Austri - 21.12.1995, Side 32
32
AUSTRI
Jólin 1995.
Arndís Þorvaldsdóttir:
Einu sinni var
Þegar mér verður hugsað til jóla-
undirbúnings og jólahalds á
bernskudögum, staldrar hugurinn
við minningu frá jólaföstu, Eg er
sex til sjö ára gömul, stödd út á
hlaði á bernskuheimili mínu í ein-
um af dölum Borgarfjarðarhéraðs.
Það er hreinviðri og snjóföl á jörðu.
Við sjóndeildarhring blasa við
Hafnarfjall og Skarsheiði, sem fjar-
lægðin gefur að jafnaði bláan lit. I
dag falda fjöllin hvítu og þau eru
undra falleg í bláleitri skammdegis-
birtunni. Þegar ég lít upp í hlíðina
ofan við bæinn, sé ég að æmar eru
að koma heim á húsin. Þær renna í
eina slóð og minna á perlur á festi.
Nokkrar eru mislitar og þær hvítu
virðast blakkar á lagðinn í fann-
hvítri mjöll inni. En það er fleira á
hreyfingu þar efra. I neðri Dýja-
brekkunni greini ég óreglulega þúst.
Hún færist hægt nær og nær og
stefnir á reykingarkofann sem kúrir
ofarlega í túninu. Tilsýndar er þetta
að sjá, eins og hrísköstur á gangi,
en þegar nær dregur kemur í ljós að
undir bagganum gengur aldraður
maður. Hann varpar af sér byrðinni
við reykingarkofann og þó að hann
sé laus við okið stendur hann enn
hálfboginn, því bak hans er fyrir
löngu kreft, afleiðing veikinda og
þrældóms. Hann heitir Jón As-
mundsson og svo langt sem ég man
hefur hann verið á heimili foreldra
minna og er fyrir löngu orðinn einn
af föstu punktunum í tilvera þriggja
ungra systra. Hann gegnir ýmsum
störfum svo sem fjósverkum og
lestarkennslu með trúmennsku og
alúð að leiðarljósi. Eitt starf er hon-
um þó þekkara en önnur, enda um
mikið vandaverk að ræða, sem ekki
er á allra færi. Hann hefur um árabil
haft á sinni könnu að annast reyk-
ingu á kjöti og öðrum matvælum.
Þessi embættisstörf ná orðið langt
út fyrir heimilið, því hvert haust
tekur hann að sér kjöt í reykingju
fyrir vini og kunningja, jafnvel úr
öðrum sóknum. Eg hraða mér á
vettvang. Það er mikill heiður að fá
að hjálpa Jóni við embættisstörfin í
reykingarkofanum og þó að aldur
minn sé ekki hár þekki ég af eigin
raun að aðstoð mín er vel þegin við
ýmsa minni háttar snúninga.
Hrískösturinn er bundinn saman
með snæri og ég horfi á gamla
manninn glíma við að leysa hnúta,
með lopnum og hnýttum fingrum.
A meðan tautar hann ýmislegt fyrir
munni sér sem ekki er beinlínis í
anda þeirrar hátíðar sem að höndum
fer. Vasahnífurin er ekki langt und-
an, en hér er maður af kynslóð sem
ekki sker ótilneydd á spotta. Að
lokum rakna hnútarnir, snærið er
undið upp í hönk sem hverfur ofan í
vasa á gömlum og snjáðum nank-
insjakka. Inn í kofanum er eymur,
af brendu hrísi og hangikjöti, sann-
kölluð jólalykt. I rjáfrinu hanga
læri, frampartar, bjúgu, rúllupylsur
og magálar. Eg hjálpa Jóni við að
taka bárajámsplötumar ofan af eld-
stæðinu. I hlóð unum nórir nú að-
eins örlítil glóð. Eg ber að taðflögur
og rifið hrís. A meðan hefur gamli
maðurinn lífgað við eldinn, sem eitt
augna blik logar svo glatt, að það
birtir í kofanum. En meistarinn er
starfi sínu vaxinn, fljótlega hefur
hann falið eldinn og örmjó reyk jar-
súla stígur til lofts. Þegar við höfum
gengið vel og vendilega frá öllu,
göngum við til bæjar. Uti er
rökkvað. Glottleitur máni nemur
við fjallsbrún og á dimmbláum
himninum kvikna stjörnurnar hver
af annarri. I eldhúsinu eiga mamma
og elsta systir mín annríkt við jóla-
undirbúninginn. Kolavélin er rauð-
glóandi. Það er verið að baka
smákökur til jólanna. Eg fæ að
smakka bæði gyðingakökur og hálf-
mána, sem renna ljúflega í munni,
þrátt fyrir að þær hafi aðeins hafa
brennst í ofninum. Eftir kvöldmat-
inn er komið að árvissum atburði,
sem hlakkað hefur verið til frá því í
byrjun jólaföstu. I kvöld fáum við
systurnar að skoða jólakortin hans
Jóns. Það er mikið safn. A langri
ævi hefur hann haldið saman öllum
kortum sem honum hafa borist og
geymir þau í kistu ásamt fleiri dýr-
gripum. Við systurnar setjumst hjá
honum og bíðum eftirvæntingar-
fullar eftir því, að hann ljúki upp
kistunni. Athöfnin er alltaf með
sama sniði. Hann opnar kistuna há-
tíðlegur í fasi og og tekur upp pink-
il sem vafinn er í brúnan pappír og
leysir utan af honum seglgarns-
spotta.
Síðan lætur hann kortinn ganga á
milli okkar, eitt og eitt í senn. A
meðan við skoðum myndirnar á
kortunum rifjar hann gjarnan upp
kynni sín af sendandanum og grein-
ir frá ættartengslum. Svona hefur
þetta gengið fyrir sig ár eftir ár, en
vekur þó alltaf sömu tilhlökkun og
eftirvæntingu. Þegar við höfum lok-
ið við að skoða kortin biðjum við
Jón að fara með Gilsbakkaþulu,
sem er gamalt grýlukvæði í anda
kvenréttinda. A meðan Grýla gamla
liggur og hvílir lúin bein í helli sín-
um í Gilsbakkagili, þveitist
Leppalúði um alla sveit og falast
eftir óþekkum bömum þeim hjúun-
um til viðurværis. Sem betur fer eru
bara þæg og góð börn í sveitinni og
hann hrökklast að lokum matarlaus
til síns heima og hungur verður
þeim hjúunum að aldurtila. Vett-
vangur þulunnar er nágrannasveitin
Hvítársíða, sem liggur handan við
Síðufjallið dökka. Þangað hef ég
aldrei komið, en ég loka augunum
og fylgist í huganum með þrauta-
göngu Lúða bæ frá bæ. Það er ekki
frítt við, að í lokin finni ég til sam-
úðar með þessum leiðu hjúum sem
engin vill rétta hjálparhönd. Það er
komin háttatími. Eftir að hafa hlust-
að á hrollvekjandi grýlukvæði um
samskipti trölla og manna, er ör-
uggt og notalegt að skríða í holuna
fyrir ofan stóru systur. Að morgni
rís nýr dagur sem færir okkur enn
nær langþráðri jólahátíð.
Oskum viðskiptavinum
okkar og Austfirðingum öllum
gleðilegra jóla
og farsœldar á komandi ári
með þökk fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Súnbúðin
Hafnarbraut 6
Neskaupstað
Búnaðarbanki
s
Islands
hefur um árabil þjónað
íbúum á Austurlandi.
Starfsfólk
Búnaðarbankans
þakkar viðskiptin
a arinu og
óskar ykkur
gleðilegra
jóla
Búnaðarbankinn
Egilsstöðum
471 1203
Við óskum viðskiptavinum og
landsmönnum öllum gleðilegra jóla
ogfarsældar á nýju ári.
DALVÍK, SÍMI 466 1670