Fréttablaðið - 10.09.2020, Síða 25

Fréttablaðið - 10.09.2020, Síða 25
KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 HJÁLPRÆÐISHERINN Sjálfboðaliðar óskast! Ýmis verkefni. Velferðarstarf Barna- og unglingastarf Hertex, fata- og nytjamarkaður Sjálfboðaliðanámskeið Reykjavík, Suðurlandsbraut 72: 24. sept. kl. 18:30 (á íslensku) 29. sept. kl. 18:30 (á ensku) Reykjanesbæ, Flugvallarbraut 730: 22. sept. kl. 18:30 (á íslensku) Við óskum Hjálpræðishernum innilega til hamingju með nýtt og glæsilegt húsnæði Rafþjónustan Undirstaðan í allri starfsemi og þjónustu Hersins felst í að breiða út kristilegan boðskap þar sem kærleikur og mannvirðing eru í hávegum höfð. Markmið starfsemi barna- og unglingastarfs Hjálpræðishersins er að mæta þeirri þörf sem er í samfélaginu hverju sinni. Máltíðin mikilvæg Meðal þess sem nú er boðið upp á er „Opið hús“, þar sem börnum gefst kostur á að fá heita máltíð, og aðstoð við heimanám, þar sem létt er undan álagi á barnafjölskyldur og þeim gert kleift að njóta fleiri gæðastunda saman. Opnu húsin eru ekki með sama sniði í Reykjavík og á Akureyri. Á Akureyri er það fyrir börn á grunnskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Markmiðið er að koma til móts við fjölskyldur með börn sem eru á grunnskólaaldri og létta undir álaginu sem fylgir gjarnan hversdagslífinu og ekki síst hinum alræmda úlfatíma. Þar er boðið upp á heitan mat og gefst fjölskyldum því kostur á að eiga saman afslappaða gæðastund. Í Reykjavík er opna húsið hugsað fyrir börn og unglinga, frá 4. bekk og upp úr. Þar er vel tekið á móti börnunum, skipulögð dagskrá með leikjum og ýmsu skemmti- legu auk þess sem allir sem það vilja fá svo heita máltíð. Aðstoð við heimanám Börnum og unglingum stendur þá til boða að fá aðstoð við heima- nám í Hjálpræðishernum í Reykja- vík og er sú þjónusta ætluð öllum börnum sama á hvaða námsstigi, og fer hún fram tvisvar í viku. Mörg börn búa við aðstæður þar sem enginn heima getur aðstoðað, eða foreldrarnir eru svo önnum kafnir að gæðastundirnar glatast, á kostnað togstreitunnar sem fylgt getur heimalærdómi. Úrræði af þessu tagi getur því bersýnilega haft veruleg áhrif á velferð fjölda barna og fjölskyldna þeirra. Starfinu sinna sjálf boðaliðar á öllum aldri, margir kennara- menntaðir og jafnvel komnir á eftirlaun. Þá er stefnt að sam- starfi við Háskóla Íslands, þar sem háskólanemendur koma að verkefninu. Þessi þjónusta hefur til dæmis reynst afar vel í Breiðholti þar sem margir íbúar eru af erlendum uppruna og foreldrar oft með takmarkaða íslenskukunnáttu. Herinn leggur ríka áherslu á að veita þessum hópi sérstakan stuðning, en það getur verið snúið fyrir erlenda foreldra að hjálpa til með íslenskt heimanám. Föndur og fermingar Annað framtak sem hefur hlotið góðar undirtektir er hin svokall- aða „Messy Church“ eða föndur- kirkja, sem er einu sinni í mánuði og er hugsuð fyrir alla fjölskylduna að koma og gera eitthvað saman. Þar er lesin Biblíusaga og svo föndrað út frá henni á skapandi og fræðandi hátt. Að lokum er boðið upp á máltíð. Þá er einnig hægt að fermast í Hjálpræðishernum, en þar er boðið upp á fermingarfræðslu sem er sambærileg þeirri sem fram fer í Fjölskyldustarf á hærra plani Barna- og unglingastarf Hjálpræðishersins, BUH, er fjölbreytt og öflugt. Auk hefðbundins æsku- lýðsstarfs er boðið upp á ýmsa þjónustu sem miðar að því að styðja við börn og fjölskyldur. Hvað er Hjálpræðisherinn fyrir þér? Hér deila fjórir einstaklingar sinni upplifun af því að taka þátt í barna- og unglingastarfi Hjálp- ræðishersins. Aníta, móðir sem á börn í starfinu: „Hjálpræðisher- inn er staður sem hefur skapað tæki- færi til að eiga gæðastundir með fjölskyldunni, kynnast fjölbreyttu fólki í sam- félaginu og láta gott af sér leiða á sama tíma.“ Fatima, þátttakandi í unglinga- starfi: „Það er staður þar sem ég og vinir mín- ir hittast eftir hljómsveit- aræfingu hjá mér. Við spilum, syngjum, gerum TikTok, horfum á bíómyndir og leikum okkur saman. Linda Björk, Didda, Almar, Hjördís, Valborg, Viktoría og Andrea eru ótrúlega skemmtileg og bjóða alla vel- komna.“ Almar Ingi, leiðtogi í BUH: „Fyrir mér er Hjálpræðis- herinn seinna heimilið mitt. Staður sem er ávallt til staðar, sama hvað er í gangi hjá manni. Mjög þakk- látur að hafa á sínum tíma mætt í sunnudaga skóla og hef verið í Hjálpræðishernum síðan. Hjálp- ræðisherinn er og verður alltaf hluti af mér og staður sem hefur hjálpað mér að vaxa sem manneskja.“ Viktor, þátt- takandi í unglingastarfi: „Hjálpræðis- herinn er frábær staður sem ég og vinir mínir förum á. Þar er geggjaður matur og manni líður æðislega vel, alltaf fullt að gera, alls konar leikir og margt annað. Starfsfólkið er yndislegt og tekur alltaf vel á móti manni, svolítið eins og stór systkini. Ég hlakka til allra miðvikudaga, því þá veit ég að það er Hjálpræðisherinn.“ Það hefur reynst afar vel að bjóða upp á heita máltíð í barnastarfi Hjálpræðis- hersins. Það er alltaf nóg um að vera í barna- og unglingastarfi Hjálpræðishersins. Markmiðið er að koma til móts við fjölskyldur með börn sem eru á grunnskóla- aldri og létta undir álaginu sem fylgir gjarn- an hversdagslífinu og ekki síst hinum alræmda úlfatíma. til dæmis Þjóðkirkjunni. Á haustin fara svo fermingarbörnin í ferð til Noregs í viku, en Hjálpræðis- herinn á Íslandi tilheyrir sama umdæmi og Hjálpræðisherinn í Noregi og Færeyjum. Á haustin hefjast svo foreldramorgnar ásamt viðburðum af ýmsu tagi. Í barna- og unglingastarfinu eru öll börn velkomin og eru mörg dæmi þess að börn sem finni sig ekki í annars konar tómstundum, íþróttum eða félagsmiðstöðvum, finni sig loks þar. Í starfinu fá börn óskipta athygli ásamt því að fá að vera þau sjálf, hitta vini sína, leika eða slappa af, en stundum bjóða fjölskylduaðstæður því miður ekki upp á það. Barna- og unglingastarf Hjálp- ræðishersins er starfrækt í Reykja- vík, á Akureyri og í Reykjanesbæ, en í Reykjanesbæ mun Hjálp- ræðisherinn hefja samstarf við KFUM og KFUK um unglingastarf á Ásbrú. Nálgast má frekari upp- lýsingar og dagskrá á heimasíðu Hjálpræðishersins, herinn.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.