Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 4
Ríkisstjórnin ætlar sér stóra hluti á síðasta vetri kjörtímabilsins Heilbrigðisráðherra hyggst efna loforð sitt um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna eftir áramót. 100% endurgreiðsla virðisauka- skatts af vinnu við íbúðar- húsnæði verður framlengd út árið 2021. Þú hringir í síma 517 5500 eða sendir póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Fáðu lyn send frítt heim GLÆSIBÆ / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is VESTURLANDSVEGI / OPIÐ 10:00-22:00 alla daga Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is URÐARHVARFI / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is og þér líður betur FJÁRLÖG Hvað þýðir fjárlagafrumvarpið fyrir þig? 9 milljörðum verður veitt til vegaframkvæmda, þar af 4,8 milljörðum í stórátak og 2,6 í fækkun einbreiðra brúa. Aukið fjármagn fer í að minnka greiðslu þátttöku almennings í heil- brigðiskerfinu, alls 800 milljónir króna. Nýtt þriggja þrepa tekjuskatts- kerfi. Ráðstöfunartekjur láglauna- fólks hækka um 120 þúsund á ári. Bensíngjald mun hækka um 2,5%. Fjárheimild á næsta ári fyrir sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun er áætluð 5,8 milljarðar og lækkar um 83,3 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlags- breytingum. Jákvætt fyrir heimilin Neikvætt fyrir heimilin Örorkulífeyrir hækkar um 3,6 prósent og verður 265.044 krónur fyrir skatt. Er það 86 þúsund krónum undir lágmarkstekjum. Út­gjöld ríkisins vegna lengingar fæðingarorlofs í 12 mánuði munu aukast um 1,9 milljarða og verða 19 milljarðar á næsta ári. Vöru gjöld af bensíni, á fengis gjald, tóbaks gjald og olíu gjald munu hækka um 2,5 prósent á næsta ári. Framlög til atvinnuleysis­ bóta hækka um 23 milljarða króna. Þingið geti breytt stjórnarskránni „Þessi sam kunda getur tekist á við stór og mikil væg mál og breytt stjórnar skrá með skyn sam legum hætti með al manna hags muni að leiðar ljósi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær. Þannig gæti þingið sett inn í stjórnar skrána á kv æði um að auð lindir sem ekki eru háðar einka­ eignar rétti verði þjóðar eign og fleiri á kvæði, til dæmis um um hverfis­ og náttúru vernd, þjóðar­ at kvæða greiðslur og þjóðar frum kvæði. „Ég vona sannar lega að þingið standist þetta próf og taki hina efnis legu um ræðu um málið. Ég vil ekki að þetta mál festist í hjól förum liðinna ára og ára tuga. Við höfum nú tæki færi til að horfa til fram tíðar og taka góðar á kvarðanir fyrir komandi kyn slóðir.“ Samfylking leiði næstu ríkisstjórn „Á tímum lofts lags ham fara og heims far aldurs höfum við ekki efni á því að leyfa hug mynda fræði Sjálf stæðis flokksins og fjár mála stefnu hægri­ manna að ráða för. Það er ein fald lega allt of mikið í húfi,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingar­ innar, í umræðum á Alþingi í gær. Hlutverk flokksins sé að leiða saman þau öfl sem vilji fylkja sér um vinnu, vel ferð og græna fram tíð og mynda græna fé lags hyggju stjórn eftir næstu þingkosningar. „Við stöndum and spænis gríðar lega flóknum verk efnum sem verða ekki öll leyst á stuttum tíma. En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af okkur gamal dags kreddur um það hvernig ríkis fjár mál virka og hvernig verð mæti verða til,“ sagði Logi. STJÓRNMÁL Stefnt er að heildarend- urskoðun fjölda stórra lagabálka á síðasta þingi þessa kjörtímabils sem sett var í gær. Samkvæmt þingmála- skrá ríkisstjórnarinnar sem birt var í gærkvöldi verður frumvarp til nýrra jafnréttislaga lagt fram strax í október, en þau eiga að koma í stað laga frá 2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þá verður einnig mælt fyrir nýjum lögum um stjórnsýslu jafnréttis- mála. Frumvarp til nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof verður einnig lagt fram í þessum mánuði auk nokkurra frumvarpa á sviði barnamála, þar á meðal ný heildar- lög um barnavernd. Í janúar mun fjármálaráðherra mæla fyrir nýjum heildarlögum um skipan opinberra framkvæmda og fasteignaumsýslu ríkisins, auk endurskoðunar á lagaákvæðum um lánaumsýslu ríkissjóðs og ríkis- ábyrgðir sem koma á til þingsins eftir áramót. Heimsfaraldurinn setur svip á þingmálaskrána en þar er meðal annars vikið að endurskoðun laga um almannavarnir og sóttvarna- laga. Heilbrigðisráðherra mun einnig mæla fyrir tillögu um að sett verði á fót landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu. Ný skipalög og heildarlög um áhafnir skipa eru á þingmála- skránni, auk nýrra sérlaga um f lugvelli og nýrra heildarlaga um loftferðir. Þá verður frumvarp um heildarendurskoðun fjarskiptalaga endurflutt. Fjölmargar breytingar eru fyrir- hugaðar á lögum tengdum refsi- vörslukerfinu. Heilbrigðisráðherra hyggst efna loforð sitt um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta og dóms- málaráðherra mun mæla fyrir breytingum á nokkrum ákvæðum almennra hegningarlaga, þar á meðal um umsáturseinelti, kyn- ferðislega friðhelgi og bann við töku og birtingu á nærgöngulu og kynferðislegu efni, endurskoðun ákvæðis um mansal, þyngri refsing- ar fyrir kynþáttafordóma og fleira. Þá er stefnt að því að bæta rétt- arstöðu brotaþola í refsivörslu- kerfinu, endurskoða ákvæði um bætur fyrir ólöglega handtöku og sambærilegar íþyngjandi ráðstaf- anir og tryggja betur eftirlit með störfum lögreglu. Einnig er stefnt að því að endurskoða lagaákvæði til samræmis við dóma Mannréttinda- dómstólsins um tvöfalda refsingu í skattamálum. Dómsmálaráðherra boðar einn- ig frumvarp um útvíkkun á kæru- leiðum til Hæstaréttar auk annarra breytinga á lögum um dómstóla og lögum um lögmenn. Þar á meðal um endurmenntun, námsleyfi og notk- un fjarfundabúnaðar við meðferð dómsmála. adalheidur@frettabladid.is Frá umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.