Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2020, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 10.09.2020, Qupperneq 42
SVO ÞRÓAÐIST ÞETTA ÁFRAM OG ÉG SÓTTI UM Í ICELAND GOT TALENT. ÉG KOMST INN OG Í ÚTSENDINGU. NEMA SVO FÉKK ÉG NEI FRÁ BUBBA, ÞESS VEGNA ERUM VIÐ EKKI VINIR Í DAG. Barþjónninn og tón-listarmaðurinn Teitur R idder ma n S c iöt h heldur vinsæl karókí-kvöld alla fimmtudaga á skemmtist aðnum Miami, þar sem hann gengur undir listamannsnafninu Teitur Riddari. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir líf lega og skemmtilega fram- komu, en hann algjörlega elskar það að koma fram. Hann segist hafa náð að sameina sín helstu áhugamál í barþjónastarfinu: góða kokteila og að skemmta fólki. Hann hefur verið furðu lengi í bransanum þrátt fyrir aldur, en hann er 27 ára gamall. „Ég byrjaði fyrir meira en áratug. Um leið og ég byrjaði í menntaskóla langaði mig að verða kokkur. Ég byrjaði á Grillinu og sótti um samn- ing þar. Ég fékk þá smá svona upp- lifunina af því að vinna í eldhúsi. En ég fílaði það svo ekki, mér fannst ég þurfa að vera meira í kringum fólk, meira í sviðsljósinu. Ég er dálítið þannig týpa, ég þarf þessa athygli,“ segir Teitur hlæjandi. Innblásinn af teiknimyndum Hann hafi því ákveðið að færa sig yfir í það að starfa sem þjónn á veit- ingastaðnum Höfninni við Reykja- víkurhöfn. „Það er í raun þar sem þetta allt byrjaði. Þegar ég var 16 ára byrja ég þar. Fyrst um sinn er ég bara að þjóna, ég fer ekki beint í að vinna á barnum. En áhuginn kviknar þar og reyndar líka í gegnum japanska teiknimyndaseríu sem heitir Bar- tender. Hún snýst um hvað bar- þjónninn er mikilvægur. Hann er sálfræðingur, hann spjallar við fólkið ásamt því að skemmta því og reiða fram drykki. Mér fannst það svo áhugavert og barþjónastarfið þá einhvern veginn einmitt ná að sameina mín helstu áhugamál,“ segir hann. Hann fór því næst að vinna á Slippbarnum, þar sem hann segist hafa virkilega náð að fóta sig og finna sig sem barþjónn í fyrsta sinn. „Það er mitt svona alvöru gigg. Þar á undan hafði ég samt unnið á 101 Hóteli. Það er í raun enginn sérstakur skóli fyrir barþjónninn en mörg og góð námskeið, eins og European Bartender School. Ég tók það námskeið í Tælandi árið 2012. Hérna á Íslandi lærir maður mest bara af reynslunni, en þetta er ekki einhver háskólagráða.“ Húðflúr í stíl Teitur f lutti því næst með vini sínum Helga Aroni Ágústssyni til Þýskalands, þar sem þeir fengu vinnu á bar. „Síðan flyt ég aftur heim og byrja á ný á Slippbarnum. Meistarinn minn, eins og ég kalla hann, Ásgeir Már Björnsson, kennir mér mest allt af því sem ég kann þar. Ég er honum afskaplega þakklátur, svona fyrir allt það sem hann gerði og kenndi mér.“ Barþjónninn knái skartar forláta húðflúri af f lamingófugli í kokteil- glasi á handleggnum. „Við teymið í kringum Pablo Dis- cobar, ákváðum eftir að hafa komist langt í alþjóðlegri samkeppni um besta barinn, að fá okkur tattú í stíl. Svona aðeins upp á móralinn og heildina, þjappa liðinu saman og tengja á þennan hátt. Þetta var auðvitað mín hugmynd. Við vorum ánægðir með gengið í keppninni og fannst kjörið að fagna því á þennan máta,“ Draumurinn er Eurovision Tónlistin var stórt áhugamál Teits alveg frá því menntaskóla, en hann syngur og spilar á gítar. „Ég stefndi alltaf á það að verða tónlistarmaður. Ég var mikið að syngja, mikið til dæmis að trúbador ast á þessum tíma. Bara úti um allt, mér var aldrei borgað fyrir það. Svo þróaðist þetta áfram og ég sótti um í Iceland Got Talent. Ég komst inn og í útsendingu. Nema svo fékk ég nei frá Bubba, þess vegna erum við ekki vinir í dag,“ segir hann hlæjandi. Hann segist hafa verið nokkuð sár við við Bubba og ætlað að senda honum línu á Facebook. „En samt, á sama tíma var þetta ekkert mín besta framkoma. Maður fer þarna á sviðið fyrir framan fullt af áhorfendum og er alveg einn svona í fyrsta sinn. Þannig að ég skil þetta alveg. Ég bætti honum við sem vini og hann samþykkti mig um leið. En ég sendi honum aldrei neitt en nýt þess að fylgjast með status- unum hans,“ segir Teitur. Teitur lét ekki staðar numið eftir að hafa fengið að upplifa vott af frægðinni og glamúrlífinu sem fylgir raunveruleikasjónvarpi. Því var ekkert í stöðunni annað en að sækja um í The Voice. „Komst þar líka inn og var í útsendingu og allt, en datt út í fyrstu umferð. Ég er alveg stoltur af því að hafa gert þetta. Maður fær þarna tækifæri í sviðsljósinu að vissu leyti.“ Teitur sendi inn Eurovision lag í undankeppnina í fyrra en náði ekki inn í það skiptið. Hann lætur það ekki stoppa sig og ætlar hreinlega að halda áfram að senda inn lög þar til hann kemst inn. „Lagið gerði ég með Seth Sharp. Mér fannst lagið mjög gott en vantaði vissulega kannski aðeins upp á vinnsluna. Við ætlum klár- lega að senda inn næst og ég mun ekki hætta fyrr en ég fær að keppa í Eurovision. Ég algjörlega elska þessa keppni, ég er smá svona eins og krakkinn í Eurovision-myndinni. Ég man svo innilega eftir því þegar Selma var í öðru sæti, það er bara mjög stór minning úr minni æsku, hvað allir voru glaðir og það var gaman,“ segir hann. Tónlistin og fjörið Karókí hefur lengi verið áhugamál Teits, sem byrjaði fyrst að stunda það fyrir alvöru á Glaumbar á sínum tíma. „Mér hefur einfaldlega bara alltaf þótt svo gaman að syngja og koma fram. Það er í raun það sem veitir mér hamingju, að syngja fyrir framan fólk sem klappar og er í stuði. Það er bara besta tilfinn- ing í heimi. En barþjónamennskan hefur líka veitt mér svipaða gleði og þessi tvö áhugamál blandast mjög vel saman.“ Hann segir það alveg opið hvort hann gefi eitthvað út á næstunni. „Það er svo sem nóg að gera í öllu hinu. Ég syng bæði á ensku og íslensku, en hef enn sem komið er ekki gefið neitt út. En maður er alveg með efni sem vonandi kemur út síðar. Þetta hefur samt alltaf verið draumurinn, frá því ég man eftir mér. Tónlistin heldur mér gangandi. Tónlistin og fjörið.“ Teit hafði lengi langað að byrja með karókíkvöld og þá reyna að vanda til verksins og einblína á hluti sem honum sjálfum fannst vanta upp á á slíkum kvöldum. „Mér hafði alltaf fundist eitt- hvað vanta, til dæmis ekki nógu gott hljóðkerfi eða bara almennt ekki nægilegt stuð í gangi. Þannig að ég bara kom með hugmyndina til eigenda Miami og að vera með alvöru hljóðkerfi. Mér finnst þetta líka ekki snúast um hvað þú ert góður söngvari. Þetta snýst um að fara upp á svið, líða vel og fá að koma fram. Að fá klappið og „kick“- ið. Þess vegna reyni ég svo mikið að peppa það að allir hafi gaman. Fólk þarf að hafa gaman, þetta snýst allt um það,“ segir Teitur. Undanfarið hefur Teitur starfað á einu glæsilegast hóteli landsins, Deplar farm. „Það var æðislegt tækifæri fyrir mig og hefur verið einstök lífs- reynsla. Þar hefur maður hitt margar stórstjörnur en maður er náttúrulega bundinn ákveðinni þagnarskyldu þannig að ég fer ekki nánar út í það. Þú nærð engu upp úr mér með það,“ segir hann brosandi. Karókíkvöld Teits Riddara fara fram alla fimmtudaga á Miami við Hverfisgötu. steingerdur@frettabladid.is Tónlistin heldur mér gangandi Teitur Riddari heldur úti karókíkvöldum á skemmtistaðnum Miami. Hann hefur vakið athygli fyrir skemmtilega framkomu. Hann tók þátt í Iceland Got Talent og The Voice, en draumurinn er þátttaka í Eurovision. Teitur segist hafa náð að sameina sín helstu áhuga- mál, kokteila og það að skemmta fólki, í barþjónastarf- inu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.