Fréttablaðið - 17.09.2020, Síða 15

Fréttablaðið - 17.09.2020, Síða 15
Þorsteinn Pálsson Í síðasta mánuði birti Óli Björn Kárason alþingismaður grein í Morgunblaðinu undir fyrir- sögninni: Höfum við efni á þessu öllu? Þar er gagnrýnt að útgjöld opinbera kerfisins hafi aukist um 87 prósent á föstu verðlagi frá aldamótum. Þetta er ósanngjörn ádeila á þann flokk, sem ber mesta ábyrgð á þessari þróun, af því að viðmiðið er villandi. Þegar horft er á þjóðar- kökuna sést að stærð opinberu sneiðarinnar er óbreytt. Hún var 41,4 prósent um aldamótin og er nú 41,9 prósent. Þetta er sem sagt ekki vandinn. En á þessum tíma hafa aðrar skaðlegar kerfis- breytingar átt sér stað í þjóðar- búskapnum. Velferðarkerfið er reist á þremur stoðum: Ríkinu, sjálfstæðum sveitarfélögum og lögbundnum lífeyrissjóðum. Norræna velferðarkerfið byggir á þeirri einföldu hugmyndafræði að lögmál markaðarins ráði þróun atvinnulífsins og sköpun verð- mæta til þess að hún geti aftur staðið undir öflugasta velferðar- kerfi í heimi. Alvarlegir brestir eru hins vegar komnir í þessa miðju- hugmyndafræði hér á landi. Félagslegt fjármagn í lífeyris- sjóðum velferðarkerfisins er tvö- falt meira en öll árleg framleiðsla þjóðarbúsins og vex hröðum skrefum. Það er styrkleiki. Til þess að tryggja eðlilega áhættu- dreifingu og hindra bráða hættu á sjálfvirkum samruna lífeyrissjóða og ríkissjóðs í gegnumstreymis- kerfi þarf að mati hagfræðinga að fjárfesta meiri hluta lífeyrissparn- aðarins erlendis. Það er aftur á móti ekki hægt af því að þá hrynur gjaldmiðillinn. Það er háskalegur veikleiki. Sparnaði velferðarkerfis- ins er troðið inn í búskap, sem það er löngu vaxið upp úr. Framtíðar hagsmunir lífeyrisþega eru því í uppnámi. Stjórnir lífeyrissjóða taka ákvarðanir út frá lögbundnum miðstýrðum forsendum. Það er óhjákvæmilegt. Einkaframtakið fjárfestir á hinn bóginn út frá fjöl- breyttum forsendum og mismun- andi sýn. Í því felst drifkraftur og nýsköpun markaðarins. Hlutdeild þessa auðnuafls í búskap þjóðar- innar fer þverrandi. Ofvöxtur velferðarkerfisins á íslenskum hlutabréfamarkaði leiðir svo til skekkju í verðmyndun hlutabréfa. Eignabólur eru afleiðing þess. Það sýnir svo glöggt kerfislæga bresti að sjávarútvegurinn, sem er eina atvinnugreinin með viðunandi framleiðni, tekur ekki þátt í hluta- bréfamarkaðnum, undirstöðunni í heilbrigðum markaðsbúskap. Frumlögmál kapítalismans felst í því að menn hætta eigin fé en ekki annarra. Sameiginleg ábyrgð samtaka launafólks og atvinnulífs á félagslegu fjármagni lífeyris- sjóðanna hefur reynst afar vel. En hún virkar síður inni í stjórnum einstakra fyrirtækja, sem þeir eiga. Lífeyrissjóðir geta illa tekið yfir stjórn fyrirtækja þó að þeir eigi ráðandi hlut eða meirihluta. Því ráða meðal annars samkeppn- isaðstæður. Þó að stjórnir fyrir- tækjanna séu skipaðar hæfu fólki og vönduðu breytir það ekki þeirri staðreynd að lögmál kapítalism- ans um að hætta eigin fé en ekki annarra rofnar þegar þannig stendur á. Það er óheilbrigt, þótt dæmi séu um að það hafi gengið vel upp. „Höfum við efni á þessu öllu?“ AF KÖGUNARHÓLI Veikleiki Seðlabankans Samkvæmt lögum eru tvenns konar krónur í umferð: Verð- rýrð króna og verðtryggð króna. Peningastefna Seðlabankans miðast við verðrýrðar krónur. Öll stærstu fyrirtæki landsins hafna bæði verðrýrðum og verðtryggðum krónum og mæla arðsemi í dölum og evrum. Stærsti fjármagnseigandinn, sem er velferðarkerfi lífeyrissparnaðar landsmanna, hugsar svo í verð- tryggðum krónum. Þegar stærsti fjármagnseigandinn hugsar í öðru myntaf brigði en Seðlabankinn eru áhrifin þau að gríðarleg lækkun stýrivaxta skilar sér ekki í stórauknu lánsfjárframboði til atvinnulífsins eins og hagfræði- lögmál í venjulegu myntkerfi hefðu ella leitt til að undanförnu. Innilokun lífeyrissparnaðarins í of litlu peningakerfi leiðir svo til þess að verðmyndun gjaldmið- ilsins skekkist. Hann er því ekki haldgóður mælikvarði á arðsemi hlutanna. Án alvöru mælikvarða þrífst markaðsbúskapur illa. Við höfum ekki gjaldmiðil, sem mælir arðsemi. Við getum ekki dreift áhættu lífeyrissjóðanna nægjanlega. Við knýjum lífeyris- sjóðina til að búa til eignabólur. Einkafjármagnið er í minni- hluta á hlutabréfamarkaðnum. Við rjúfum tengsl áhrifa og áhættu í drjúgum hluta fyrir- tækja. Við notum svo marga gjald- miðla og myntaf brigði að vaxta- ákvarðanir virka ekki sem skyldi. „Höfum við efni á þessu öllu?“ BÓNUS NETTÓ KRÓNAN FLY OVER ICELAND LÖÐUR HÁTT Í 5.000 TITLAR MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS | GJÖF F YRIR ALL A SEM KOMA OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19 Á FISKISLÓÐ 39 990 kr. 1.990 kr. 3.990 kr. 1.490 kr. 1.990 kr. 990 kr. 1.490 kr. 690 kr. 1.990 kr. stk. 990 kr. ALDREI BETRA VERÐ! NÓG AF ÓKEYPIS BÍLASTÆÐUM 2.990 kr. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.