en var fengið að láni til að
hengja upp í fundarsalnum, þannig
að það var í bakgrunni fjölmargra
mynda af þeim.
Á sýningunni er líka nýjasta Kjar
valsverkið í safneigninni, keypt í
fyrra, sem er af Svínahrauni. Það
er mjög gaman að geta sýnt það í
fyrsta skiptið,“ segir Edda.
Margslungin verk meistara Kjarvals
Á Kjarvalsstöðum er sýning á landslagsverkum frá Íslandi eftir Jóhannes Kjarval.
Sýningin spannar allan feril listamannsins. Eitt málverk er sýnt í fyrsta sinn.
Edda Halldórsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar Hér heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sýningin
spannar allan
feril Kjarvals.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Í síðustu viku var opnuð sýning hjá Streaming Museum í New York, sem er haldin í samvinnu
við Sameinuðu þjóðirnar og í tilefni
af 75 ára afmæli þeirra. Fimm verk
sjö listamanna á Norðurlöndunum
eru kynnt undir titlinum: Art's
New Natures Digital Dynamics in
Contemporary Nordic Art.
Verk Æsu Bjarkar glerlistakonu
og Tinnu Þorsteinsdóttur tón
listarkonu, Shield IIII, eru þar
kynnt. Verkin eru samsett úr gler
skúlptúr, heilabylgjum, vídeóum
og hátölurum. Streaming Museum
ritstýrir Centerpoint Now, útgáfu
World Council of Peoples for the
United Nations, sem verður gefið
út fyrir allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna og dreift á heimsvísu.
Verkaröðin Shield hefur vakið
athygli undanfarin ár og hefur
meðal annars unnið til Grand Prize
verðlauna á Toyama International
Glass Exhibition 2018 í Japan og
verið sýnd í Danmörku, Noregi og
nýjasta verkið, Shield III, var sýnt
í Feneyjum meðan á 58. Tvíær
ingnum stóð árið 2019, sem hluti af
samsýningu Karuizawa New Art
Museum – Feneyjardeild, á Mark
úsartorgi.
Æsa Björk og
Tinna með verk á
Streaming Museum
Verk Æsu og Tinnu á sýningu
Streaming Museum í New York.
Ný skálds a g a E l e n u
Ferrante, Lygalíf
fullorðinna, er
komin í bóka
b ú ð i r. H a l l a
Kjartansdóttir
þýðir bókina úr
ítölsku og Bene
dikt gefur út.
Bókin kom út á
Ítalíu síðasta haust en kemur út um
allan heim nú í byrjun september.
Frakkar þjófstörtuðu reyndar og
gáfu bókin út í júníbyrjun.
Félagar í bókaklúbbi Benedikts
fengu bókina senda heim áður
en bókin kom í bókabúðir og um
tíma bættust tíu til tuttugu manns
í klúbbinn á hverjum degi, einungis
vegna þess að þeir vildu ekki bíða
eftir að bókin kæmi í verslanir.
Búast má við að þessi nýja skáldsaga
Ferrante muni tróna ofarlega á met
sölulistum hér á landi næstu vikur.
Spenningur fyrir
Elenu Ferrante
3 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING