Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 24
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Áhugi á tísku og hönnun kviknaði á æskuslóðum mínum í Laugarnesinu þar sem ég ólst upp í húsi föðurömmu minnar og afa. Ég fæddist eftir þeirra dag en hlustaði á sögur af ömmu og afa, og heillaðist af verkum þeirra. Afi var klæð- skerameistari og rak klæðskera- verkstæði og verslun á Laugavegi 21 á meðan amma vann við hattasaum, saumaði vandaðar og fallegar f líkur og vann textíl- verk,“ útskýrir Andrea Fanney Jónsdóttir, klæðskerameistari og textílhönnuður. Andrea Fanney var fjórtán ára þegar hún byrjaði að teikna föt en hún lærði ekki að sauma fyrr en um tvítugt. „Ég fylgdist snemma með tískunni og þá sérstaklega fata- hönnuði sem var klæðskeri í grunninn. Það var svo greinilegt að þekking hans í faginu gerði það að verkum að hann gat útfært hugmyndir sínar betur en f lestir aðrir fatahönnuðir,“ segir Andrea og á þar við breska fatahönnuð- inn Alexander McQueen sem féll frá árið 2010. „Haustið 2005 var ég svo lán- söm að komast að í starfsnámi hjá Alexander McQueen. Ég vann hjá honum í hálft ár í London og París en starfsnámið var hluti af klæð- skeranámi mínu í Iðnskólanum í Reykjavík. Námið úti var mikill skóli og dagarnir bæði langir og strangir. Þar lærði ég heilmikið um ferlið frá því að hugmynd fæð- ist að fullkláraðri f lík. Ég byrjaði svo að hanna og framleiða mínar eigin f líkur árið 2007. Þá hafði ég lokið meistaranámi í klæðskurði og fornámsbraut í Myndlistar- skólanum í Reykjavík.“ Hannar sjálf sín eigin efni Samspil textílhönnunar og klæð- skurðar einkenna hönnun And- reu Fanneyjar. „Ég byrjaði að vinna með prjón árið 2007 og fann að það hentaði mér að hanna efnið sjálft fyrir f líkurnar mínar,“ segir Andrea sem lærði textílhönnun í Glas- gow School of Art þar sem mikil áhersla er lögð á hugmyndavinnu og teikningu áður en byrjað er að vinna með textílinn. „Undirbúningsferlið finnst mér oftast mikilvægast, að skapa hug- myndaheim sem ég færi síðan yfir í efni, snið og að lokum f lík.“ Hugmyndir að verkum Andreu Fanneyjar koma héðan og þaðan. „Náttúran er mér óendanleg uppspretta en ég sæki líka inn- blástur í myndlist, arkitektúr og tónlist. Ég er heppin að allt í kringum mig er skapandi hæfi- leikafólk, hönnuðir, myndlistar- menn, tónlistarfólk og sviðslista- menn á öllum aldri. Krafturinn í þeim veitir mér mikla andagift og hvatningu til að halda áfram á minni braut.“ Spóinn fylgir ævina út Herðasláin Spóinn er dæmi um heillandi hönnun Andreu Fann- eyjar. „Spóinn kom fyrst á markað 2007 og var hugsuð sem tíma- laus f lík sem gat ferðast á milli kynslóða. Prjónavoðin er unnin í samstarfi við prjónaverksmiðj- una Glófa og framleidd á vinnu- stofu minni í Reykjavík,“ upp- lýsir Andrea um Spóann sem hún hefur skapað í tveimur stærðum og tveimur litum. „Litli Spóinn getur ferðast með einstaklingum frá fjögurra ára aldri og út ævina. Hægt er að nota Spóann sem herðaslá eða trefil og hann getur hreiðrað um sig á öxlum fullorðinna jafnt sem barna,“ útskýrir Andrea en stærri útgáfan er fyrir þá sem vilja efnis- meiri f lík. Hún vann hugmyndavinn- una að Spóanum í samstarfi við Guðmund Pál Ólafsson, náttúru- fræðing, náttúruljósmyndara og náttúruverndara. „Hluti ágóðans af vörunni rennur nú sem áður til votlendis- verkefnis Auðlindar, minningar- sjóðs Guðmundar Páls. Á mörkum votlendis og móa er kjörlendi spóans og talið að um fjörutíu prósent heimsstofnsins verpi á Íslandi.“ Miklir vaxtarmöguleikar Líftími vöru og áhrif hennar á umhverfið er ein af mælisnúrum Andreu Fanneyjar. „Spóinn er dæmi um vöru þar sem lögð er áhersla á að hanna f lík sem gengur fyrir allan aldur og getur ferðast á milli fólks í fjölda ára. Ég legg áherslu á gæði umfram magn og valdi að vinna með prjón vegna þess að hér eru innviðir til að framleiða prjónavörur. Ég hugsa oft til ömmu og afa og þess tíma þegar Íslendingar voru meira og minna sjálf bærir og framleiddu hér fatnað og skó. Það er gott að þótt landið sé lítið sé hægt að fram- leiða prjón hér heima en um leið skiljanlegt að f lestir hönnuðir velji að framleiða erlendis. Það mætti gera mun betur í að skapa gott umhverfi fyrir fata- og textíl- iðnað á Íslandi,“ segir Andrea og bendir á mikla vaxtarmöguleika á Íslandi. „Við höfum nú f leiri en eina spunaverksmiðju á landinu og í fyrsta skipti í mörg ár er verið að stíga mikilvæg skref í þróun á íslensku ullarbandi. Við höfum starfandi prjónaverksmiðjur sem þrátt fyrir mikinn mótbyr halda sinni starfsemi gangandi. Hönnuðir eru að þróa aðferðir til að vinna úr íslensku hráefni og loks er aftur hægt að kaupa fatnað sem ofinn er úr íslenskri ull. Skat- taumhverfið torveldar aðilum sem vinna við fagið að standa sterkir í samkeppni við innf lutta vöru. Það gæti skilað sér marg- falt til samfélagsins, í innviða- og atvinnuuppbyggingu, ef virðis- aukaskattur á textílvörur sem framleiddar eru hérlendis væri 11 prósent í stað 24 prósenta. Nú eru engir verndartollar á innf lutta textílvöru og í raun ætti íslenskur fata- og textíliðnaður, sem vissu- lega hefur menningarlegt og sögulegt gildi fyrir Íslendinga, að standa jafnfætis við til dæmis bókaiðnaðinn. Auðvitað skipta umhverfismálin miklu og við gætum gert svo miklu betur í að styðja við sjálf bæra framleiðslu hér heima,“ segir Andrea. Sokkabuxur úr sjávarrusli Þessa dagana vinnur Andrea Fanney mikið með Birgi prjóna- meistara í Glófa. „Ég mun halda áfram að þróa verkefni og vörur í samstarfi við gott fólk og rek verslunina Sýnishorn í Sundaborg 1 þar sem ég sel eigin hönnun og vandaðan fatnað og textílvörur. Sýnishorn selur meðal annars f líkur eftir Tönju Levý og Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur sem framleiddar eru á Íslandi. Hjá okkur fæst líka Swedish Stockings sem er eina umhverfisvæna sokkabuxna- merkið í heiminum. Framleiðsla þess fer fram í gæðaverksmiðju á Ítalíu og eru vörurnar kolefnis- hlutlausar og unnar úr endur- unnum hráefnum eins og sjávar- rusli og gömlum sokkabuxum,“ upplýsir Andrea sem einnig vinnur við verkefnið Handaband í Samfélagshúsinu á Vitatorgi. „Þar þróum við vörur og verkefni úr textílefnum sem falla til við framleiðslu á Íslandi. Við tökum einnig á móti og vinnum áfram með efni og garn sem fólk hefur ekki not fyrir lengur og þess má geta að þátttaka á vinnu- stofu Handabands er öllum opin, einstaklingum að kostnaðar- lausu.“ Lærði af Alexander McQueen Andrea Fanney Jónsdóttir, klæð- skerameistari og textílhönnuður, hannaði herðaslá sem hún kallar Spóa. Hann flakkar milli kynslóða og hreiðrar hlýlega um sig þegar kólnar. Andrea Fanney segist lánsöm að hafa komist að í starfsnámi hjá Alexander McQueen. MYNDIR/ÞÓRDÍS REYNIS Það umvefur líkama og sál að sveipa herðaslá Andreu Fanneyjar um sig. Spóinn var hugsaður sem tímalaus flík sem gæti ferðast milli kynslóða. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.