Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Side 8
ÍSLENSKUR HARMLEIKUR Í NOREGI Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson var viðstaddur aðalmeðferð í sakamáli vegna fjölskylduharmleiks íslenskra bræðra í smábænum Mehamn í Noregi í fyrra. H armleikur átti sér stað í smábænum Mehamn í Finnmörku í Norður- Noregi þann 27. apríl 2019 þegar Íslendingurinn Gísli Þór Þórarinsson var skotinn til bana. Málið vakti mikla athygli hér á landi eftir að bróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, játaði á sam- félagsmiðlum að vera sekur í málinu. Rammíslenskir aðilar Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, var viðstaddur þegar málflutn- ingur fór fram í máli ákæru- valdsins á hendur Gunnar Jó- hanni, en aðalmeðferð lauk nú í vikunni. Atli segir í samtali við DV að þetta tiltekna mál sé nokkuð sérstakt þar sem bæði brotaþoli og gerandi eru íslenskir. „Þarna er maður að horfa á mál þar sem eru rammís- lenskir aðilar á báða bóga og maður er þó staddur „erlendis“ þótt ég hafi búið hér í rúm tíu ár. Þannig að það eru töluvert önnur formerki á þessu og ég hefði ekki þvælst hátt í 2.000 kílómetra norður til Finn- merkur til að sitja réttarhöld í norsku manndrápsmáli. Þetta opnar augu manns dá- lítið og maður hefur aðra sýn. Eins og það er nú með Íslend- inga sem smáþjóð þá tökum við vel eftir því þegar aðrir Ís- lendingar lenda í einhverjum hremmingum erlendis, hvort sem það er að þeir lendi í fang- elsi eða hverfi eða jafnvel að þeir séu myrtir. Þá erum við ein augu og eyru og fyllumst íslenskri samkennd.“ Réttarhöld í COVID Atli segir það nokkuð sérstakt að vera viðstaddur dómsmál í miðjum kórónuveirufaraldri og að andrúmsloftið sé óhefð- bundið. „Okkur, hópnum sem var þarna, var dreift í þrjá sali. Dómurinn sjálfur sat í rétt- arsal eitt og þar voru í raun- inni bara málsaðilar og svo sækjandi og verjandi, rétt- argæslulögmaður brotaþola ásamt íslenskum túlki og hér- aðsdómurum. Svo vorum við frá fjölmiðlunum í réttarsal númer tvö og fylgdumst með gegnum fjarfundabúnað og svo var þriðji hópurinn í rétt- arsal þrjú. Þannig að þetta var náttúrulega allt öðruvísi en þessi dæmigerðu réttarhöld þar sem allir sitja oftast inni í einum sal frá níu til fjögur og hlusta á málflutning. En auðvitað var þetta erfitt fyrir ábyggilega flesta þarna og sláandi að hlusta á fram- burðarskýrslu ákærða og vitnisburði. Margar erfiðar spurningar bæði frá verjanda og sækjanda og ekki síst frá dómaranum honum Kåre Skognes.“ Ákaflega sorglegt mál Segir hann ekki auðvelt að vera viðstaddur málflutning í jafn alvarlegu máli og hér um ræðir. „Það er ekki auð- velt fyrir neinn, síst aðstand- endur og vini, að fara í gegn- um rúma viku af upprifjun af skelfilegum atburði og fara yfir ótal smáatriði næstum einu og hálfu ári seinna. Þannig að auðvitað var þetta eins og í öllum alvarlegum af- brotamálum, erfiðar lýsingar og erfiðar myndir og margar erfiðar framburðarskýrslur. Þetta er ákaflega sorglegt mál, hvaðan sem horft er.“ Ásetningur eða gáleysi Gunnar Jóhann hefur gengist við því að hafa farið vopnaður að heimili bróður síns, undir áhrifum og fullur af bræði – en Gísli hafði tekið saman við fyrrverandi eiginkonu og barnsmóður Gunnars. Hins vegar hefur Gunnar ávallt haldið því fram að um voða- skot hafi verið að ræða, mann- dráp af gáleysi, en ákæruvald- ið heldur því fram að Gunnar hafi haft ásetning til að bana bróður sínum. Nú hefur Atli hlýtt á báðar hliðar fyrir dómi. Hann tekur þó ekki afstöðu til þess hvort um gáleysi eða ásetning hafi verið að ræða. „Nú er mjög erfitt fyrir mig eins og ég kem að málinu, fyrir hönd fjölmiðla, að taka nokkra afstöðu í því. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað í rauninni gerðist þarna þar sem ákærði er í raun einn til frá- sagnar um sjálfan atburðinn. Skýrslur frá norsku rann- sóknarlögreglunni Kripos sýndu fram á það að hægt hefði verið að hleypa af skot- vopninu án þess að taka í gikkinn og verjandinn, Bjørn Andre Gulstad, er búinn að leggja á það gríðarlega áherslu í löngu máli, hann flutti þriggja tíma lokaræðu þegar réttarhöldunum lauk. Hann talaði um það bil frá klukkan eitt til fjögur og hann hefur verið með sterka nærveru og verið mjög harður í sínum málflutningi í þessum réttar- höldum og hamrað endalaust á því og bent á gögn frá Kripos um að þarna hljóti að hafa ver- ið orðið slys.“ Réttarhöldunum lauk síðastliðinn þriðjudag en von er á dómsuppkvaðningu innan þriggja vikna. „En auðvitað er margt sem bendir í hina áttina líka eins og rætt hefur verið, til dæmis af hálfu réttargæslumanns brotaþola sem sagði að þú færir varla með hlaðna hagla- byssu á vettvang ef þú ætlaðir ekki að gera neitt. Þannig að þarna leikast á andstæð sjón- armið og erfiðar sönnunar- kröfur og þetta verða áreiðan- lega miklar vangaveltur hjá dómendum að kveða upp dóm í þessu máli á næstu þremur vikum, það er alveg öruggt mál. Þetta er erfitt og snúið mál og engin vitni á staðnum nema ákærði. Þarna er deilt um fjölda atriða og málinu verður ábyggilega áfrýjað.“ Ítrekaðar hótanir Atli segir þó ekki hægt að líta fram hjá því að í aðdraganda harmleiksins hafi Gunnar ítrekað haft uppi hótanir við Gísla og fyrrverandi eigin- konu sína. Svo grófar voru hótanirnar og áreitið að hann var dæmdur til að sæta nálg- unarbanni gegn þeim. „Þarna voru náttúrulega stífar vitnaleiðslur og liggja fyrir margra daga hótanir í garð Gísla og kærustu hans sem ekki er hægt að líta fram hjá. Þar voru beinlínis mann- drápshótanir sem hafa auðvit- að mjög mikið að segja svo það er alveg skiljanlegt að strax sé ákært fyrir manndráp af ásetningi. Svo koma tækni- legar rannsóknir og fram- burður ákærða á móti sem benda til þess að þarna hafi orðið átök um haglabyssu og hún hafi verið haldin ákveðn- um galla og verjandi segir að hafir þú virkilega ákveðið að drepa einhvern þá skjótir þú hann varla í fótinn. Þannig að rökin á báða bóga hafa verið mörg og þetta er erfitt mál að því leyti.“ Betrun í fangelsi Gunnar Jóhann samþykkti að veita Atla Steini viðtal fyrir hönd Morgunblaðsins. Atli hitti hann á hámarksör- yggisgæsludeild fangelsisins í Vadsø. Atli segir aðbúnaðinn Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is Til átaka kom milli bræðranna Gunnars og Gísla í bænum Mehamn með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi lést. MYND/CAVIGLIA DENIS – HEMIS.FR Það er alveg skiljanlegt að strax sé ákært fyrir manndráp af ásetningi. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður á Morgunblaðinu 8 FRÉTTIR 2. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.