Fréttablaðið - 10.09.2020, Qupperneq 16
Í þessari grein eru færð rök fyrir breyttum aðferðum við skimun á landamærum. Við þurfum að
opna landamærin því það er mikil-
vægt heilbrigðis- og félagsmál. Þetta
snýst ekki eingöngu um sóttvarnir.
Jafn mikilvægt er almennt heil-
brigði í landinu og þar er atvinnu-
leysi mikill áhættuliður. Rann-
sóknir sýna að atvinnumissir er
eitt alvarlegasta áfall sem fullorðnir
einstaklingar verða fyrir á eftir ást-
vinamissi og skilnaði (Holms and
Rahe).
Ég skil ekki hvers vegna ríkis-
stjórnin valdi mest íþyngjandi kost-
inn af tillögum sóttvarnalæknis og
lokaði með því landamærunum
fyrir ferðamenn. Þau smit sem upp
hafa komið í seinni bylgjunni hafa
ekki kostað okkur mikið, aðeins
fáir lagðir inn á spítala og enginn
inniliggjandi í dag, 27. ágúst. Lokun
landamæra kostar okkur hins vegar
tugi milljarða á mánuði og mikið
atvinnuleysi sem hefur mjög alvar-
legar heilsufarslegar og geðrænar
afleiðingar.
Mikilvægt er að vinna áhættu-
greiningu og reikna líkindi á að far-
þegi frá tilteknu landi smiti og áætla
samfélagslegan kostnað af hverju
smiti. Á móti er tiltölulega auðvelt
að reikna út hvað mörg störf glatast
vegna tiltekinnar fækkunar ferða-
manna. Kostnaðinn við glötuð störf
er hins vegar erfiðara að reikna þar
sem af því eru bæði skammtíma-
áhrif á landsframleiðslu og tekjur
einstakra starfsmanna, fyrirtækja
og ríkissjóðs, auk langtímaáhrifa á
geðheilsu þeirra sem missa vinnuna
og aukin hætta á að þeir verði
öryrkjar.
Ég tel mikilvægt að líta bæði til
heimalands og brottfararlands við
mat á áhættu af smiti. Til þess að
opna aftur landamærin með ásætt-
anlegu öryggi mætti f lokka lönd í
þrjá f lokka og hafa viðbúnaðinn
við landamærin í samræmi við
áhættuna.
A Fá smit. Farþegar sem eru með
vegabréf úr A-flokki og koma frá
landi í A-flokki fara í einfalda eða
enga skimun (t.d. Noregur, Finn-
land).
B Meðalfjöldi smita. Farþegar fara
í tvöfalda skimun án sóttkvíar.
Undir þetta falla þeir sem eru
með vegabréf úr B-flokki og
koma frá landi í B-flokki eða með
blöndu af A- og B-flokki.
C Mörg smit. Farþegar sem eru
með vegabréf frá landi í C-flokki
eða koma frá landi í C-flokki fara
í tvöfalda skimun og sóttkví (t.d.
Spánn, USA).
Það er hlutverk sóttvarnalæknis
að fylgjast með tíðni smita í einstök-
um löndum og flokka þau í áhættu-
flokka. Ekki nægir að líta aðeins til
fjölda þekktra smita í hverju landi
síðustu fjórtán daga. Það þarf líka
að meta hversu áreiðanlegar þær
tölur eru. Í löndum með ófullkom-
ið heilbrigðiskerfi er aðeins hluti
smita greindur og því eru opinberar
tölur lægri en efni standa til. Þau
lönd mundu falla í C-flokk.
Samkvæmt fréttum hafa mörg
þeirra smita sem komu til landsins
sloppið í gegn vegna þess að aðeins
var litið til brottfararlands eða
hvort viðkomandi var Íslendingur.
Af þeim sökum er þessi tillaga sett
fram um að líta bæði til brottfarar-
lands og heimalands samkvæmt
vegabréfi. Það mun koma í veg fyrir
stóran hluta smita frá útlöndum án
þess að allir fari í sóttkví.
Opnum landamærin fyrir farþegum sem ólíklega smita
Sumarið 2016 fór fram þjóð-aratk væðag reiðsla í Bret-landi. Spurt var hvort Bretar
ættu að vera áfram í ESB eða ekki
og var niðurstaðan 52%-48% fyrir
að fara úr sambandinu. Þetta var
ekki bindandi atkvæðagreiðsla, en
stjórnmálamenn í Bretlandi tóku
hana samt svo alvarlega að þegar
var hafist handa við að vinna að
úrsögninni og verður hún endan-
lega að veruleika um næstu áramót.
Það er ekki ætlunin hér að ræða
hvort þessi knappa niðurstaða hafi
verið skynsamleg eða ekki, heldur
hvernig breskir stjórnmálamenn
tóku þverpólitískt á henni. Þeir
viðurkenndu hana og fóru að vinna
í samræmi við niðurstöður hennar.
Öðru máli gegnir um það sem
gerðist hér á Íslandi. Í október
2012 fór fram þjóðaratkvæða-
greiðsla með sex spurningum um
nýja stjórnarskrá og var meiri-
hluti fylgjandi þeim öllum, 64%
vildu að tillögur stjórnlagaráðs
yrðu lagðar til grundvallar nýrri
stjórnarskrá, 74% vildu auðlinda-
ákvæði í hana. Það sem gerðist
síðan í aðdraganda kosninga 2013
var þinginu til skammar, en þar
hóf Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son eyðileggingarherferð sína með
málþófi, eins og hann hefur iðkað
reglulega síðan til að spilla fyrir
málum sem meirihluti er fyrir í
þinginu. Glæsilegt dæmi um lýð-
ræðishugsun það. Verri er þó fyrir-
litningin gagnvart þjóðinni sjálfri,
þjóðinni sem ákvað afdráttarlaust
í þjóðaratkvæðagreiðslu að nota
bæri tillögur stjórnlagaráðs sem
grundvöll að nýrri stjórnarskrá.
Flokkarnir sem hafa stýrt landinu
síðan hafa hunsað þessa niðurstöðu
meira og minna og er það þeim til
minnkunar, svo ekki sé meira sagt.
Þeir eru í raun að bera sig sem and-
lýðræðissinnaða f lokka sem telja
að þeir hafi valdið en ekki þjóðar-
viljinn.
Aumt er það hlutskipti Vinstri-
grænna sem á sínum tíma stóðu að
málinu sem kæft var í meðförum
þingsins og hafa nú, andstætt þjóð-
arviljanum, staðið fyrir einhverri
málamiðlun við hina andlýðræðis-
legu flokka, svo að hagsmunaöflin,
sem þeir gæta, geti fengið að valsa
áfram um þjóðareignir að vild.
Aumt er það hlutskipti stjórnmála-
manna sem ropa og gapa um lýð-
ræði alla daga en haga sér síðan á
þveröfugan hátt í raun. Aumt verður
þeirra hlutskipti í sögunni þegar
frá líður. En þjóðin vill ekki láta þá
troða á sér og safnar nú undirskrift-
um (https://nystjornarskra.is/) því
hún vill að pótintátar f lokkanna
fari að ráðum og vilja þjóðarinnar.
Ég hvet alla til að skrifa undir því
það verður að kenna hinum örfáu
þingmönnum að linsoðin plott
þeirra sjálfra eru ekki grundvöllur
lýðræðisins, heldur er það þjóðar-
viljinn.
Þjóðarvilji og lýðræði
Gunnlaugur H.
Jónsson
eðlisfræðingur
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það ástand sem ríkir í samfélaginu og heim-
inum öllum vegna heimsfaraldurs-
ins. Óvissutímar hafa sjaldan verið
meiri, ekki síst vegna þess að ekki
er vitað hvenær bóluefni kemur við
COVID-19. Reykjavíkurborg, eins
og önnur sveitarfélög, er að fá á sig
þungan skell. Á tímum sem þessum
er forgangurinn skýr, eða ætti að
vera það. Það er líf og heilsa og að
halda uppi fullnægjandi grunn-
þjónustu, sem vermir efstu sæti
forgangslistans. Til að geta kallast
samfélag með réttu þarf grunnþjón-
usta að vera í lagi og er það hlutverk
borgarinnar að sjá til þess að velferð
íbúanna sé ávallt höfð í fyrirrúmi.
Engu að síður gerir borgarstjóri
kröfu um að klipið verði af vel-
ferðar-, skóla- og frístundasviði. Í
engu er slakað á hagræðingarkröfu
á sviðinu, um að hagræða um 0,5%
þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem
uppi eru vegna COVID-19. Borgar-
stjóri segir sjálfur í greinargerð með
tillögu að rammaúthlutun „að ekki
skuli, við þessar aðstæður, fara í
niðurskurð til þess að koma rekstri
borgarinnar í jafnvægi“.
Af hverju þá ekki að fella niður
þessa kröfu þótt ekki væri nema
þetta árið? Ef eitthvað er þá ætti að
bæta í til að tryggja að grunnþjón-
ustan gangi hnökralaust.
Í velferðarráði, þar sem ég sit sem
aðalfulltrúi, hef ég mótmælt þessu
harðlega og kvatt velferðarráð til
að sætta sig ekki við hagræðingar-
kröfuna né nokkurn annan niður-
skurð hvaða nöfnum sem hann
kann að nefnast. Þess utan er
stefnt að gjaldskrárhækkun á ýmsa
nauðsynlega þjónustu. Það sam-
ræmist ekki tilmælum Sambands
íslenskra sveitarfélaga sem mælast
til í ályktun sinni dagsettri 27. mars
2020, að haldið verði aftur af öllum
gjaldskrárhækkunum.
COVID-19 er engum að kenna.
Kjarni þess meirihluta í borgar-
stjórn sem ríkir nú hefur ríkt lengi.
Löngu fyrir faraldurinn og þau
efnahagslegu áföll sem hann hefur
leitt af sér, voru borgarbúar farnir
að taka eftir hnökrum í þjónustu
borgarinnar. Biðlistar eftir þjón-
ustu hafa um áraraðir verið allt
of langir. Nú horfir fram á skertar
tekjur borgarinnar ásamt aukinni
þörf borgarbúa fyrir aðstoð. Það er
öllum augljóst að átaks er þörf til
að koma í veg fyrir að biðlistar eftir
þjónustu lengist enn frekar. Borg-
arfulltrúi Flokks fólksins spurði
borgarstjóra í óundirbúnum fyrir-
spurnum á fundi borgarstjórnar 1.
september hvort hann hefði áhuga
á að ráðast í átak til að stytta bið-
lista. Svar borgarstjóra við fyrir-
spurninni var bæði óljóst og loðið.
Klipið af velferðarsviðinu
Kolbrún
Baldursdóttir
borgarfulltrúi
Flokks fólksins
Gauti
Kristmannsson
prófessor
Mikilvægt er að vinna
áhættugreiningu og reikna
líkindi á að farþegi frá til-
teknu landi smiti og áætla
samfélagslegan kostnað af
hverju smiti.
Aumt er það hlutskipti
stjórnmálamanna sem ropa
og gapa um lýðræði alla
daga en haga sér síðan á
þveröfugan hátt í raun.
Til að geta kallast samfélag
með réttu þarf grunnþjón-
usta að vera í lagi og er það
hlutverk borgarinnar að sjá
til þess að velferð íbúanna sé
ávallt höfð í fyrirrúmi.
Sjúkraliðar hafa árum saman bar ist f y r ir námsbraut á háskólastigi. Í erfiðum kjara-
samningum liðins vetrar var krafan
um hana gerð að úrslitaatriði. Fullur
sigur vannst að lokum. Ný náms-
braut mun því hefjast við Háskól-
ann á Akureyri. Undirbúningsnám
byrjar strax í haust og á næsta ári
hefst tveggja ára sjúkraliðanám sem
lýkur með diplómagráðu.
Afgerandi könnun
Fyrir skömmu sendi Sjúkraliða-
félagið út spurningalista til félags-
manna til að kanna áhuga á dipl-
ómanáminu. Niðurstöðurnar eru
birtar í dag á árlegu fulltrúaþingi
félagsins sem streymt er á síðu þess
á Facebook. Niðurstöðurnar eru
mjög afgerandi:
Alls svöruðu 643 könnuninni. Af
þeim höfðu 82,27% áhuga á að skrá
sig í nýju námsbrautina. Í dag eru
alls um 2.200 sjúkraliðar starfandi
í greininni. Merkasta niðurstaðan
var því að næstum fjórðungur
þeirra lýsti áhuga á að efla sig í starfi
með 60 ECTS eininga diplómanámi.
Innan stéttarinnar er uppsöfnuð
löngun eftir aukinni menntun. Í
könnuninni birtist hún í að 65,79%
svarenda vilja helst hefja námið
strax á næsta ári. Sami vilji til
mennta og framfara í starfi endur-
speglast í því að ár hvert skrá sig á
sjöunda hundrað sjúkraliða í sér-
hæfð námskeið hjá símenntunar-
stöðinni Framvegis.
Úr könnuninni má jafnframt
lesa að hátt hlutfall sjúkraliða, eða
55,37%, telur eftirsóknarvert að eiga
kost á nokkurra vikna undirbún-
ingsnámi. Mestur áhugi var á að efla
sig í faglegri ensku og tölvufærni.
Samfélagssviðin heilla
Í könnuninni var spurt á hvaða
hjúkrunarsviðum sjúkraliðar vilja
helst sérhæfa sig. Langmestur áhugi
reyndist vera á öldrunarhjúkrun,
heilsugæslu og heimahjúkrun.
Alls vilja 41,84% mennta sig á þeim
sviðum. Næstvinsælast er geð- og
samfélagshjúkrun, en 21,77% vilja
búa sig undir þess háttar hjúkrunar-
þjónustu. Áhugi á öðrum sviðum
skoraði lægra.
Af sjúkraliðum sem hafa áhuga
á háskólanámi í greininni hafa
38,41% stúdentspróf. Næstum fjórð-
ungur þeirra, eða 9,18%, hafa lokið
háskólanámi í öðrum greinum. Þess
má geta að í dag útskrifast sjúkra-
liðar með svipaðan fjölda fram-
haldsskólaeininga og þeir sem hafa
almennt stúdentspróf. Á framhalds-
skólastiginu taka hins vegar sjúkra-
liðarnir sterkan grunnkjarna úr
heilbrigðistengdum greinum. Þeir
hafa að því leytinu betri undirbún-
ing fyrir sjúkraliðanám á háskóla-
stigi en ætla má að almennt stúd-
entspróf veiti. Sjúkraliðafélagið
stefnir að því að allir félagsmenn
með starfsleyfi frá Embætti land-
læknis séu gjaldgengir í námið.
Athyglisverðar niðurstöður birt-
ust einnig í tengslum starfsaldurs
og áhuga á háskólanámi. Mestur
áhugi reyndist meðal þeirra sem
hafa unnið skemur en fimm ár
í greininni. Úr þeim hópi koma
31,57% áhugasamra sjúkraliða. Ætla
má að það séu yngstu aldursflokkar
stéttarinnar.
Enn athyglisverðara er þó að
jafnstórt hlutfall – 31,1% – kemur úr
röðum þeirra sem hafa starfað sem
sjúkraliðar í meira en 10 ár. Næstum
þriðjungur þeirra, 9,64%, hefur
starfað í greininni í 20 ár eða lengur.
Sjúkraliðar – vannýtt auðlind
Einbeittur vilji til að bæta færni í
starfi með aukinni þekkingu, ein-
kennir stéttina. Hann birtist í því
háa hlutfalli sjúkraliða sem ár hvert
lýkur sérhæfðum námskeiðum
hjá símenntunarstöðinni Fram-
vegis. Önnur birtingarmynd er
sú staðreynd að fjórðungur starf-
andi sjúkraliða er áhugasamur um
háskólanám í greininni.
Aukið menntastig sjúkraliða
hefur hins vegar ekki verið metið
að verðleikum. Stjórnendur í heil-
brigðiskerfinu hafa ekki svarað því
með nýjum starfsleiðum og aukinni
ábyrgð. Þeir sem efast um það ættu
að lesa skýrslu Arnrúnar Höllu Arn-
órsdóttur frá febrúar 2019 um „Fag-
nám á háskólastigi fyrir sjúkraliða.“
Betri nýting á menntun og sér-
hæfingu sjúkraliða á ákveðnum
sviðum, er eitt af svörunum við
mönnunarvandanum sem blasir við
kerfinu. Stjórnendur verða að skilja
að aukinni menntun stéttarinnar
verður að svara með því að fela
henni aukna ábyrgð og gefa sjúkra-
liðum tækifæri á auknum starfs-
frama. Þannig er hægt að frelsa
kraftinn sem býr í sjúkraliðum og
kerfið nýtir ekki í dag.
Sjúkraliðar vilja í háskólanám
Sandra B.
Franks
formaður
Sjúkraliða-
félagsins Betri nýting á menntun og
sérhæfingu sjúkraliða á
ákveðnum sviðum er eitt af
svörunum við mönnunar-
vandanum sem blasir við
kerfinu.
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð