Fréttablaðið - 30.09.2020, Page 9
Í dag undirrita 16 lyfja-
fyrirtæki og stofnun okkar
mikilvægan samning.
Heimurinn er á tímamótum í vísindum: Öruggt og áhrifa-ríkt COVID-19 bóluefni
verður líklega tilbúið snemma á
næsta ári. Í rauninni verða mögu-
lega f leiri bóluefni tiltæk. Þessi
þróun mun loks gefa heimsbyggð-
inni tækifæri til að útrýma ógn
heimsfaraldursins – og koma heim-
inum aftur í eðlilegt horf.
Af því að við getum bólusett gegn
sjúkdómnum munu stjórnvöld vera
fær um að aflétta fjarlægðarráðstöf-
unum. Fólk mun ekki lengur þurfa
að ganga með grímur. Efnahagur
heimsins mun taka við sér af fullum
krafti.
Útrýming sjúkdómsins gerist þó
ekki af sjálfu sér. Til að ná markmið-
inu þarfnast veröldin fyrst þriggja
hluta: getunnar til að framleiða
milljarða skammta af bóluefni,
fjármögnunar til að borga fyrir þá
og kerfis til að dreifa þeim.
Framleiðslugeta á bóluefni
Eins og staðan er núna er megnið
af bóluefni gegn COVID-19 ætlað
fyrir auðugri þjóðir heims. Þær
hafa samið við lyfjafyrirtæki og
tryggt sér rétt til að kaupa milljarða
skammta þegar þeir verða fram-
leiddir.
En hvað með þjóðir heims með
lágar og lægri meðaltekjur, allt frá
Suður-Súdan til Níkaragva til Mjan-
mar? Þessar þjóðir eru heimkynni
næstum helmings heimsbyggðar-
innar og þær hafa ekki kaupmátt
til að gera stóra samninga við
lyfjafyrirtæki. Í núverandi ástandi
munu þessi lönd mest geta náð til
um 14 prósenta íbúa sinna.
Ný líkön frá Northeastern-
háskólanum í Boston skýra hvað
mun gerast ef dreifing bóluefnis er
svo ójöfn. Rannsakendur könnuðu
tvenns konar atburðarás. Í fyrri
atburðarásinni eru bóluefni afhent
löndum miðað við fjölda íbúa. Hin
er nær því sem er nú að gerast: 50 rík
lönd fá fyrstu 2 milljarða skammta
bóluefnis. Í þessari atburðarás
heldur veiran áfram að dreifast
óhindruð í fjóra mánuði í þremur
fjórðu hlutum heimsins og næstum
tvöfalt f leiri látast.
Þetta væri gífurlegur siðferðis-
brestur. Fyrirbyggja má COVID-19
með bóluefni og enginn ætti að þurfa
að deyja úr sjúkdómi sem unnt er að
fyrirbyggja aðeins vegna þess að
heimaland þeirra getur ekki tryggt
framleiðslusamning. Ekki þarf einu
sinni að velta sanngirni fyrir sér til
að sjá vandamálið við „aðeins ríkar
þjóðir“-atburðarásina.
Í þessari atburðarás yrðum við
öll eins og Ástralía og Nýja-Sjáland.
Löng tímabil hafa liðið í báðum
löndum með aðeins örfáum til-
fellum innan landamæra, en efna-
hagur þeirra er enn lamaður vegna
þess að viðskiptalönd þeirra eru
lokuð. Stöku sinnum leggur svo nýr
smitberi leið sína yfir Suður-Kyrra-
hafið og veldur nýju hópsmiti sem
breiðist út. Skólum og skrifstofum
er lokað á ný.
Jafnvel með offramboði á bólu-
efni eiga auðugar þjóðir á hættu
að smit brjótist út á nýjan leik því
ekki velja allir að láta bólusetja sig.
Eina leiðin til að útrýma sjúkdóms-
ógninni á einum stað er að útrýma
henni alls staðar.
Að agnúast út í auðugar þjóðir er
ekki besta leiðin til að gæta jafn-
ræðis í dreifingu bóluefnis. Það
er fullkomlega skiljanlegt að þær
leitist við að vernda íbúa sína. Í
stað þess verðum við að auka fram-
leiðslugetu heimsins á bóluefni
verulega. Þannig getum við náð til
allra, sama hvar fólk býr.
Merkilegar framfarir hafa þegar
náðst á þessu sviði þegar kemur að
lyfjum til lækninga. Lyfjafyrirtæki
hafa samþykkt að auka framleiðslu-
getu með því að nota verksmiðjur
hvert annars. Lyfið Remdesivir
var til dæmis búið til af fyrir-
tækinu Gilead en auka skammtar
verða nú framleiddir í verksmiðjum
Pfizer-lyfjaframleiðandans. Ekkert
fyrirtæki hafði nokkurn tíma leyft
samkeppnisaðila að nota verk-
smiðjur sínar á þennan hátt og nú
sjáum við svipaða samvinnu þegar
kemur að bóluefnum.
Í dag undirrita 16 lyfjafyrir-
tæki og stofnun okkar mikilvægan
samning. Fyrirtækin samþykktu
meðal annars að hafa samvinnu
um framleiðslu á bóluefni og hraða
henni á áður óþekktan hátt til að
tryggja að samþykktum bóluefnum
verði dreift víðs vegar eins fljótt og
auðið er.
Fjármögnun á bóluefni
Til viðbótar við framleiðslugetu á
bóluefni þurfum við einnig fjár-
magn til að greiða fyrir milljarða
skammta fyrir fátækari þjóðir. Hér
getur ACT-hraðallinn hjálpað. Það
er framtak sem styrkt er af samtök-
um eins og Gavi og Alþjóðasjóðnum
(e. The Global Fund). Þrátt fyrir að
ekki hafi allir heyrt af því hefur ACT
á síðustu tveimur áratugum aflað
sér sérfræðiþekkingar á fjármögn-
un bóluefna, lyfja og greiningar.
Lyfjafyrirtæki hafa gert f jár-
mögnunina auðveldari, með því
að afsala sér gróða af mögulegu
COVID-19 bóluefni og samþykkt
að framleiða það á hagkvæmasta
mögulega máta. Einnig er þó þörf á
opinberri fjármögnun.
Bretland er góð fyrirmynd fyrir
aðrar auðugar þjóðir. Það hefur lagt
hraðlinum til nægt fjármagn svo
útvega megi líklega hundruð millj-
óna bóluefnisskammta. Ég vona að
aðrar þjóðir verði jafn gjafmildar.
Dreifikerfi fyrir bóluefni
Að endingu þetta: Jafnvel þegar
heimurinn er kominn með getu og
skipulega fjármögnun, munum við
þurfa að styrkja heilbrigðiskerfin
– starfsmenn og innviði – sem geta
raunverulega komið bóluefni til
fólks um víða veröld.
Margt má læra af viðvarandi
átaki gegn lömunarveiki. Einhver
frægasta ljósmyndin af aðgerðum
gegn lömunarveiki á Indlandi var
af heilbrigðisstarfsfólki sem stóð
í röð. Það hélt bóluefniskælum
hátt yfir höfði sér meðan það óð í
gegnum mittisdjúpt flóðvatn á leið
sinni til afskekkts þorps. Að greina
COVID-19 tilfelli í fátækustu heims-
hlutum mun þarfnast álíka hóps
heilbrigðisstarfsmanna – fólks sem
getur náð til staða þangað sem engir
vegir liggja. Með góðri skimun geta
þessir starfsmenn einnig verið í við-
bragðsstöðu ef einhver annar sjúk-
dómur stingur sér niður úr leður-
blöku – eða fugli – yfir í manneskju.
Með öðrum orðum, með útrým-
ingu COVID-19 getum við líka byggt
upp kerfið sem mun draga úr skaða
vegna næsta heimsfaraldurs.
Með því að rannsaka sögu heims-
faraldra hef ég lært að þeir skapa
óvæntan kraft þegar kemur að
bæði eiginhagsmunum og fórn-
fýsi: Heimsfaraldrar eru sjaldgæf
tilfelli þar sem eðlishvöt þjóðar til
að vernda sjálfa sig og hvötin til að
hjálpa öðrum ber að sama brunni.
Eiginhagsmunirnir og svo fórnfýsin
– að sjá til þess að fátækar þjóðir hafi
aðgang að bóluefni – eru það sama.
Aðsend grein Bill Gates birtist í
dag í dagblöðum víða um heim.
Áætlun í þremur hlutum til að útrýma COVID-19
Bill Gates
HENSON
LAGERSALA
Aðeins í 8 da
ga!
1. okt 2. okt. 3
. okt 4. okt 5.
okt 6. okt 7. ok
t 8. okt.
Opið frá kl. 11
-18
Staðsetning
: Brautarho
lt 24
Það er ánægjulegt að sjá og meta framgang byggðaáætlunar það sem af er og ég tel að vel
hafi tekist til bæði við framkvæmd
og fyrirkomulag áætlunarinnar. Vel
hefur gengið að samþætta byggða-
sjónarmið við aðrar stefnur og áætl-
anir ríkis og sveitarfélaga: byggða-
gleraugun eru nú sett upp á f leiri
stöðum en áður hefur verið. Vissu-
lega mætti vera meira fjármagn úr
að spila en það fé sem til ráðstöf-
unar er hefur verið vel nýtt.
Einnig hefur tekist vel til við að
virkja marga aðila þvert á hrepps-
mörk, stjórnsýslustig og mála-
f lokka, og sveitarstjórnarstigið er
mun betur tengt við framkvæmd
byggðaáætlunar en áður. Það var
hárrétt ákvörðun að samþætta
byggða- og sveitarstjórnarmál
undir einum ráðherra. Þegar horft
er yfir sviðið og farinn veg tel ég full-
ljóst að sveitarstjórnar- og byggða-
mál verði ekki aðskilin héðan í frá.
Loftbrúin (Skoska leiðin) er ein
mikilvægasta byggða- og sam-
gönguaðgerð síðari ára. Loftbrúin
veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi
fyrir allt að sex flugleggi á ári og er
markmiðið að bæta aðgengi íbúa á
landsbyggðinni sem búa fjarri höf-
uðborginni að miðlægri þjónustu.
Ljóst er að hér er um mikið rétt-
lætismál að ræða fyrir þá sem búa
fjarri höfuðborginni og bæði vilja
og þurfa að sækja þjónustu þangað.
Það er því sérstaklega ánægjulegt að
Loftbrúin sé nú orðin að veruleika
og komin til framkvæmda.
Í byrjun sumars hélt byggða-
málaráð góðan umræðufund um
endurskoðun byggðaáætlunar,
hvar við stöndum og hvert beri að
stefna til framtíðar. Það var mjög
gott að fá yfirlit yfir byggðastefnu
og aðgerðir á Norðurlöndunum.
Við endurskoðun byggðaáætlunar
er mikilvægt að skoða sérstaklega
hvaða aðgerðir eru að skila árangri
og byggja áfram á þeim verkefnum
sem hafa þótt reynast vel.
Um leið er ljóst að sveitar-
stjórnarfólk um land allt lætur sig
byggðamál varða og það þurfum
við líka að gera hér á höfuðborgar-
svæðinu. Byggðastefna á að ná til
landsins alls, en ekki bara til veik-
ustu byggðarlaganna eins og áður
var. Það er mikilvægt fyrir okkur
sem munum nú bera ábyrgð á því
fyrir hönd ráðherra og ríkisstjórnar
að endurskoða byggðaáætlun og
tryggja að hún verði það verkfæri
sem byggðir landsins hafa þörf fyrir.
Við höfum úr miklu að moða og
höldum glöð til móts við verkefnið.
Að lokum vil ég hvetja alla lands-
menn, nær og fjær, til að taka þátt
í því opna samráðsferli sem nú
stendur yfir. Mótum saman nýja og
öfluga byggðastefnu fyrir landið.
Öflug byggðastefna
Ágúst Bjarni
Garðarsson
formaður
byggðamála-
ráðs
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0