Austri


Austri - 21.12.1995, Side 9

Austri - 21.12.1995, Side 9
Jólin 1995. AUSTRI 9 ✓ Bókakynning: Ur bók Guðjóns Sveinssonar Daníel - Ertu þarna, kvölin. Þú ert svei mér fínn, sagði amma, gekk til hans og rak í hann nefið, óskaði honum gleðilegra jóla. - En vertu ekki fyrir. Ég er að ljúka við sósuna. Svo förum við að borða. Þú gætir lagt hnífa- pörin á borðið. Það kanntu. Frændi kom von bráðar innan úr kompu, klæddur ljósblárri skyrtu og dökkum buxum, nýrakaður með ör- lítið pappírssnifsi á öðru kjálkabarðinu, hafði rispað sig við raksturinn. Hann bauð gleðileg jól og tók sér sæti við borðið. Maturinn, ilmandi rjúpnasteik, var tilbúinn. Frændi hafði skotist nokkrum sinnum á rjúpnaveiðar meðan Daníel var í skólanum. Daníel Bjarnason settist sæmilega sáttur við hlutskipti sitt. Jólasálmar ómuðu úr útvarpinu og fluttu boð- skap kristinna manna inn í litla eld- húsið í Valdabæ. „Fæddi hún þá son sinn frumget- inn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu". Notaleg ró ríkti meðan presturinn sagði hina ævafornu sögu er gerðist á Betlehemsvöllum, þegar litla jóla- barnið, frelsari manna, leit fyrst dagsins ljós og dýrð drottins umvafði það, þetta ein- staka bam, sem átti eftir að marka óafmáanleg spor á spjöld sögunnar. Og þó rödd prestsins væri lítið eitt hrjúf, fann Daníel helgi jólanna smjúga inn í sálina. - Alltaf mælist honum vel, blessuðum, sagði amma. Daníel beið spenntur eftir að geta farið að opna jóla- pakkana. Hvað fengi hann að heiman? Frá ömmu og frænda? Áður en það gerðist, leyfði amma honum að kveikja á kertunum. Hafði ekki viljað láta kveikja á þeim fyrr en borðhaldi var lokið. Hún ætlaði að fylgjast sem best með trénu. Hin langþráða stund rann upp. Daníel fékk það hlut- verk að lesa á pakkana. - Hvað annað, skólagenginn maðurinn, sagði frændi. Daníel fékk tvo pakka að heiman. Annar var frá mömmu, Jóa Bogga og Bjarneyju litlu Karítas. Það voru nýjar síðbuxur, brjóstsykur og bók er hét Sigríður Eyjafjarðarsól. Hinn pakkinn frá Kidda, Begga og Jóa. Hann geyrndi súkkulaðiplötu og bók sem nefndist Gosi, saga af spýtustrák er varð lifandi. I pakkanum leyndist líka myndin sem Jói tók af Valdabæjarfólkinu um sum- arið. Daníel horfði lengi á hana. Líkast galdri að sjá sjálfan sig nákvæmlega eins og maður var. Myndi þannig geymast alla eilífð, hvert sem maður færi og eft- ir að maður dæi eins og litla stúlkan með heimalning- inn. Var hann virkilega svona hallærislegur? Með kýr- lappir. Amma virkaði minni en honum fannst. Virtist lít- ið stærri en hann. Stóð sennilega lægra, alvarleg að vanda og minnti á Gandhi, mann er klæddist undarleg- um klæðum og var frægur fyrir að svelta sig. Frændi gnæfði yfir þau, líkur sjálfum sér, alvarlegur og stór- eygur. - Þetta er ekki slorlegt, sagði amma. Átti ekki við myndina, vildi ekki sjá hana, talaði um að það ætti að banna þessar ólukkans myndavélar, heldur buxurnar. Fór um þær höndum. Konan, tengdadóttirin Vilborg, hafði drepið á í bréfi, að hún væri að sauma buxur á Daníel upp úr klæðisfrakka er séra Þórður hafði fært henni. - Já, bara rétt sem úr búð. Hún getur saumað, konan, hún móðir þín. Það verður að segjast. Frændi kveikti í vindli til hátíðabrigða. Daníel fannst vindlalykt góð, eins konar jólalykt. Pabbi hafði alltaf reykt vindla á jólunum. Fjórir pakkar voru enn eftir við tréð. Þar með pakk- amir sem Daníel ætlaði að gefa frænda og ömmu. Hann herti upp hugann og rétti ömmu hennar pakka. - Þessi er til þín, amma. - Til mín! Hver er að gefa mér? Gamla konan tók við pakkanum og hagræddi gleraugunum á nefinu. - Ég, sagði drengurinn lágt. - Nú dámar mér! Ekki áttu að vera að gefa mér. - Jú, jú. Opnaðu hann. Svo snéri hann sér að frænda með hinn pakkann, en frændi var horfinn hljóðlaust. - Hann kemur. Hefur þurft að erinda eitthvað. Opn- aðu hina pakkana á meðan, sagði amma og losaði jóla- pappírinn utan af gjöfinni frá Daníel. Daníel beið eftirvæntingarfullur eftir viðbrögðum ömmu. - Þetta var fallega hugsað, drengur minn, að gefa ömmu þetta líka fíniríið, sagði Karítas við sonarsoninn og breiddi jólalöberinn á sænginni. Röddin brostin. Drengurinn virti fyrir sér þessa konu, er hann sótti til að hluta tilvist sína. Virkaði öðruvísi en venjulega, þar sem hún laut yfir löberinn, hafði eins og skroppið sam- an. - Ertu lasin, amma, spurði drengurinn og vottaði fyrir kvíða í röddinni. Nei, nei. Gamla konan bandaði hendi og sagðist vera með árans brjóstsviða og hvarf fram. - Taktu upp síðustu pakk- ana meðan ég fæ mér vatns- sopa. Daníel tók upp annan og las: „Til Daníels Bjarnason- ar frá Margréti í Nesi.“ Margréti í Nesi! Já, það stóð þama. Fór ekkert á milli mála. Daníel svipti pappírnum af. Við blasti bók. Hún hét Kári litli í skólanum. Daníel rak upp lágt gleðióp og fletti bókinni. Amma gekk inn. - Amma, sjáðu, sjáðu! Þetta er framhald af Kára litla og Lappa. Daníel var yfir sig hrifinn eins og hann hefði rekist á gamla vini. - Já, hún Margrét sendi hann Harald með þetta í gær og bað að skila að ég ætti að stinga þessu að þér. Hún er bamgóð hún Margrét. Það er víst. Karítas brá vasaklút upp að vitunum og snýtti sér. - Sagði þetta kannski ekki beinlínis jólagjöf. Mér fannst það. Setti þess vegna jóla- pappír utan um og klóraði á miða. Annars skipta um- búðir ekki máli, heldur hugurinn er býr að baki, dreng- ur minn, að gleðja aðra. Það vegur þyngst. Og segir ekki Bólu-Hjálmar: „Guð á margan gimstein þann, / sem glóir í mannsorpinu?“ Það vissi Daníel ekki, þekkti engan Bólu-Hjálmar. Fann aftur á móti að amma var að komast í sitt eðlilega form. Brjóstsviðinn sjálfsagt horf- inn. Einn pakki eftir. Hann var frá ömmu, innihélt spil og fagurlega prjónaða vettlinga. Á spilunum voru myndir af fornmönnum, svo sem Gretti, Gunnari á Hlíðarenda og Helgu fögru. Hjarta Daníels fylltist þakklæti. Hafði lengi látið sig dreyma um að eignast þessi fallegu spil. Hann fann einnig að amma hafði lagt sál sína í vettling- ana, hafði tæpast séð svo fallegt prjónles. Vafalaust fengist við það meðan hann var í skólanum. - Vertu ekki að þakka þetta lítilræði, sagði amma þeg- ar drengurinn lagði handleggina um háls hennar og rak henni rembingskoss á hrukkótta vangana. Settist á rúm- ið og snéri sér til veggjar. Ovön kossaflensi og gjafa- stússi. Það hafði nánast farið framhjá henni, kartnagla- konunni. Ó, já, farið framhjá, en snertu nú einhverja þætti svo tók í. Áskrift að Austra kostar einungis 500 krónur m/vsk. á mánuði 5% afsláttur ef greitt er með korti. Nýir áskrifendur fá fyrsta mánuðinn t’ríann Áskriftarstmi 471-1984 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu. fl LYNGÁS 12 - 700 EGILSSTAÐIR - SÍMI 471-2347 HEIMASÍMI 471-2191 - FARSÍMI 854-0665 KT.: 220766-4709 - VSK.NR.: 29023 |-- ------------------------- ------------ Svczdissíqifs tofa máCtfna fattaðra á jAmsturCancCi sendir fLustfirðingum ojj ftéraðsbúum bestujóCa- og nýársCpeðjur og þakjjar samstarf op samsCjpti á árinu sem er að Cíða. 1__________________________ Bestu þakkir fyrir góðar gjafír, TfL hlýhug og vel unnin störf. (jCeðiCegjóC og gczfurííft CgmancCi ár. Sencíum starfsfóíkj og mðskjptawntm Sestu jóta- ojj nýársóskjr. fMeð fökkjyrir viðskjptin á fiðnu ári. MIÐÁS Innréttingar Egilsstöðum Sendum starfsfólki og viðskiptavinum bestu jóla- og nýársóskir Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. FELLABÆ Búðin 701 Egilsstööum Sfmi 471-1700 & 471-1329 L J

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.