Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2020, Page 24
24 FÓKUS 2. OKTÓBER 2020 DV HUNDRUÐ SPRAUTUFÍKLA NÝTA SÉR SKAÐAMINNKUN Áætlað er að um 700 einstaklingar noti vímuefni í æð á hverjum tíma. Söfnunarátak Frú Ragnheiðar fyrir nýjum bíl stendur nú yfir. Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Sjálfboðaliðarnir Ólöf Jóna, Ísabella, Kolbrún og Þröstur bílstjóri, hluti af þeim stóra hópi sem starfar með Frú Ragnheiði. MYNDIR/ RAUÐI KROSSINN YFIRLIT 2019 Árið 2019 þjónustaði Frú Ragn- heiður 519 einstaklinga í um 4.200 heimsóknum. Bíllinn keyrði 312 daga ársins, mannaður sjálfboðaliðum sem gáfu alls 4.680 klukkutíma og læknar sem manna bakvaktir skiluðu 1.259 klukkutímum. TAKA ÞÁTT Hægt er að senda SMS-ið TAKK í 1900 og styðja þannig við kaup á nýjum bíl um 2.900 kr. Þá er einnig hægt að leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649. Frú Ragnheiður kynnti í vikunni söfnunarátak sitt fyrir nýjum sérút­ búnum bíl. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins og byggir verkefnið á þeirri hugmynda­ fræði að hægt sé að minnka skaða sprautufíknar í sam­ félaginu með því að nálgast fíkla í nærumhverfi þeirra. Markmið Frú Ragnheiðar er að aðstoða einstaklinga við að halda lífi, lágmarka óaftur­ kræfan skaða, draga úr sýk­ ingum og útbreiðslu á lifrar­ bólgu C og HIV. Á heimasíðu söfnunar­ átaksins segir að núverandi bíll hafi verið keyrður 340.000 kílómetra og þörf sé á nýjum bíl í verkefnið. Bílnum er ekið um borgina sex daga vikunnar og sinna sjálfboða­ liðar Rauða krossins starfinu. Um 100 sjálfboðaliðar skipta með sér vöktunum og hefur þeim tekist að starfrækja þjónustuna í gegnum kórónu­ veirufaraldurinn. Fjórföldun á fimm árum Heimsóknir í bílinn hafa fjór­ faldast frá árinu 2015 og er ekkert lát á þeirri aukningu. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verk­ efnastýra Frú Ragnheiðar, segir ástæðu aukningarinnar vera margþætta. „Við erum búin að vinna markvisst í því að byggja upp traust til hópsins okkar í gegn­ um árin og það er að skila sér í því að fleiri eru að leita til okkar. Við erum að þjónusta rúmlega 515 einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu í dag en áætlað er að um 700 ein­ staklingar séu í virkri notkun vímuefna um æð á hverjum tíma. Við erum því að ná til rúmlega 75% af þeim.“ Hluti af verkefninu er nála­ skiptaþjónusta þar sem ein­ staklingar sem nota vímuefni um æð geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, nála­ box, smokka og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti og sýkingum. 60 prósent skjólstæðinga heimilislaus Að sögn Elísabetar eru flest­ ir þeir sem koma nýir inn í þjónustuna með langa sögu að baki og tilfinningin sé því ekki sú að notkun sé að aukast heldur að þjónusta Frú Ragnheiðar nái einfald­ lega til fleiri sem hafa verið í neyslu. „Einstaklingur sem notar vímuefni í æð getur verið jaðarsettur í sam­ félaginu. Jaðarsetning getur valdið því að það er erfitt að opna á stöðuna sína við aðra, erfitt að segja frá og erfitt að treysta. Þess vegna erum við á hverjum degi svo þakklát fyrir traustið sem notendur þjónustunnar okkar sýna okkur,“ segir hún. Árið 2019 fengu 82% af þeim sem leituðu til Frú Ragnheiðar mat og drykk. Skjólstæðingahópur verk­ efnisins býr jafnan við fátækt og glíma flest við vímuefna­ vanda og eru þar af leiðandi oft svöng og þyrst þegar þau leita í bílinn. 15% af þjón­ ustunni fólust í að gefa skjól­ stæðingum hlýjan fatnað, en um 60% skjólstæðinga verk­ efnisins eru heimilislaus. „Margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í dag án efna og skila reglulega hlýjum kveðjum til sjálfboðaliða okk­ ar og þakka fyrir aðstoðina. Það er svo mikilvægt, sama hvar einstaklingur er staddur, að hann geti alltaf leitað eitt­ hvert í hlýju. Hvort sem það er hlýtt viðmót sjálfboðaliða okkar, hlý föt eða annað. Við viljum veita skjólstæðingum okkar smá frið inni í bílnum okkar, smá ró svo að þau geti labbað út úr bílnum með höf­ uðið aðeins hærra og tekið hlýjuna með sér út í heiminn,“ segir Elísabet. Breytt verklag á tímum COVID Með tilkomu COVID þurfti að aðlaga allt starf Frú Ragn­ heiðar breyttum aðstæðum. „Við erum með grímuskyldu í bílnum núna, allir spritta á sér hendurnar við komu og við sprittum alla sameiginlega snertifleti eftir hverja einustu komu í bílinn. Við skimum eftir einkennum símleiðis áður en við förum að hitta við­ komandi, ef það vaknar upp grunur um COVID aðstoðum við einstaklinginn við að komast í viðeigandi úrvinnslu fyrir einkennunum. Við þróuðum sérstaka fræðslu sem við afhendum öllum sem koma í bílinn þar sem farið er yfir smitvarnir ásamt skaðaminnkandi leið­ beiningum á tímum COVID. Við höfum einnig vakið at­ hygli á því að tilmæli yfir­ valda ná ekki til okkar hóps, því þegar öll eiga að halda sig heima hafa þau oft ekkert heimili til að tryggja sitt ör­ yggi á,“ segir Elísabet. Æða skönnun þar sem æðar eru lýstar upp og skjólstæðingar þannig aðstoðaðir við að finna æðar til að nota. Það er skaða- minnkandi að skipta á milli æða til að lágmarka sýkingarhættu. Þurfa að safna 10 milljónum Nýr fullbúinn bíll kostar um 10 milljónir króna. „Bíllinn þarf að hafa þrjú sæti frammi í svo að allir sjálfboðaliðar rúmist þar á meðan við keyr­ um bílinn, ásamt því að hafa rúmgott rými aftur í þar sem öll þjónustan fer fram. Bíllinn þarf að vera með skyggðar rúður svo ekki sjáist inn í hann meðan á heimsóknum stendur til að tryggja rólegt og yfirvegað umhverfi fyrir skjólstæðingana. Hann þarf að hafa heilbrigðisaðstöðu á borð við vask, skápa fyrir plástra og umbúðir, skápa fyrir nálaskiptaþjónustuna okkar og þægilega bekki fyrir skjólstæðinga okkar til að tylla sér á. Við viljum hafa góða lýsingu í bílnum en samt ekki þannig að hún sé of mikil, og hafa miðstöð til að tryggja hlýju,“ segir Elísabet. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.