Fréttablaðið - 17.09.2020, Side 22

Fréttablaðið - 17.09.2020, Side 22
Á haustin verður allt að flaueli einhvern veginn og tónlistarsmekkurinn minn eltir það líka. Mjúkar raddir og hlýir tónar verða óhjákvæmi- lega fyrir valinu. Á veturna nota ég dekkri liti sjálfsagt og ljósari á sumrin. Ég held ég sé bleik og blá á sumrin og svo svört, hvít og rauð á veturna. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Sylvía Dögg segist ekki beinlínis eiga sér tiltekna eftirlætisárstíð, þær séu allar hrífandi á sinn hátt. „Mér þykir vænt um allar árstíðirnar í raun og allt það fallega sem þær hafa upp á að bjóða.“ Í hugum margra er haustið tími huggulegheita og kertaljósa og er Sylvía þar ekki undanskilin. „Á haustin finnst mér ég oft lenda betur í sjálfri mér, ég held mig meira inni þegar færi gefst og verð upptekin af því að undirbúa hreiðrið fyrir veturinn.“ Rauðir tónar í stað bleikra Sylvía starfar meðal annars sem búningahönnuður og þarf því gjarnan að eyða löngum tíma utan dyra allan ársins hring. Hún kann því að meta að dúða sig upp og klæða af sér kuldann með mörgum lögum af fötum. „Það sem ég elska við haustið er að geta bætt á mig lögum og klætt mig í stór, hlý og falleg föt. Ég vinn mikið úti í náttúrunni og finnst fátt skemmtilegra en að dúna mig upp í krefjandi aðstæður. Pelsar, peysur og úlpur eru alveg uppá- halds og ég á alltaf til tímalausar f líkur sem mér þykir vænt um sem er gaman að taka út og viðra í kalda loftinu.“ Líkt og í litadýrð náttúrunnar breytist oft litavalið. „Á veturna nota ég dekkri liti sjálfsagt og ljósari á sumrin. Ég held ég sé bleik og blá á sumrin og svo svört, hvít og rauð á veturna,“ skýrir Sylvía frá. „Hvað förðun varðar hef ég verið að vinna með einfalda rútínu í mörg ár og skiptir litlu hvort þá er vetur, sumar, vor eða haust, nema ég reyndar vel aðra liti á varirnar mínar í kulda. Ég er meira að vinna með rauða tóna í varalitum á haustin á meðan að bleikur ræður mér svolítið á sumrin. Uppáhalds rauði vara- liturinn minn í dag heitir Fashion Legacy og er frá Mac.“ Lækkandi sól hefur að auki Góð í ullarsokkum með rauðan varalit Myndlistarkonan og búningahönnuðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, betur þekkt sem Love­ tank, tekur haustinu fagnandi. Lækkandi sól fylgja hlýrri flíkur, rauðari varir og meiri kolvetni. „Ég vinn mikið með höndunum og hef sett gel á neglur til að styrkja þær. Með því móti er ég ekki alltaf með brotnar neglur útataðar í málningu,“ segir Sylvía Dögg sem hefur skemmtilegan fatastíl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Uppáhaldsmerki Sylvíu n AOC Fashion Besta jakkamerkið, vetur, sumar, vor og haust, elska það. Heba frænka mín er að gera tjúllaða hluti undir vöru­ merkinu AOC Fashion og er það aðeins fáanlegt á Íslandi í Apríl Skóm á Garðatorgi. n Aftur Bára klára gerir sjúllaða tíma­ lausa jogginggalla sem ég er búin að eiga í mörg ár, bera nafn með rentu og ég nota alltaf aftur og aftur. n BAHNS Fallegustu prjónapeysurnar í bænum. n Kalda Fallegasta íslenska skómerkið. n Kría Jewelry Fallegasta íslenska skartið. LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna FLOTTAR YFIRHAFNIR, FYRIR FLOTTAR KONUR áhrif á skóbúnaðinn sem verður fyrir valinu. „Ég elska skó og vissulega þykkjast sólar og efni í skóm með kólnandi veðri og mér finnst alltaf jafn mikið sport að taka upp jöklaklifursskóna mína sem ég fjárfesti í fyrir nokkrum árum og elska.“ Kolvetni og mjúkir tónar Sylvía segir brýnt að huga að heilsunni óháð tíma árs en undanfarin ár hefur hún notið leiðsagnar líkamsræktarþjálfar- ans Gerðu Jónsdóttur. „Ég hef komist að því að eina leiðin fyrir mig til að vera með hausinn sæmilega skrúfaðan á er að hreyfa mig reglulega. Ég er svo heppin að eiga góða vinkonu sem er einkaþjálfari lífs míns og er með skemmtilegustu tímana í bænum sem heita In Shape með Gerðu. Hún er alveg frábær fyrir- mynd og sjúklega gaman að fara til hennar og hitta allar skemmti- legu konurnar sem þangað sækja, nærandi fyrir líkama og sál.“ Mataræðið breytist einnig, enda þarfnast líkaminn meiri orku eftir því sem loftið kólnar. „Á haustin er ég alltaf til í þyngri mat, sæki meira í brauð og pasta er eitthvað sem líkaminn kallar á. Ítalskan og indverskan til skiptis helst og ís í eftirrétt.“ Áhrifanna gætir víða og að sögn Sylvíu sækir hún líka í annars konar tónlist á þessum tíma árs. „Á haustin verður allt að f laueli einhvern veginn og tónlistarsmekkurinn minn eltir það líka. Mjúkar raddir og hlýir tónar verða óhjákvæmilega fyrir valinu.“ Í öruggum höndum Þá breytist iðulega húðumhirða þegar kólnar fer í veðri og huga þarf að atriðum á borð við raka- stig húðarinnar. Sylvía er í góðum höndum hvað það snertir. „Á haustin þarf ég að sinna húðinni minni meira. Ég er með besta húð- lækni í heimi, hana Jennu Huld á Húðlæknastöðinni, og hún passar upp á að ég kaupi mér krem sem henta húðinni minni og þau breytast eftir árstíðum.“ Árstíðirnar endurspeglast einn- ig oft í litavali á nöglum en Sylvía leggur fyrst og fremst áherslu á að vera með vel hirtar og fallegar neglur allt árið um kring, enda séu hendurnar hennar lifibrauð. Þar kýs hún einnig að leita til fagfólks. „Ég vinn mikið með höndunum og hef verið setja gel ofan á mínar neglur til að styrkja þær og vera ekki alltaf með brotnar neglur útataðar í málningu. Ég elska fallega skreyttar neglur og vil helst hafa þær hlaðnar steinum og fallegum litum og þegar ég nenni að standa í því fer ég til Cathryn sem á og rekur Rainbow Nails, hún er ótrúlega hæfileikarík.“ Sumt er snertir útlit breytist þó óháð árstíðum. „Ég er alltaf í sama hamstrahjólinu hvað háralit varðar, það er ýmist ljósara, ljóst eða aðeins dekkra og svo aftur í hring.“ Sylvía lætur skynsemina ráða för hvað val á skartgripum varðar. „Ég nota meira skart á sumrin aðeins vegna þess að mér finnst óþægilegt að vera með lokka, hálsmen og hringi undir húfu og hönskum, praktíkin ræður þar ríkjum, þá sjaldan,“ segir hún og hlær, „en ég er sjúk í íslenska hönnun þegar kemur að skarti og fatnaði.“ Hvað er nauðsynlegast að eiga eða hafa í huga þegar haustið gengur í garð? „Ef þú átt ullarsokka og rauðan varalit ertu í frekar góðum málum.“ 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.