Austri - 21.12.1995, Side 15
Jólin 1995.
AUSTRI
15
BÆTT HEILSA
og betra líf
Umsjón: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sími 471-2143
Þakklæti á jólum
Flestir kannast sjálfsagt við jóla-
lagið fallega „Gleði- og friðarjól“.
Við íslendingar reiknum áreiðan-
lega öll með því að jólin okkar í ár
verði friðarjól. Að ekki verði nein
átök eða götubardagar. Að enginn
þurfi að óttast um líf sitt af þeim
sökum á þessum tíma sem er okk-
ur svo heilagur. En þetta er ekki
sjálfsagt, þvf svo margar þjóðir
heims búa við stríðsátök. Fólk eins
og þú og ég óttast um líf sitt og
sinna nánustu og opnar augun
hvern morgun í óvissu um hvort
það muni enn draga lífsanda að
kvöldi. Um leið og við hugsum til
þessara meðbræðra okkar, skulum
við leyfa okkur að vera þakklát
fyrir að búa við frið.
Við gleymum svo oft að vera
þakklát. A hverjum degi er svo
ótal margt sem við höfum ástæðu
til að þakka fyrir. Við getum þakk-
að fyrir það að fá að opna augun
að morgni, þakkað fyrir að fá að
vera með okkar nánustu, þakkað
fyrir allt það góða í líftnu okkar og
þakkað allt bæði smátt og stórt. Ef
þú einsetur þér að ganga í gegnum
heilan dag í þakklæti, þá finnur þú
muninn á líðan þinni að kvöldi.
Við lifum í heimi þar sem svo
margt riðar til falls. Atök milli
þjóða, slæm umgengni okkar við
náttúruna og misskipting efnis-
legra gæða. Allt er þetta til marks
um að það getur ekki allt verið eins
og það á að vera. Eitthvað þarf að
laga.
Við, sem búum hinn vestræna
heim höfum lifað þannig að við
þurfum alltaf að fá meira og meira.
Græðgin hefur verið okkar leiðar-
ljós. En núna er engu líkara en við
séum að byrja að átta okkur á, að
við verðum ekki endilega ham-
ingjusamari þó við fáum meira. Og
það er einmitt þess vegna sem
þessi heimur á von.
Jólin eru dæmi um hátíð sem
lengi vel hefur orðið græðginni að
bráð. Jólagjafir hafa orðið stöðugt
stærri, auglýsingarnar fleiri, matur-
inn meiri og dýrari og meiru eytt í
jólahald sem skilar ekki endilega
meiri jólagleði í sama hlutfalli.
Kannski er þetta líka aðeins að
breytast. En raunveruleg breyting
verður ekki fyrr en við verðum
þakklát fyrir það sem við höfum, í
stað þess að vilja stöðugt meira.
Þess vegna er svo tilvalið að nota
jólatímann til að rækta með sér
þakklæti. Og mundu að þakka fyr-
ir alla litlu hlutina, það eru þeir
sem skipta svo miklu þegar upp er
staðið. Eða hver er ljúfasta jóla-
endurminningin? Hvort snýst hún
um jólin þegar þú fékkst stóru dýru
jólagjöfina sem þig langaði svo í,
eða tilfinningarnar sem vakna þeg-
ar þú finnur lyktina af hangikjötinu
í pottinum og manst eftirvænting-
una frá bemskujólum?
Jólin eru oft kölluð hátíð barn-
anna. Það þýðir ekki endilega að
öllum þeim sem komnir eru yfir
fermingaraldur beri að slökkva á
jólagleðinni. Síður en svo. Það er
nefnilega bam í okkur öllum. Barn
sem við leyfum svo alltof sjaldan
að njóta sín í okkar daglega amstri.
Vekjum barnið innra með okkur
um jólin og leiðum það okkur við
hönd inn í jólaljósin og jólagleð-
ina. Og umfram allt verum þakk-
lát.
GLEÐILEG JÓL
Heimsins
besta kjöt
Saga þessi gerðist sumarið 1995,
þá dvaldi Steinarr Magnússon við
söngnám í Vínarborg ásamt konu
sinni Önnu Sólveigu Arnadóttur og
t veim börnum þeirra Rósu Sól-
veigu og Magnúsi Ivari. Eins og
gefur að skilja fengu þau heim-
sóknir heiman frá Islandi. Þar á
meðal var Sigríður Eymundsdóttir
móðir Steinarrs. Eins og mæðrum
er líkt, tók hún eitt og annað með
sér, einkum eitthvað matarkyns,
þar á meðal tvö væn frosin lamba-
læri. Eitthvað átti Sigríður bágt í
fríhöfninni
þegar út
kont, kunni
ekki á kerf-
ið og hafði
ekki við
hendina
þarlenda
smámynt.
En einmitt
þar sem
hún stendur
yfir farang-
urshrúgunni
víkur sér að
henni er-
lendur mað-
ur, einn af
farþegunum
úr flugvél-
inni og
spyr: „Vantar þig ekki vagn undir
farangurinn?" Lét ekki sitja við
orðin tóm heldur fór og sótti vagn
og
hvarf síðan. Því er víst
þannig farið að þegar
fólk sækir vagn þá
verður að láta pening
detta í kassa svo vagn-
inn losni úr stæðinu og
svo þegar honum er
skilað aftur skilar pen-
ingurinn sér aftur. En
Sissa, eins og hún er
alltaf kölluð, sá vel-
gjörðarmann sinn ekki
meir og komst með allan sinn far-
angur þangað sem Steinarr beið.
Stefán Bjarnasson
Isinn borðaður með bestu lyst.
ALVEG MEIRIHATTAR
fL' t’l I
A u s t m a t
Austmat
Reyðarfirði
Kjötvinnsla - Heildsala - Vörudreifing.
Sissa dvaldi hjá ungu fjölskyld-
unni í tvær vikur í góðu yfirlæti.
Annað kjötlærið matreiddi Anna
Sólveig meðan Sissa var hjá þeim
og buðu þau söngkennaranum í
mat. Bar ekki á öðru en honum
felli maturinn mjög vel. Tíminn
leið fljótt og Sissa hélt aftur af stað
heim til Reykjavíkur.
Víkur nú sögunni til hjónanna
Jóns Gunnarssonar og Eyglóar
Magnúsdóttur búsett í Reykjavík,
sem dvöldu um tíma í Kaupmanna-
höfn með börn sín Þorbjörgu og
Gunnar. Hjónin eru bæði sér-
menntuð, Eygló hjúkrunarfræðing-
ur og Jón sjúkraliði og unnu bæði
á sjúkrastofnun.
En víkjum nú örlítið að náms-
ferli Jóns sem nam leiklist og réð-
ist til starfa hjá Þjóðleikhúsinu og
skilaði með sóma mörgum hlut-
verk um á sviði. Svo var ráðinn nýr
þjóðleikhússtjóri, Stefán Baldurs-
son, sem hóf störf með því að segja
upp hópi leikara og starfsfólki, þar
á meðal Jóni. Stóð hann nú á tíma-
mótum og varð að finna sér annað
starf. En þá birtist honum í draumi
að best mundi fara á því að hann
lærði hjúkrun og lauk hann því
námi um síðustu áramót. Og starfar
nú sem sjúkraliði eins og áður er
getið.
Þegar störfum þeirra hjóna lauk
á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn,
tóku þau saman farangur sinn og
koinu honum fyrir í bílnum og
lögðu síðan af stað
með börnin sem leið
liggur til Vínarborgar,
höfuðborgar Austur-
ríkis. Þar heimsóttu
þau Steinarr Magnús-
son og fjölskyldu.
Þess skal getið að
Steinarr er bróðir
Eyglóar. Dvöldu þau
þar í viku og bar
margt skemmtilegt til
tíðinda. Svo hagaði til þarna í ná-
grenninu að ítölsk hjón koma á
vorin og
setja upp
ísbúð, að
einhverju
leyti utan
húss. Þeg-
ar haustar
taka þau
allt saman
aftur og
halda
heim til
Ítalíu. í
íbúðinni á
næstu hæð
fyrir ofan
þau Stein-
arr búa
miðaldra
hjón og
eins og
gefur að skilja hafa þar orðið gagn-
kvæm kynni. Einn daginn skeður
það, á meðan Jón og fjölskylda
dvöldu hjá þeim, að maðurinn af
efri hæðinni kemur niður og býður
Steinarri og fjölskyldu að koma í
ísbúðina og þiggja ís í boði þeirra.
Steinarr varð hálf vandræðalegur,
þakkað boðið en sagðist vera með
gesti. Hann svaraði að bragði: „Þið
takið þá bara með ykkur.“ Og út í
ísbúðina marseraði tíu manna hóp-
ur. ísinn var víst ekkert smáræði,
borinn var fram í stórum skálum
og kryddaður með allskonar góð-
gæti. Setið var lengi að spjalli.
Tveim dögum síðar buðu þau
Steinarr og Anna Sólveig hjónun-
um af efri hæðinni í mat. Þar var
steikt íslenskt lambalæri með
leggnum í og viðeigandi meðlæti.
Maðurinn af loftinu dáðist mikið
að hvað kjötið var gott og sagðist
vera búinn að vera í flestum heims-
álfum, þar á meðal á Nýja-Sjálandi
og borðað þeirra lambakjöt, sem
sér fyndist bara vont. Hann kvaðst
aldrei á ævinni hafa borðað svona
gott kjöt og sagði þetta heimsins
besta kjöt. Það var lengi borðað og
maðurinn búinn að ná í lærlegginn,
narta utan af honum kjötið og að
síðustu sleikti hann legginn. Já,
svona fannst Austurríkismanninum
íslenska lambakjötið gott.
Stefán Bjarnason,
Flögu