Fréttablaðið - 17.09.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 17.09.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 1 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 fermingargjafir frábærar í úrvali... Krakkarnir í sjöunda bekk Kársnesskóla í Kópavogi fögnuðu degi íslenskrar náttúru í gær. Leituðu þau að furðuverum í fjörunni og gerðu skúlptúra úr þara. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NETÖRYGGI Svokölluð ástarsvik hafa verið að færast í vöxt undan- farna mánuði og konur eru í aukn- um mæli orðin fórnarlömb þeirra. Um er að ræða tegund svika þar sem svikahrapparnir spila inn á tilfinningar fórnarlambsins og oft býr mikil vinna að baki. „Þetta eru úthugsuð svik og við sjáum dæmi þess að undirbúningur þeirra hefur staðið yfir í langan tíma,“ segir Her- mann Snorrason, sérfræðingur hjá Landsbankanum. Undirbúningur svikahrappanna felst í því að vera með mjög sann- færandi síður á samfélagsmiðlum með fjölskyldumyndum og öðrum upplýsingum. Þá grafa svikahrapp- arnir upp margs konar upplýsingar um fórnarlömbin sem þeir reyna að nýta sér, til dæmis sára reynslu eins og makamissi eða skilnað. Landsbankinn hóf að skilgreina ástarsvik sérstaklega árið 2017 og síðan þá hafa 48 tilvik ástarsvika gegn viðskiptavinum verið skráð. „Fyrstu átta mánuði ársins 2020 eru tilvikin orðin fleiri en allt árið 2019. Þá sjáum við líka að f leiri konur eru að verða fyrir barðinu á slíkum svikum en áður voru karlar á sextugs- og sjötugsaldri í miklum meirihluta.“ Að sögn Hermanns er þó viðbúið að tilvikin séu mun fleiri. „Það sem einkennir þessi svik er sú gríðarlega skömm sem fórnarlömbin upplifa yfir því að hafa verið blekkt með þessum hætti. Okkur grunar því að tilvikin séu mun fleiri en fólk veigri sér við að tilkynna þau.“ Tjón viðskiptavina bankans hlaupi á tugum milljóna króna og mikilvægt sé að viðskiptavinir séu meðvitaðir um hættuna. „Þessi svik fylgja oft svipuðum handritum og því vonumst við til að geta snúið þessari þróun við með upplýsing- um og fræðslu,“ segir Hermann. – bþ Ástarsvik færast í vöxt Svikum þar sem svikahrappar herja á fórnarlömb í viðkvæmri stöðu hefur fjölgað töluvert. Tjón viðskiptavina Landsbankans nemur tugum milljóna. Hermann Snorrason HEILBRIGÐISMÁL Sjúkraliðafélag Íslands er á leið í átak þar sem barist verður gegn því að heilbrigðisstofn- anir ráði til sín ófaglært starfsfólk í störf sjúkraliða. Fram kom í máli Söndru B. Franks, formanns Sjúkraliðafélags Íslands, á fulltrúaþingi Sjúkra- liðafélagsins, að þörf væri á f leiri sjúkraliðum og tækifæri væru til þróunar í starfi. Sandra segir stjórnendur, til dæmis hjúkrunarheimila, vel vita af því að bannað sé að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönn- unar- og hjúkrunarstarfa, nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkra- liðum. „Stofnanir eru mögulega að reyna að spara við sig með því að ráða ódýrara vinnuaf l, en þær mega það ekki nema búið sé að reyna til þrautar að fá sjúkraliða. Við þurfum að tryggja að þetta verði aldrei gert.“ – ab / sjá síðu 6 Sjúkraliðar ætla í átaksverkefni STJÓRNMÁL Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt framboð sitt til varaformanns sem kjörinn verður á landsfundi flokksins í nóvember. Sitjandi varaformaður flokksins, Heiða Björg Hilmisdóttir borgar- fulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, hefur ekki gefið annað til kynna en hún hyggist gegna embættinu áfram og að óbreyttu verður kosið milli þeirra tveggja á landsfundinum. Helga segir varaformanninn gegna mikilvægu hlutverki við að efla liðsheildina og þjappa flokks- fólki saman í vetur. – aá / sjá síðu 4 Helga Vala sækir fram í flokknum Helga Vala Helgadóttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.