Austri - 21.12.1995, Síða 29
Jólin 1995.
AUSTRI
29
Ásmundur Helgason frá Bjargi:
Jónas á Svínaskála
Jónas á Svínaskála við Reyðar-
fjörð var mikið umtalaður maður
um Austurland og víðar frá því um
miðja síðastliðna öld fram undir
aldamót.
Jónas var fæddur 1. ágúst 1836 á
Karlsskála við Reyðarijörð. Foreldr-
ar hans voru Símon Arnason frá
Keldhólum á Völlum og Kristín
Jónasdóttir, bónda í Grófargerði,
Péturssonar, hreppstjóra í Sauðhaga.
Þegar Jónas var á fyrsta ári, fluttu
foreldrar hans að Svínaskála, þar
sem hann dvaldist alla ævi síðan.
Hann kvæntist 12.júní 1862 Guð-
björgu Jónsdóttur bónda í Eskifirði.
Þau eignuðust 18 börn og náðu 11
þeirra fullorðinsaldri. Svínaskáli er
frá náttúrunnar hendi hrjóstrug
harðbalajörð, og var að sögn, þegar
Jónas tók þar við búsforráðum, í
niðurlægingarástandi. Jónas sá, að
við svo búið mátti ekki standa.
Hann tók til óspilltra málanna við
að slétta túnið, taka burt stórgrýti úr
melamóunum út frá túnkraganum
og jafna yfir jarðarsvörðinn um leið,
grafa ræsi, þar sem það átti við, og
loka svo yfir þau, að þar yrði tún.
Jónas fylgdist vel með öllum
framförum í jarðrækt sem öðru og
var óragur að breyta aldagömlum
búnaðarháttum. Hann var sá fyrsti
af bændum við Reyðarfjörð, sem
tók lærðan búfræðing í þjónustu
sína við túnasléttur og aðra jarð-
vinnslu, enda var hann sá fyrsti eða
með þeim fyrstu bændum á Austur-
landi, sem hlaut verðlaun fyrir
jarðabætur. Honum tókst að fimm-
falda töðufeng af Svínaskálatúni
meðan hann bjó. Þá húsaði Jónas
bæ sinn svo vel, að á þeim árum
voru ekki margir bæir betur upp-
byggðir og engum haganlegar fyrir
komið.
Meðan heyhlöður voru byggðar
með timburþaki, þóttu þökin fúna
skjótt af hitagufu úr heyinu, en hún
varð að vatni á trénu. Til að byggja
fyrir fúann, lét Jónas tjarga allan
efniviðinn á bæði borð, úr koltjöru
og þorna áður en reist var. Þetta
dugði svo vel, að ekki sá fúablett í
neinni borðbrún eftir tugi ára. Þá var
Jónas ekki síður athafnamaður við
sjóinn, enda varð hann að byggja
efnahagsafkomu heimilis síns mest
á sjávarafurðum. Svínaskáli er
þannig í sveit settur, að ekki voru
tiltök að stunda sjó þaðan á árabát
fyrr en þá síðara hluta sumars, ef
fiskur var genginn í fjörðinn. Jónas
var þá til vers með menn sína, fyrst í
Seley, síðan á Vattarnestanga. Hann
sótti fast sjóinn, svo að ekki þótti
heiglum hent að vera með honum,
en honum hlekktist aldrei á í sjó-
ferðum sínum og hann var alltaf
með allra hæstu fiskimönnum í
þann tíð, hvaða fisktegund, sem
hann stundaði fyrir. Varð honum því
oftast gott til mannvals með sér, þar
var góð hlutarvon, en sjómenn aðrir
en árshjú höfðu í þann tíð hlut af
fiski, en ekki kaup.
Jónas byrjaði fyrstur manna að
hafa gagnvaði (hákarlavaði) með
fjórum sóknum eða krókum. en
áður voru þeir aðeins „tvísóknaðir".
Allur sá útbúnaður á þeim, þ.e.a.s.
„millitré“, er fundinn upp af Jónasi.
Þessir fjórsóknuðu gagnvaðir reynd-
ust strax aflasælli og útrýmdu því
fljótlega þeim tvísóknuðu.
Þá stundaði Jónas síldveiði með
netum á haustin og fram eftir vetri,
þegar síld var. Þótti það köld vinna
að taka síld úr netum, ef norðan
gola var með frosti, en það lét Jónas
lítt á sig fá við starf sitt. Allar út-
gerðir hans voru vel og veiðilega út-
settar, enda var hann með afbrigð-
um hagsýnn við hvaða verk sem
var. Hann var þjóðhagasmiður bæði
á tré og jám.
Jónas smíðaði marga báta og
breytti þeim frá hinu gamla, lotu-
langa skutalagi og hafði stefnin
meira hringuð fyrir. Þótti það betra
fyrir siglingar.
Um tvítugsaldur var Jónas nokk-
ur sumur smiður á amerísku hval-
veiðaskipi, sem stundaði veiðar út
af Austfjörðum. Líkaði Ameríku-
mönnum svo vel við hann, að þeir
vildu fá hann með sér vestur um
haf. En þó boðið væri gott, vildi
Jónas ekki taka því. Hann var ein-
birni og vildi ekki fara frá foreldr-
um sínum. Líka var haft eftir hon-
um, að hann kysi helst að vinna ætt-
jörð sinni það gagn, sem hann gæti,
meðan hann lifði.
Það sem kom nafni Jónasar fyrst
út um land, var án efa vélaútbúnað-
ur, sem hann fann upp og lét ganga
fyrir vatnsafli. Vélasamstæður þess-
ar gengu fyrir einum vatnskarli
(mylluhjóli) en voru settar í sam-
band með tannhjólum, sem gripu
hvert annað, er slegin voru að og
frá, eftir því sem nauðsyn krafði í
það og það sinnið. Fimrn voru þau
verkfæri, sem mylluhjólið knúði.
Þau gátu starfað öll í einu og líka
eitt eða lleiri eftir því sem nauðsyn
krafði í það og það sinnið. Verkfær-
in voru þessi: Tvær kornmölunar-
kvarnir, sem sagt var, að hefðu get-
að malað 10 til 12 tunnur af rúgi á
sólarhring, hjólsög, sem sagt var, að
hefði getað flett sex álna löngu
borði og 6-8 þumlunga breiðu á
fimm mínútum, fjórða var hverfi-
steinn, en það fimmta rennibekkur.
Á þeim árum fluttist allt korn til
landsins ómalað. Pétur Hafstein
amtmaður hafði sagnir af þessari
vélasamstæðu Jónasar og sendi
mann til að skoða hana og gefa
skýrslu um smíði hennar og allan
útbúnaðinn. Skýrsla sú kom svo út í
Norðra eða Norðanfara. I viður-
kenningu fyrir þennan útbúnað sinn
voru honum greiddar 200 ríkisdalir.
Jónas var mjög bókhneigður mað-
ur og átti gott safn af fræðibókum,
en sagt var að lítið hafi hann gert að
því að Iesa „eldhúsrómana“ . Hann
las dönsku sem móðurmál sitt og
ensku allvel.
Hann átti og drýgstan þátt í því að
stofnað var lestrarbókasafn á Eski-
firði, sem að dómi kunnugra manna
var það besta á Austurlandi í þá
daga, þar sem saman komnar voru
allar bestu bækurnar, sem Island á.
En nokkrir menn, sem litu öðrum
augum á þetta en Jónas, gátu komið
því til leiðar, að bókasafn þetta var
leyst upp og selt nokkrum árum eft-
ir fráfall Jónasar.
Þá tók Jónas virkan þátt í að
koma upp myndarlegu barnaskóla-
húsi á Eskifirði, eftir því sem þá
tíðkaðist, með tveim kennslustofum.
Svo var lestrarbókasafninu komið
fyrir í öðrum enda þess á neðri hæð.
Jónas var afkastamikill og óskipt-
ur að hverju sem hann gekk, hataði
alla hálfvelgju og undirhyggju.
Hann var ósérhlífinn í verki og eins
í fjármálum. Þegar hann vildi koma
áhugamálum sínum fram, mátti með
sanni segja um hann eins og Egill
Skallagrímsson sagði um Arinbjörn
hersi: „Hinns fégrimmr, es í Fjörð-
um býr.“
Aldrei mun Jónas hafa þótt sýna
meiri dugnað og ósérplægni en
1884, þegar byggja átti frfkirkjuna.
Þá vildu timbursölukaupmenn á
Austfjörðum ekki selja söfnuðinum
efni í kirkjuna. Tók hann sér þá far
til Noregs með síldarflutningaskipi
og fékk kirkjuna smíðaða þar. Enda
þótti hann sókndjarfur í því máli frá
fyrstu byrjun þess. Hann byrjaði á
sveitaverslun 1885, en það fyrirtæki
heppnaðist ekki, enda var við
ramman reip að draga, þar sem
verslunin á Austfjörðum átti hlut að
máli á þeim árum.
Kaupmenn á Eskifirði fengust þá
ekki svo mikið um það, þó að menn
skulduðu þeim nokkra tugi króna,
en þá hina sömu menn töldu þeir sér
undirgefna, enda dirfðust þeir ekki
að skipta við aðra en þann, sem átti
skuldarreikning hjá þeim. Að öðrum
kosti greiða hvern eyri, áður en
skipt var um viðskiptamann. Líka
mun það hafa viljað loða við, þegar
kjósa átti menn í einhverja stöðu, að
þá töldu kaupmenn sig sjálfsagða til
að leiðbeina þeim, sem þeir áttu ein-
hverjar krónur hjá, við valið á
manni eða mönnum í stöðuna.
Það var því varla von á, að efna-
litlum bónda heppnaðist að koma á
verslunarviðskiptum, sem væru til
bóta, í því umhverfi. En þó varð
þessi viðleitni Jónasar því valdandi,
að fleiri og fleiri vöknuðu til alvar-
legrar umhugsunar fyrir bættri
verslun, svo ekki liðu mörg ár frá
því Jónas varð að hætta við verslun
sína, þar til Pöntunarfélag var stofn-
að á Eskifirði fyrir allan Reyðar-
fjörð .
Jónas fékkst allmikið við smá-
skammtalækningar á efri árum sín-
um, og þótti honum heppnast það
vel. Líka þótti honum takast vel við
allar ígerðir, sem svo oft er illur
vættur í holdi sjómanna. Sjómenn
hans sögðu, að hann hefði jafnan
haft með sér í ver þau sóttvarnar-
meðul, er þá voru þekkt hér.
Á þessum árum hafði Jónas á
hendi um langt skeið stjórn hrepps-
mála. Lagði hann meðal annars
kapp á að gera vegi sem besta um
hreppinn. Taldi hann greiðar sam-
göngur um sveitina eitt af því allra
nauðsynlegasta fyrir afkomu fjöld-
ans.
Allar vegagerðir, sem hann sá
um, lét hann gera þannig, að grafið
væri frárennsli, svo að vatn gæti
ekki komist á veginn, enda entust
allir vegir, sem hann sagði fyrir um
gerð á, bæði vel og lengi.
Jónas þótti nokkuð einþykkur í
ýmsum málum og var því af sumum
samtíðarmönnum sínum talinn sér-
vitur. Hann var misskilinn af fjölda
manns, en það kom til af því hvað
hann var langt á undan meirihluta
samtíðarmanna sinna. Þessi dugnað-
ar og hugvitsmaður lést 7.apríl
1891, tæpra 55 ára að aldri, þá þrot-
inn að heilsu. Var sannarlega sjón-
arsviptir að honum í heimbyggð
hans, því að fáum mönnum var
hann líkur að framtaki og vitsmun-
um.
Sendum
viðskiptavinum okkar og
öðrum Austfirðingum bestu
óskir um gleðileg jól og farsœld
á komandi ári.
Þökkum viðskipti
liðins árs.
Nesprent
Neskaupstað