Fréttablaðið - 30.09.2020, Side 36

Fréttablaðið - 30.09.2020, Side 36
9% veltuaukning Kaupfélags Skagfirðinga milli ára. Arion banki mun birta upplýsingar um nýtingu innlánanna og hve mikilli lækkun á kolefnislosun þau skila árlega. Ef heildareignum lífeyrissjóða er bætt við verðbréfaeign sam- kvæmt skilgreiningu Hagstofunnar er myndin önnur. Þá er vægi fasteigna og verðbréfaeignar nokkuð jafnt, eða um 45 prósent af heildareignum hvort. Anna Hrefna Ingi- mundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnu- lífsins Þá virðist sem tölur Hagstofunnar sýni meiri ójöfnuð en er í raun. Konráð S. Guð- jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is 60 ára og eldri áttu 58 pró-sent alls eiginfjár í land-inu árið 2019, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Eigið fé fólks fer vaxandi eftir því sem aldurinn færist yfir. Eiginfjárstaða heimila jókst um níu prósent á milli ára. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Sam- taka atvinnulífsins, bendir á að gögn Hagstofunnar séu ófullkomin að því leyti að þau taka ekki tillit til eigna einstaklinga í gegnum lífeyr- issjóði og þar að auki sé stuðst við nafnvirði verðbréfaeignar. „Því er um töluvert vanmat á raun- og heildarvirði verðbréfa- eigna að ræða í gögnum Hagstof- unnar. Gögnin gefa engu að síður nokkuð góða mynd af þeirri þróun sem á sér jafnan stað á starfsævi fólks. Eigið fé eykst statt og stöðugt eftir því sem tekjur eru lagðar fyrir og fasteignalán eru greidd niður. Skekkjan í gögnum Hagstofunnar vanmetur þó lík lega þennan kynslóðamun allverulega þar sem verðbréfaeignir eru metnar að nafn- virði og lífeyrissjóðseignir eru ekki taldar með, en þær aukast einnig með starfsaldri,“ segir hún. Allt að því ónothæf gögn Konráð S. Guðjónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að gögn Hagstofunnar séu allt að því ónothæf til að skoða eigna- stöðu heimila enda hafi OECD- ríkin ekki viljað taka Ísland inn í sambærilega tölfræði. Hann bendir í því samhengi á að ekki sé tekið tillit til lífeyrissjóða, sem séu um helmingur af eignum heimilanna, og að verðbréf séu skráð á nafnvirði en ekki markaðs- virði sem sé að öllum líkindum verulegt vanmat. Finna má ýmsa f leti á gögnum Hagstofunnar. Ríkisútvarpið varp- aði ljósi á að „ríkustu 10 prósentin“ eigi 44 prósent eigna á Íslandi. Til að komast í hóp þeirra tíu prósent ríkustu þarf að eiga 67 milljónir í eigið fé, samkvæmt Hagstofunni. Það er ígildi ágætrar íbúðar en Hag- stofan metur fasteignir samkvæmt fasteignamati. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, fullyrti við það tækifæri að ójöfnuður væri raun- verulegt vandamál á Íslandi. Eins og fyrr segir eru það einkum hinir eldri sem eiga umrætt eigið fé og til að komast í hóp 10 prósent ríkustu landsmanna þarf að eiga ígildi skuldlausrar íbúðar, samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Sýni meiri ójöfnuð Konráð segir að þegar reynt sé að áætla hvernig eignadreifingin gæti litið út ef tekið sé tillit til þess að lífeyrissjóðina vanti, sem leiði til aukins jafnaðar, og verðbréf væru metin á markaðsvirði, sem leiði til aukins ójafnaðar, „þá virðist sem tölur Hagstofunnar sýni meiri ójöfnuð en er í raun. Það er samt ekki hægt að fullyrða um það þar sem nægilega góð gögn liggja ekki fyrir.“ Anna Hrefna segir að miðað við gögn Hagstofunnar séu fast- eignir langsamlega stærsti hluti eigna almennings eða 76 prósent heildareigna. „Ef heildareignum lífeyrissjóða er bætt við verðbréfa- eign samkvæmt skilgreiningu Hag- stofunnar er myndin önnur. Þá er vægi fasteigna og verðbréfaeignar nokkuð jafnt, eða um 45 prósent af heildareignum hvort.“ Í ljósi þess að formaður Sam- fylkingarinnar víkur að ójöfnuði er vert að hafa í huga að frelsi, þar með til athafna, fæst ekki þrifist nema að gert sé ráð fyrir ójöfnuði. Hagfræðingar á borð við Ludwig von Mises hafa sagt að einungis vegna ójafnaðar sé hægt að skapa auð í lýðræðisríkjum, því hann sé hreyfiafl í átt að aukinni hagsæld. Nassim N. Taleb, höfundur The Black Swan og f leiri bóka, sagði að margir geri þau mistök að telja að þeir sem voru efnaðir árið 2015 séu hinir sömu og árið 2000. Það er breytilegt eftir tímabilum hverjir séu auðugir. Það á við um þessar mundir. Efnahagshremmingar sem rekja má til COVID-19 hafa gert það að verkum að margir sem áttu hlutabréf í verðmætum fyrir- tækjum í fyrra þurfa að horfast í augu við það að hlutaféð er ýmist lítils eða einskis virði. Gjáin á milli efnaðra og fátækra hefur því minnkað verulega að undanförnu. Markmiðið um aukinn jöfnuð fær- ist því nær í kreppunni. Heimild: Hagstofan Gögn Hagstofunnar vanmeta mun á eignum kynslóða líklega verulega Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að ef gögn Hagstofu tækju tillit til eigna heimilanna í lífeyrissjóðum og markaðs- virðis hlutabréfa, myndi mælast meiri jöfnuður en gögn stofnunarinnar benda til. Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir að gögnin gefi góða mynd af því sem gerist á starfsævi fólks. Eigið fé heimilanna aukist eftir því sem líður á starfsævina. -5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 55 <24 ára 25–29 ára 30–34 ára 45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–66 ára 67+ ára ✿ Eigið fé á mann í milljónum króna ✿ Skuldir á mann í milljónum króna 0 3 6 9 12 15 18 21 <24 ára 25–29 ára 30–34 ára35–39 ára 35–39 ára40–44 ára 40–44 ára45–49 ára 50–54 ára 55–59 ára 60–66 ára 67+ ára n Eigið fé í fasteign á mann n Eigið fé á mann n Íbúðalán á mann n Aðrar skuldir á mann Um níu hundruð manns hafa stofnað grænan innláns-reikning hjá Arion banka frá því að reikningurinn, sem ber heitið Grænn vöxtur, var kynntur um miðjan júní. Samanlögð upp- hæð grænna innlána hjá bankanum nemur rúmlega hálfum milljarði króna. Þetta kemur fram í svari frá Arion banka við fyrirspurn Mark- aðarins. „Að langmestu leyti eru þetta ein- staklingar en reikningurinn hentar einnig vel fyrirtækjum, lífeyrissjóð- um og félagasamtökum sem kjósa græna valkosti. Eigum við von á að þeirra hlutur muni aukast í fram- tíðinni,“ segir í svari bankans. Arion varð fyrstur íslenskra banka til þess að bjóða viðskipta- vinum að leggja sparnað sinn inn á græna innlánsreikninga en til að byrja með verður innlánunum miðlað í lán til kaupa á bílum sem nýta umhverfisvæna orkugjafa. Haldið er utan um öll fjármögn- unarverkefni í aðgreindu grænu eignasafni bankans. CIRCULAR Solutions hafa tekið út umgjörð bankans um græn innlán og mun fyrirtækið gera árlega úttekt á því hve vel fjármögnuð verkefni upp- fylla skilyrði umgjarðarinnar og meta umhverfisáhrif þeirra. Þá mun bankinn birta upplýsingar um nýtingu innlánanna og hve mikilli lækkun á kolefnislosun þau skila árlega. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagði í samtali við Markaðinn um mitt sumar að bankinn hefði það að markmið að auka hlut grænna verkefna í lána- safni bankans. „Markmiðið er að auka hlut grænna verkefna í lánasafni bank- ans, en fyrst þarf að skilgreina hvað telst grænt og hvað ekki. Það er vinna sem við höfum lokið hvað varðar lánasafn bankans til stærri fyrirtækja,“ segir Benedikt Gísla- son, bankastjóri Arion banka. Frumúttekt á lánasafni bankans til stærri fyrirtækja sýndi að minnst 20 til 30 prósent af lánasafni eru lík- leg til að flokkast græn. Helsta álita- efnið sneri að fasteignafjármögnun sem er mjög stór hluti lánasafns Arion banka. Þá sagði Benedikt að bankinn myndi sækja sér græna fjármögn- un þegar aðstæður væru réttar og greining á lánasafninu væru mikil- væg forsenda þess. „Það þarf að liggja fyrir hvað skal fjármagna grænt, hvort sem það eru ný verkefni eða endurfjármögnun eldri verkefna sem eru þegar hluti af lánasafni okkar. Græn fjármögnun er ekki endilega á hagstæðari kjör- um en líkleg til að opna á aðgengi að nýjum fjárfestum sem vilja fjárfesta í grænum verkefnum og það er eitt af því sem gerir hana eftirsóknar- verða,“ sagði Benedikt. – þfh Hálfur milljarður á grænum bókum Rekstrarhagnaður samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta jókst um 1,8 milljarða króna á síðasta ári og hljóðaði upp á 6,8 milljarða króna, að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi félags- ins. Velta ársins 2019 var um 9,2 prósentum hærri en árið áður, eða um 39,7 milljarðar króna. Hagn- aður eftir afskriftir, fjármagnsliði og skatta dróst saman um þrjú prósent milli ára og var 4,85 milljarðar. Við árslok 2019 var eigið fé samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga tæpir 40 milljarðar og eiginfjárhlutfall stóð í ríflega 57 prósentum. Kaupfélags- stjóri Skagfirðinga  er Þórólfur Gíslason, en hann hefur gegnt því starfi frá árinu 1988. Undir samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga falla eignarhlutir í alls 19 dótturfélögum. Þeirra stærst og veigamest er útgerðin FISK Sea- food, sem á um 5,3 prósent hlut- deild af útgefnu af lamarki  mælt í þorskígildistonnum, að því er kemur fram í gögnum Fiskistofu. Frystitogarinn Arnar er gerður út frá Skagaströnd og ferskfiskskipin Málmey og Drangey frá Sauðár- króki. Loks eru tvö ísfiskveiðiskip gerð út frá Grundarfirði. Ásamt því að reka fiskvinnslu og útgerð, starf- rækir FISK Seafood bleikjueldi á Hólum í Hjaltadal og í Þorlákshöfn. Meðal annarra dótturfélaga Kaupfélags Skagfirðinga er mat- vælafyrirtækið Esja Gæðafæði, Fóðurblandan, Sláturhús Kaup- félags Vestur-Húnvetninga og mat- vælaframleiðandinn Vogabær, en vörumerki Mjólku og E. Finnssonar eru undir hatti Vogabæjar. – thg Kaupfélag Skagfirðinga hagnast um 5 milljarða Þórólfur Gísla- son, kaupfélags- stjóri Benedikt Gíslason 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.