Fréttablaðið - 30.09.2020, Side 32
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
& STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Næring+ er íslenskur næringardrykkur og góður
valkostur fyrir þá sem vilja handhægt
orku- og próteinríkt millimál.
Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir
niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga
gilda innkaupaheimild.
Melkorka starfar sem hjúkr-unarfræðingur á Heilsu-gæslunni í Lágmúla, en
er menntuð sem íþróttakennari
og matvælafræðingur í grunninn.
Sólveig er hjúkrunarfræðingur á
Hrafnistu og hefur starfað með
öldruðum um árabil.
Oft vangreint vandamál
„Ritgerðin okkar fjallaði sérstak-
lega um komur aldraðra á bráða-
móttökuna og hvaða þjónustu þeir
fá þar. Niðurstaða okkar var sú að
það má gera betur á þessu sviði og
það þarf að rannsaka þetta betur,“
segir Sólveig.
„Það kom okkur á óvart hvað
þessari grunnþörf, sem næring
er, er ábótavant hjá öldruðum,“
segir Melkorka. „Það er alltaf talað
um grunnþarfirnar, svefninn,
næringuna, hreyfingu og andlegu
heilsuna sem þurfi að huga að, og
þegar þetta er ekki til staðar þá
getur þetta verið undirstaða svo
margra vandamála, sérstaklega
hjá öldruðum.“
Sólveig segir einna mikilvægast
að átta sig á alvarleikanum. „Númer
eitt, tvö og þrjú er auðvitað að taka
þessu alvarlega og að það sé skimað
eftir þessu meðal aldraðra sem eru
að koma á bráðamóttökuna vegna
einhverra annarra orsaka en akk-
úrat vannæringar. Svo kemur oft í
ljós þegar nánar er skoðað að þetta
fólk er vannært.“
Melkorka segir vandamálið oft
vangreint. „Þessir einstaklingar
eru oft spurðir að því hvort þeir
séu að drekka nægilega, því að
þurrkur getur valdið svo miklum
vandamálum í húðinni, hjart-
slætti, háþrýstingi og óráði og
öðru slíku, en ef þú ert ekki nógu
vel nærður þá getur það líka valdið
þessum vandamálum og fylgi-
kvillum,“ útskýrir hún.
„Ef þessi hópur er ekki að fá
nægilegt magn af orku, vítamínum
eða steinefnum þá er svo margt
sem fylgir, munnheilsu hrakar,
beinþéttnin minnkar, líkurnar á
fall- og byltuhættu aukast. Fólk er
að detta á þessum aldri og brjóta
bein og þarf að leggjast inn á
sjúkrahús. Og ef þú ert ekki nægi-
lega vel nærður þegar þú kemur
inn á sjúkrahús þá ertu náttúru-
lega líka lengur að ná bata.“
Sólveig tekur undir og segir
áríðandi að vera vakandi og
bregðast við einkennum vannær-
ingar meðal aldraðra. „Rannsóknir
hafa sýnt að vannæring eykur
líkurnar á f leiri byltum, sjúk-
dómseinkenni versna miklu fyrr
og þessi einkennameðferð þarf að
vera í lagi til þess að láta fólki líða
vel. Það er svo mikilvægt að halda
vel að fólki sérstaklega prótínum,
því að vöðvarýrnunin er svo mikil
hjá þessum hópi, þannig að við
séum að búa vel í haginn fyrir ævi-
kvöldið líka.“
Skimun og eftirfylgni
Sólveig segir brýnt að efla bæði
skimun og eftirfylgni. „Það er
gríðarlega mikilvægt að skima og
fylgja þessu eftir. Svo er spurning
hver eigi að fylgja þessu eftir, er
það heilsugæslan, heimahjúkrun
eða fer fólk jafnvel fyrr á hjúkrun-
arheimili vegna þess að það er van-
nært og getur þar af leiðandi ekki
hugsað um sjálft sig, veikist þá
fyrr og dettur tíðar? Byltur og óráð
og annað getur komið í veg fyrir að
fólk geti verið heima hjá sér.“
Huga þurfi sérstaklega að þeim
sem enn búi heima. „Það er mikið
talað um fólk sem er þegar komið
inn á hjúkrunarheimili, en ekki
mikið verið að spá í fólk sem býr
ennþá heima. Nú er komin aukin
krafa um að fólk geti verið heima
sem lengst, það er mjög falleg
hugsun og þörf, en hvað getum
við gert til þess að stuðla að því?
Það eru auðvitað ótal þættir,
en það sem hefur dálítið setið á
hakanum er næringin. Að þau séu
að fá fjölbreytta næringu við hæfi
og að fæðan sé nægilega orku- og
prótínrík,“ segir Melkorka.
Oft sé hægara sagt en gert að
koma auga á vandamálið. „Það
sem mér þótti merkilegt var hvað
þetta vandamál er falið og getur
verið lúmskt. Þú getur verið með
of þungan, aldraðan einstakling,
en hann getur verið vannærður.
Hugsanlega býr viðkomandi einn
og á erfitt með að komast í búðina,
það er svo margt sem spilar inn í,“
útskýrir hún.
„Svo fara þessir einstaklingar
og kaupa einfaldan og orkuríkan
mat, sem er kannski ekkert mjög
næringarefnaríkur eða þéttur.
Þannig að það er ekki allt sem
sýnist. Fólk getur verið í ágætis
holdum á þessum aldri, en getur
samt verið með bullandi vannær-
ingu og vantað helstu vítamínin og
steinefnin í fæðuna.“
Ýmislegt hægt að gera
Það geta verið ýmsar ástæður að
baki vannæringar aldraðra. Mel-
korka telur upp nokkur atriði sem
gagnlegt er að hafa að leiðarljósi. „Í
fyrsta lagi þarf að halda hreyf-
ingunni inni, til þess að viðhalda
matarlystinni og orkuþörfinni.
Svo þarf að passa að orkuþéttnin
sé til staðar í fæðunni og að þau
séu að fá öll næringarefnin, kol-
vetni, prótín og fitu. Það er talað
um að þessi aldurshópur þurfi
prótínríka fæðu. Ef matarlystin er
ekki mikil, þá huga að því að borða
oftar yfir daginn, ekki bara tvær
máltíðir á dag eins og algengt er.“
Sólveig tekur undir. „Við sjáum
alltof oft fólk með vannæringu þó
að okkur finnist það vera að borða
alveg helling og því finnist það ekki
vera svangt. En það er ekki aðal-
málið, heldur að það borði nógu
fjölbreytt og næringarríkt og að
fæðan sé orku- og prótínrík.“ Þessi
aldurshópur veigri sér gjarnan við
því að leita sér aðstoðar. „Þetta er
oft fólk sem vill ekki láta hafa fyrir
sér, er nægjusamt og maturinn
skemmist jafnvel hjá því, af því að
því finnst agalegt að leifa. Þessi
hugsunarháttur getur verið dálítið
ríkjandi hjá þessum elsta hópi, en
svo fer þetta auðvitað að breytast
með næstu kynslóðum.“
Leggja þurfi aukna áherslu á for-
varnir. „Við fundum alltof lítið af
efni um afleiðingar, en það kom í
ljós að bylturnar eru hvað tíðastar
og við teljum að þær tengist auk-
inni vöðvarýrnun og jafnvægis-
leysi. Maður vill að fólki líði vel og
þar er aðallega talað um slappleika
og byltur. Það þýðir að fólki líður
verr, depurð og vanlíðan eykst,
þannig að forvarnarsýn verður
gríðarlega mikilvæg og mann
langar að það sé meira eftirlit og
innlit til fólks, sem er ekki fyrr en
það er orðið veikt,“ segir Sólveig.
„Okkar tilfinning var sú að það
væri hægt að hlúa betur að þessum
hópi, á ekkert svo rosalega flókinn
hátt. Það væri alveg hægt með
góðri samvinnu og teymisvinnu
allra fagaðila, aðstandenda sem og
skjólstæðinga, að halda betur utan
um þennan hóp,“ segir Melkorka.
Sólveig segist vör við vilja til
þess að gera betur. „Þetta er komið
stutt á veg, en ég veit að það er vilji
fyrir því að skima fyrir þessu á
bráðamóttökunni um leið og fólk
kemur inn, og líka að halda þessu
við þegar fólk kemur heim, hvort
sem það er eftirfylgni með sím-
tölum, öryggisinnliti eða jafnvel
heimahjúkrun og svo framvegis.“
Mikilvægt að huga að næringu
Melkorka Á. Kvaran og Sólveig H. Sigurðardóttir fjölluðu um vannæringu aldraðra í lokaverk-
efni sínu í hjúkrunarfræði. Það kom þeim á óvart hversu dulið og ókannað vandamálið er.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Melkorka Árný Kvaran. Sólveig Hlín Sigurðardóttir.
Við sjáum alltof oft
fólk með vannær-
ingu þó að okkur finnist
það vera að borða alveg
helling og því finnist það
ekki vera svangt.
10 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U REFRI ÁRIN