Fréttablaðið - 10.09.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 10.09.2020, Síða 24
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Í nýja húsnæðinu, sem stefnt er að því að opna í lok mánaðar-ins, verður nóg pláss. Þar eru tvær um það bil 50 m2 tómstunda- stofur. Önnur er hugsuð fyrir létta handavinnu og föndur, en hin er hugsuð fyrir yngri kynslóðina þar sem verða sófar, fótboltaspil, þythokkí og önnur af þreying. Auk þess er þar samkomusalur sem má skipta í tvennt. Sem lítill rúmar salurinn 40 manns, en í fullri notkun komast 200 manns þar inn. Salurinn er hugsaður fyrir kirkjulegar athafnir eins og sam- komur á sunnudögum, giftingar, jarðarfarir og fermingar. Hann hentar einnig vel fyrir tónleika- hald og hægt verður að leigja hann út fyrir veislur og ráðstefnur. Hjördís Kristinsdóttir, ein fjög- urra foringja í Reykjavíkurteymi Hjálpræðishersins, segir að það hafi fyrir löngu verið tímabært að fá stærra húsnæði undir starfsemi Hjálpræðishersins. „Nýja húsið er byggt sérstak- lega utan um okkar starf. Hús- næðið sem við höfum verið í niðri í Mjódd er löngu sprungið. Þar er bara einn salur, sem er í raun mjög lítill fyrir allt það fólk sem hefur verið að koma til okkar,“ segir hún. Þegar komið er inn í húsið er gengið inn í kaffihús sem verður opið fyrir almenning. Hjördís segir þá hugmynd hafa komið upp að fólk geti borgað fyrir tvo á kaffihúsinu. Þetta verði kaffihús þar sem hægt sé að láta gott af sér leiða. Þannig þarf fólk með lítið á milli handanna ekki að borga, Nýja húsið er einstaklega fallegt en það er sérhannað fyrir hina fjölbreyttu starfsemi Hjálpræðishersins. Stefnt er að því að starfsemi hefjist í húsinu innan skamms. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Í húsinu munu fara fram kirkju- legar athafnir auk fjölbreytts félagsstarfs og hjálparstarfs. Verið er að leggja lokahönd á húsið að innan. Þar verður meðal annars kaffi- hús, samkomusalur, tómstundaherbergi og verslun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Framhald af forsíðu ➛ Nýja húsið býður upp á aukna möguleika á fjölbreyttu starfi fyrir ýmiss konar hópa. Hjördís Kristinsdóttir en þau sem hafa efni á því geta borgað fyrir tvo ef þau vilja. Á sömu hæð eru tómstunda- stofurnar og samkomusalurinn. Þegar komið er inn í enda hússins er komið inn í rými sem er kallað velferðarstofan. Þar er sérinngang- ur sem má nýta ef þess þarf. „Þar tökum við á móti fólki sem sækir um mataraðstoð hjá okkur og þar er hægt að komast í sturtu og þvo af sér föt,“ útskýrir Hjördís. Hjördís segir að í velferðar- stofunni sé einnig hægt að setjast niður og fá sér að borða ef fólk er ekki í ástandi, eða treystir sér ekki, til að vera á almennu kaffihúsi. „Það er samt auðvitað val. Það eru allir velkomnir á kaffihúsið okkar,“ tekur hún fram. Á efri hæð hússins eru skrif- stofur og fundarsalur, en í húsinu er einnig 400 fermetra verslunar- rými, en Hjördís segir að ekki sé búið að ákveða endanlega hvers konar verslun verður þar. Fjölbreytt starfsemi allt árið Hjálpræðisherinn er á þremur stöðum á landinu. Í Reykjavík, Reykjanesbæ og á Akureyri. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi allan ársins hring. Öflugt velferðarstarf, barna- og unglingastarf, félags- starf og kirkjustarf. Nýja húsið býður upp á aukna möguleika á fjölbreyttu starfi fyrir ýmiss konar hópa. „Við erum með spilakvöld þar sem fólk kemur saman að spila borðspil. Okkur langar að hafa „open mic“ á kaffihúsinu okkar á föstudagskvöldum og höfða þannig til unga fólksins, en við erum með edrú kaffihús þar sem ekki eru nein vímuefni í okkar húsnæði. Svo er hér velferðar- starf eins og opið hús þar sem fólk getur komið að borða, matarað- stoð og fleira, en fólk af ýmsum þjóðernum sækir það starf. Einnig verðum við með jólaboðin okkar í salnum. Það komast allir fyrir þar og við þurfum því ekki lengur að finna annað húsnæði fyrir þau,“ segir Hjördís. „En við erum líka kirkja og þess vegna er líka almennt kirkjustarf í húsinu. Allt sem fólk þekkir úr venjulegum kirkjum er líka að finna í Hjálpræðishernum.“ Við óskum Hjálpræðishernum innilega til hamingju með nýtt og glæsilegt húsnæði. Takk fyrir ánægjulegt samstarf! XXXXXXXXXXXXXXXXXXXX 2 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RHJÁLPRÆÐISHERINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.