Austri


Austri - 21.12.1995, Side 31

Austri - 21.12.1995, Side 31
Jólin 1995. AUSTRI 31 Kuldaleg gisting Frásögnin sem hér fer á eftir er skráð af Pálma Hannessyni, rektor og birtist hún í bókinni Mannraunir, sem gefín var út í minningu hans árið 1959. Þátturinn greinir frá kaupstaðarferð sem Jóhann Helgason fór frá Hjarðarhaga á Jökuldal til Vopnafjarðar fyrir rúmum 70 árum, en þá var hann vinnumaður hjá Þorvaldi Hjarðar. Jóhann Helgason kvæntist síðar Bergrúnu Arnadóttur og voru þau lengst af b úsett á Osi á Borgarfirði- eystra. Þau hjón eignuðust 14 börn og eiga fjölda afkomenda um land ailt. Jóhann andaðist 10. febrúar 1972. Jóhann er maður nefndur. Hann er Helgason, bóndi í Njarðvík eystra, Jónssonar, Sigurðssonar, fræðimanns þar. Jóhann er fæddur í Njarðvík 29.desember 1891 og al- inn þar upp síðan til fullorðinsára. Vorið 1920 réðst hann vinnumaður til Þorvalds Benediktssonar, bónda að Hjarðarhaga á Jökuldal, og var hjá honum næsta ár. Nú er þess að geta, að Jökuldalur liggur mjög til vesturs, allt upp um Skjöldólfsstaði. Norðan við dalinn verða heiðalönd mikil og heita ýmsum nöfnum eft- ir bæjum. Hallar þeim öllum upp að Smjörvatnsheiði, en hún er hálend- ishryggur, um 700 m hár, er liggur suður frá Smjörfjöllum allt til Sand- fells. Vegur liggur utanvert um heiðina milli Fossvalla í Jökulsár- hlíð og Háreksstaða eða Gunn- laugsstaða í Vopnafirði. Hann er um 45 km langur. Jafnan hefur Smjörvatnsheiði verið talin erfið leið og hættuleg á vetur, því að snjóþungt er þar og illvirðasamt, enda er umgerð orðin þar lítil hin síðari ár. Símalínan var lögð yfir heiðina árið 1906, en hún hélst illa, einkum austanvert á háheiðinni. Var þá horfið að því ráði að fjölga staurum, svo að ekki urðu nema 25 m á milli þeirra, en það dugði eigi að heldur, og var símalínan flutt út á Hellisheiði árið 1914. Þó var fjórði hver staur látinn standa sem vegvísir. Þegar síminn var lagður, var sæluhús reist á heiðinni við suð- urenda Smjörfjalla, en þar eru vatnaskil. Ymsir þeirra, er gistu í sæluhúsinu, þótt ust verða varir við einhverja ókyrrð þar, einkum ef þeir voru einir. I þann tíma, er hér segir frá, sóttu Jökuldælingar flestir verslun á Vopnafjörð. Fóru þeir ekki alfara- leið, ofan Jökuldal og upp frá Foss- völlum, heldur út heiðar, enda er það miklum mun skemmra. Var oft- ast haldið upp frá Hofteigi, um Vegups og Afangabrekkur, en kom- ið á þjóðveginn skammt frá sælu- húsinu. Þorvaldur í Hjarðarhaga hafði allmikið umleikis og þurfti margt í kaupstað að sækja. Lét hann Jóhann Helgason annast lestaferðir bæði fyrir sig og aðra, og fór hann því oft til Vopnafjarðar um sumarið og haustið. Leið svo fram á vetur. Þá var það einhverju sinni, að Þorvald- ur kom að máli við Jóhann og bað hann að fara fyrir sig norður á Vopnafjörð að sækja baðlyf. Tók Jóhann því vel og bjóst til ferðar. Síðan lagði hann af stað árla dags, og var þá full vika til jóla. Tíðarfar hafði verið heldur hagstætt um hríð, og var gangfæri gott. Hélt Jóhann sem leið liggur út fyrir ofan Hof- teig, en síðan á fjall upp, og segir ekki af ferðum hans, fyrr en hann kom á Vopnafjörð. Þar tók hann baðlyfin, eins og ætlað var, setti þau í poka sinn, er hann bar á baki, og vó þá byrðin urn 70 pund. Ekki hafði hann öðrum erindum að sinna í kaupstaðnum, en með því að skammt var liðið á kvöld, sneri hann þegar heimleiðis og kom að Egilsstöðum í Vopnafirði seint á vöku. Mundi dagleið hans þá vera orðin allt að 70 km löng. Að Egils- stöðum bjó Gísli Sigurður Helga- son, og var Jóhann honum nokkuð kunnugur, en þó einkum Benedikt, syni hans, síðar bónda að Hofteigi og fræðimanni. Gisti Jóhann þar í góðu yfirlæti. Næsta morgun var komið á hríðarveður af norðvestri og útlit ískyggilegt. Taldi Gísli bóndi ófæru að leggja á fjallið að svo búnu og vildi láta Jóhann bíða betra veðurs, en hann var ófús þess að setjast um kyrrt, og varð það úr, að hann færi um daginn að Gný- stöðum, innsta bæ í Sunnudal, svo að hann ætti skemmra heim að sækja, þegar úr raknaði um veðrið. I þann mund, er hann kom þangað, brast á glórulaus norðanhríð, er hélst óslitið í næsturn tvo daga, og varð Jóhann að sitja þar veðurteppt- ur, hvort sem honum líkaði betur eða verr. Að morgni þriðja dags var veður nokkru hægara í byggð. en hríðarjagandi til fjalla og útlit Ijótt. Vildi Jóhann nú ekki bíða lengur og bjóst til ferðar í skyndi. Bóndinn á Gnýstöðum, Guðjón A. Jónsson, latti hann mjög fararinnar, en það kom fyrir ekki, enda leið nú fast að jólum, og þóttist Jóhann vita, að heimafólk í Hjarðarhaga tæki að undrast um sig. Segir bóndi þá, að hann verði að fara til baka, uns hann nái símalínunni, og féllst Jó- hann á þetta. Síðan skiljast þeir, og heldur Jóhann út og upp hlíðarbrekkurnar í átt til þjóðvegar- ins. Þá var klukkan að ganga átta um morguninn. Ekki hafði hann þó lengi farið, er stórhríð brast á, finn- ur þó símalínuna eftir nokkum tíma og leggur svo á heiðina. Eftir því sem ofar dró og lengra leið á dag- inn, fór veðrið versnandi. Þó var frost eigi hart. Átti Jóhann undan að sækja fyrst og skilaði því drjúgum áfram. Þó var hríðin svo svört, að ekki sá milli staura, og varð hann því að gæta sín að missa þeirra ekki. Skömmu eftir hádegi kom hann að sæluhúsinu, en ekki vildi hann setjast þar að fyrir neina muni. Hafði hann orðið þar dagþrota í lestaferð um haustið og orðið að gista, en þótt ógott um. Hestana hafði hann bundið úti undir vegg, en búist um inni sjálfur með hund sinn. En er hann ætlaði að taka á sig náðir, trylltust hestarnir og þó hundurinn enn meir. Fór Jóhann þá á kreik og þóttist sjá mann standa í dyrunum. Sá leystist þó sundur og hvarf sem í reyk. Nú vildi hann ekki hætta til að hitta þennan félaga aftur, er zhann var einn síns liðs í skammdegishríð. Raunar var hon- um þegar orðið ljóst, að ekki tæki hann heim að Hjarðarhaga þann daginn, en hugðist fylgja veginum að Fossvöllum. Um sæluhúsið sveigir Smjörvatnsheiðarvegur og liggur þaðan mjög svo í austur allt til byggða. Er lengi fyrst um mikla flatneskju að fara á háheiðinni, en síðan tekur við löng brekka, er Biskupsbrekka heitir og nær hún niður undir Laxá. Stauralínan lá yfir rnestan hluta háheiðarinnar, og hugðist Jóhann fylgja henni, meðan hún entist, en síðan Laxá, er ofan kæmi, að Fossvöllum. Hélt hann nú áfram för sinni, en eftir skamma stund óx veðrið enn, svo sem kæm- ist það í algleyming. Hafði Jóhann nú vindinn á vinstri hlið og kafað i snjóinn, því að færðin versnaði mjög. er austur kom á heiðina. Sá hann naumast út úr augunum fyrir hríðarkófi, og gerðist æ erfiðara að finna staurana. Þótti honum sem seint mundi sækjast heiðin við slíkt atlæti, enda þyngdi byrðin eigi sem minnst. Kom þar að lokum, að hon- um varð ljóst, að naumast mundi hann ná Fossvöllum, nema veður batnaði, en litlar líkur voru til þess. Verður það nú ráð hans að skilja eftir byrðina og slá síðan nokkuð undan veðrinu í þeirri von, að hann fyndi Hauksstaði eða aðra bæi á Jökuldal, og þóttist hann öruggur um stefnu, ef veðurstaða breyttist ekki. Hitt var honum ljóst, að gjalda yrði hann varhuga við því að verða vestan við dalinn, því að þar er heiðamegin mikið, eins og áður segir, og væri honum bani búinn, ef hann villtist þangað. Batt hann nú bagga sinn við staur, en tók úr hon- um áður tösku með nesti og smá- dóti. Heldur hann nú áfram, og ger- ist ekki fleira í um sinn. Þótti hon- um nú auðveldara en áður, þar sem hann var laus við pokann og þurfti hvorki að keppa eins við vindinn né leita leiðarmerkja. Þegar liðið var að jöfnu báðum nóni og miðaftni, kom hann í þrengsli nokkur eða sund milli tveggja hæða. Veit hann þá ekki fyrri til en hann rekst út í krap og fellur við, svo að hann blotnar í hendur og fætur. En þegar hann er upp staðinn, þykist hann sjá, að hann sé kominn út í upp- bólginn læk, og hefur það að líkind- um verið Laxá, neðanvert á Laxár- dal. Jóhann sér nú, að eigi muni hann áfram halda um sinn, fyrst hann sé blautur orðinn, og tekur það ráð að grafa sig í fönn, leitar nú fyrir sér að einhverju afdrepi og finnur loks snjóhengju. Þar rótar hann til með höndum og fótum og gerir sér þannig holu inn í hengj- una. Síðan skríður hann inn í skúta þennan og lætur fenna að sér. Göngustaf sínum stakk hann í skaflinn skammt frá í þá stefnu, er hann hugði rétta vera til byggða, svo að gæti áttað sig, ef vindstaða skyldi breytast, meðan hann væri í fönninni. Lá hann nú þarna í holu sinni eða húkti á fjórum fótum og þótti langt, enda var þar bæði þröngt og kalt fyrst í stað. Reyndi hann að iða, eins og honum var unnt, og söng sem mest hann mátti til þess að halda á sér hita. Rýmkaði því heldur um hann og hlýnaði, er frá leið. Töskuna hafði hann hjá sér og neytti nokkurs af frosnu kjöti, en hvort tveggja var, að óhægt var um að sýsla, enda fann hann lítt til hungurs. Loks tók hann eftir því, að dregið hafði mjög úr veðurhljóðinu. Hélt hann þá, að veður hefði batn- að, og reis upp. Ekki hafði þó til betra brugðið, og var enn sótsvört hríð, en fönnin ofan á honum var orðin svo þykk, að lítt gat að heyra hríðardyninn í gegnum hana. Lagð- ist Jóhann fyrir aftur og sópaði að sér snjónum, en nú var allt torveld- ara en áður, því að hann hafði blotnað og holan fyllst af snjó. Gekk honum því illa að halda á sér hita, og gerðist líðanin allt annað en góð. Ekki sá hann þó ástæðu til æðru, en söng allt hvað af tók. Leið svo nóttin. Árla næsta morguns þótti honum enn sem lægt hefði nokkuð og fór á kreik. Allt var þó óbreytt um veðrið og enn dimmt af nótt. En nú þótti Jóhanni svo kom- ið, að hann mætti ekki haldast við lengur í snjónum, enda hafði hann verið þar um 14 klukkustundir og lengst af legið á fjórum fótum. Hélt hann nú af stað, og var færi orðið léttara en daginn áður, því að fönn- ina hafði rekið saman í skafla, en rifið til á milli. Ekki virtist honum veðurstaða hafa breyst, og heldur hann nú enn í sömu stefnu. Um há- degisbil rakst hann á fjárhús og þekkti, að hann var kominn að beit- arhúsum frá Hauksstöðum. Þau eru snertuspöl út frá bænum, gegnt Giljum. Ekki þótti honurn aðkoman góð, því að húsin stóðu opin og skeflt inn í krær. Stóðu sauðir þar inni í snjónum, en aðrir fenntir úti undir veggjum. Hafði eigi verið far- ið á húsin tvo undanfarna daga og enn ókomið þennan dag. Ekki tafði Jóhann lengi við húsin, en hélt heim að Hauksstöðum, og var honum tekið þar af hinni mestu alúð. Hríð var enn á og hélst allan þennan dag. Vildi bóndi því eigi láta Jóhann fara lengra, en ekki var við það komandi. Þó tafði hann góða stund, fékk þurr plögg og mat, en síðan kaffi. Að því búnu hélt hann heim að Hjarðarhaga og kom þangað eftir sex stunda ferð. Eftir nýárið fór Jóhann að vitja pokans, og var hann óskemmdur á sínum stað. Fyrir nokkrum árum heyrði ég ávæning af sögu þessari. Síðar sagði Jóhann mér hana sjálfur, og fer hún því ekki annarra á milli. Jó- hann Helgason er meðalmaður á hæð og þéttvaxinn, sterkur að afli sem þeir Njarðvíkingar margir og ekki líklegur til þess að láta sér smámuni fyrir brjósti brenna. Ekki varð honum meint af ferð þeirri, er hér er sagt frá, enda var hann á besta aldri, 29 ára, er hún var farin. Hann býr nú að Osi í Borgarfirði eystra. Senduni viðsfýiptavinum okfcar og öðrum SLustfirðingum Sestu jóla- og nýársóskri. ‘Þökfcum viðskiptin á árinu sem er að ííða. ÍJ # TÍSKUVÖRUR - SNYRTIVÖRUR Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla ogfarsældar á nýju ári með þökkfyrir viðskiptin á árinu. 2 a Endurskoðun hf. Fagradalsbraut 11 Egilsstöðum ® 471-1112 Fax 471-2201 Hjónin Bergrún Arnadóttir og Jóhann Helgasson

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.