Fréttablaðið - 10.09.2020, Síða 43
MJÓLKURBIKAR KARLA
8 LIÐA ÚRSLIT
FIMMTUDAG 16:15
Tryggðu þér áskrift í dag á stod2.is
FIMMTUDAG 19:00
FIMMTUDAG 19:05
Ljósmyndarinn Brynjar Snær Þrastarson hefur myndað íslensku lista-senuna í um áratug. Þá lauk hann námi í ljós-myndun og hefur alltaf
haft mestan áhuga á að mynda
fólk, þá sérstaklega listafólk. Hann
á margar skemmtilegar og góðar
minningar frá starfinu, en nú stend-
ur yfir stór sýning á verkum hans
frá upphafi í skemmtilegu rými við
Laugaveg 7.
Eftirminnileg taka
„Þetta er fyrsta stóra einkasýningin
mín, en ég hef áður tekið þátt í sam-
sýningum,“ segir Brynjar.
Inntur eftir því hvort eitthvert
viðfangsefni standi upp úr fyrir
honum, nefnir Brynjar um leið Vig-
dísi Finnbogadóttur fyrrverandi
forseta.
„Já, það var eftirminnileg mynda-
taka. Mér tókst að brjóta stól sem
var gjöf til Vigdísar frá forseta Tyrk-
lands. Ég stóð uppi á stól að taka
myndir heima hjá henni. Svo heyr-
ist allt í einu brak. Ég horfi framan í
Vigdísi alveg skelkaður. Hún brosir
bara og segir „Blessaður, Brynjar
minn, það hefur alltaf verið vesen
á þessum stól.“
Edda og Bill
Hann segir það ekki síður eftir-
minnilegt þegar hann fékk að
mynda stórleikarann Bill Murray í
Hörpu, en hann var þá með tónleika
á landinu. Hann hafi byrjað að ræða
við Bill um myndina Quick Change,
sem Brynjar heldur mikið upp á.
„Ég talaði við hann í dágóða stund
og ákveð svo að kynna hann fyrir
Eddu Björgvinsdóttur leikkonu og
vinkonu minni. Ég tók þau í smá
rúnt um Hörpuna og tók myndir
af þeim. Ég vildi endilega ná mynd
af þeim Eddu saman, þar sem hún
er svona íslenski Bill Murray,“ segir
Brynjar og hlær. Hann segir Bill vera
hinn viðkunnanlegasta mann.
Br ynjar hefur líka myndað
hljómsveitirnar Wu-Tang Clan og
Public Enemy og segir tökuna með
þeim síðarnefndu hafa verið afar
sérstaka lífsreynslu.
„Þeir eru náttúrulega með heilt
teymi af öryggisvörðum og svo fékk
ég að vera uppi á sviði með þeim að
mynda. Það er mjög sjaldgæft.“
Lítið í náttúrulífsmyndum
Manneskjan er uppáhaldsviðfangs-
efni Brynjars, sem er lítið í nátt-
úrulífsmyndum eða öðru svipuðu.
Þekkt fólk er áberandi á myndum
Brynjars, sem saman sýna einnig
góðan þverskurð af miðbæjarsen-
unni í Reykjavík.
„Ég hef til dæmis myndað marga
plötusnúða og listamenn hérna
í miðbænum. Ég hef áhuga á að
mynda áhugavert og skemmtilegt
fólk.“
Árið 2013 gaf Brynjar út bókina
Boston/Reykjavík, sem sý ndi
fastagesti skemmtistaðarins sál-
uga, Boston. Þá var mikil gróska
og staðurinn vinsæll meðal lista-
manna í kjölfar lokunar skemmti-
staðarins Sirkuss.
„Þar héngu allir listamennirnir
fyrst, það breyttist þó aðeins með
tímanum,“ segir hann.
Brynjar er duglegur að bæta á
sýninguna jafnóðum því af mörgu
er að taka. Sýningin stendur yfir út
mánuðinn.
steingerdur@frettabladid.is
Fangaði augnablik
Eddu og Bill Murray
Brynjar Snær Þrastarson stendur nú fyrir ljómyndasýningu á
Laugarvegi. Hann hefur myndað ófáa þekkta íslendinga og fólk í
listasenunni hérlendis, heimþekktan grínista og hljómsveitir.
Brynjar hefur beint linsunni að íslensku listasenunni í rúman áratug og hefur af nógu að taka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Brynjar Snær greip tækifærið og kynnti Eddu Björgvinsdóttur og Bill Murray
og festi þau síðan saman á filmu á göngum Hörpu. MYND/BRYNJAR SNÆR
ÉG VILDI ENDILEGA NÁ
MYND AF ÞEIM EDDU
SAMAN, ÞAR SEM HÚN ER SVONA
ÍSLENSKI BILL MURRAY.
FRÉTTIR, FÓLK &
MENNING
á Hringbraut
L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29F I M M T U D A G U R 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0