Fréttablaðið - 17.09.2020, Side 4

Fréttablaðið - 17.09.2020, Side 4
Þegar fólk er búið að venja sig á slæma líkamsstöðu þá getur það verið óafturkræft nema það þjálfi sig upp að nýju. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari Lögreglan segir formlega leit ekki hafna. Að óbreyttu mun valið standa milli Helgu Völu og Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sitjandi varaformanns. jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND 40” BREYTTUR 35” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® WRANGLER RUBICON – VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. • BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF • SELECT-TRAC® MILLIKASSI • TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® WRANGLER BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ HEILBRIGÐISMÁL „Það er meira að gera núna en var í september í fyrra, þá var reyndar líka mikið að gera,“ segir Gauti Grétarsson sjúkraþjálf- ari. Hann segir að fjölgun þeirra sem leiti til sjúkraþjálfara nú megi að miklu leyti rekja til COVID-19 faraldursins og afleiðinga hans. Skipta má þeim sem leita til sjúkraþjálfara af völdum COVID- 19 í fimm hópa. „Þeir sem hafa orðið veikir af COVID geta glímt við stoð- kerfisvandamál sem rekja má til lungnabólgunnar og að hafa legið í rúminu í tvær til fjórar vikur. Þegar fólk er búið að ná sér af sýkingunni þá vill það byrja á sama stað aftur,“ segir Gauti. Nefnir hann sem dæmi einstak- ling sem stundaði hlaup áður en hann veiktist. „Hann byrjar að hlaupa eins og hann gerði áður en hann veiktist. Það þarf að byrja á núllpunkti. Það tekur þrjár vikur að ná sér eftir eina viku uppi í rúmi. Það getur tekið rúmar níu vikur fyrir einhvern sem var rúmliggjandi í þrjár vikur að ná sér upp í sama form og áður. Það er hópur sem rekur sig á vegg með því að fara of geyst af stað.“ Ýmis þreytueinkenni geta komið upp og verkir í stoðkerf- inu, þá getur tekið talsverðan tíma að ná upp góðri lungnastarfsemi. Annar hópurinn er þeir sem hafa unnið heima í fjarvinnu við verri aðstæður en á vinnustaðnum, við það bætast gjarnan minni sam- skipti við aðra. „Aðstæðurnar geta verið mun verri heima fyrir, til dæmis hvað varðar líkamsstöðu,“ segir Gauti. „Þegar fólk er búið að venja sig á slæma líkamsstöðu getur það verið óafturkræft nema það þjálfi sig upp að nýju. Þegar maður er búinn að sitja eins klessa þá finnst manni það vera eðlilegt.“ Eru þá dæmi um að fólk finni fyrir verkjum, en tengi þá ekki við slæma líkamsstöðu. „Fólk kannski fær höfuðverki, bakverki eða verk í axlirnar út frá þessari röngu líkamsstöðu.“ Þá er hópurinn sem hefur misst vinnuna vegna efnahagsástands- ins tvískiptur. Annars vegar þeir sem hreyfa sig minna, sem glíma við sömu einkenni og þeir sem fóru í langa sjálfskipaða sóttkví vegna faraldursins, og hins vegar þeir sem fóru að hreyfa sig of mikið. „Þessir þrír hópar hafa allir þróað með sér ýmis álagseinkenni,“ útskýrir Gauti. „Það þarf að líta til allra þátta þegar kemur meðferðinni. Þeir sem hafa misst vinnuna hafa gjarnan áhyggjur af tekjum, andleg vellíðan hefur mikið að segja þegar kemur að líkamlegri líðan.“ arib@frettabladid.is Tengja ekki verki við ranga líkamsstöðu sína í fjarvinnu Þeim einstaklingum sem leita til sjúkraþjálfara hefur fjölgað undanfarið. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari segir að rekja megi fjölgunina til kórónaveirufaraldursins. Dæmi séu um að fólk finni fyrir stoðkerfis- verkjum en tengi þá ekki við ranga líkamsstöðu í fjarvinnu. Verkir í höfði, baki og öxlum eru algengir. LEIÐRÉTTING Í blaðinu í gær var rangt farið með nafn Ragnhildar Helgu Jónsdóttur, formanns Veiðifélags Andakílsár. Þá sagði að í óhappi á árinu 2017 hefðu fjögur til fimm þúsund rúmmetrar af seti borist í Andakílsá. Byggði það á fyrstu fréttum af málinu á sínum tíma. Ragnhildur segir að síðar hafi verið áætlað að magnið hafi verið 25 þúsund rúmmetrar. STJÓRNMÁL Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt framboð sitt til varaformanns sem kjörinn verður á landsfundi f lokksins í nóvember. Helga Vala segist finna síaukinn áhuga á Samfylkingunni og segir nýtt fólk á öllum aldri vera að ganga til liðs við flokkinn. Hún segir hlutverk varafor- manns afar mikilvægt, ekki síst til að þjappa flokksfólki saman og efla liðsheildina í aðdraganda kosninga. „Ég er þess fullviss að með því að koma samstíga og kjörkuð fram með skýra framtíðarsýn muni kjós- endur fela okkur í Samfylkingunni lyklana að stjórnarheimilinu,“ segir Helga Vala. Sitjandi varaformaður flokksins, Heiða Björg Hilmisdóttir borgar- fulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjavíkur, hefur ekki gefið annað til kynna en hún hyggist gegna emb- ættinu áfram og að óbreyttu verður kosið milli þeirra á landsfundinum. Heiða Björg var kjörin í embættið á fundi f lokksins í febrúar 2017 og endurkjörin á landsfundi ári síðar. Helga Vala var fyrst kjörin á þing í síðustu alþingiskosningum árið 2017 en hún leiddi lista f lokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún hefur þó verið virk í starfi Sam- fylkingarinnar um árabil og var formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík árin 2008 til 2010. Helga Vala var formaður stjórn- sk ipunar- og ef tirlitsnef ndar Alþingis á fyrri hluta kjörtíma- bilsins en gegnir nú formennsku í velferðarnefnd þingsins. – aá Helga Vala býður sig fram til varaformennsku í Samfylkingunni Helga Vala Helgadóttir alþingis- maður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Slæm líkamsstaða í fjarvinnu getur orsakað verki sem erfitt er að losna við nema með þjálfun. MYND/GETTY ÚTLENDINGAMÁL Egypska f jöl- skyldan sem vísa átti úr landi í gærmorgun var farin af dvalarstað sínum þegar lögreglan og fulltrúi barnaverndarnefndar mættu á staðinn til að fylgja þeim í Leifs- stöð. Þaðan átti að f ljúga með þau til Amsterdam og síðan Kaíró. Ekki þótti ástæða til að hafa gæslu við dvalarstaðinn til þess að tryggja að þau yrðu á staðnum. Lögreglan segir að formleg leit sé ekki hafin en verk- beiðni Útlendingastofnunar um brottvísun sé ennþá í gildi. Magnús Davíð Norðdahl, lög- maður fjölskyldunnar, sagðist í gær ekki vita hvar fjölskyldan væri niðurkomin. Hann sagðist ekki hafa ráðlagt þeim að fara í felur fyrir laganna vörðum en hefði fullan skilning á að þau hefðu gert það í ljósi þess að þau óttast um líf sitt í Egyptalandi. Þau hefðu fram á síð- ustu stundu trúað því að ekki yrði af brottvísuninni. – khg Fjölskyldan ekki á staðnum Vísa átti fjölskyldunni úr landi í gærmorgun. MYND/AÐSEND 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.