Fréttablaðið - 02.10.2020, Side 6

Fréttablaðið - 02.10.2020, Side 6
NORÐURLAND Byggðaráð Norður­ þings hefur ákveðið að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis um 250 þúsund krónur. Félagið sendi út neyðarkall fyrir skemmstu vegna bágrar fjárhags­ stöðu. Félagið hafði þegar leitað til sveitarfélaganna í Eyjafirði, sem eru á þeirra eigin þjónustusvæði. Höfn­ uðu bæði Akureyrarbær og Fjalla­ byggð því að styrkja félagið sem hefur einnig leitað til fyrirtækja á svæðinu. Þjónustusvæði Krabbameins­ félags Akureyrar og nágrennis nær austur til Fnjóskadals en Þingey­ ingar eiga eigið félag, Krabbameins­ félag Suður­Þingeyinga, sem stofnað var árið 1968. Einnig hefur verið leitað til Krabbameinsfélags Íslands um stuðning en það félag hefur stutt við bakið á Akureyringum um langa hríð. Félagið veitir þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstand­ endum þeirra stuðning, meðal ann­ ars í formi viðtala hjá fagaðilum og námskeiða. Eins og kom fram í máli Mörtu Kristínar Jónsdóttur, stað­ gengils framkvæmdastjóra, í síð­ ustu viku mun rekstrarfé félagsins klárast í febrúar að óbreyttu. – khg Krabbameinsfélag Akureyrar sendi út neyðar- kall fyrir skemmstu vegna bágrar fjárhagsstöðu. REYKJAVÍK Starfsmenn borgarinnar hafa á tíu mánaða tímabili notið veitinga fyrir rúmar 800 þúsund krónur á Vinnustofu Kjarvals. Þetta kemur fram í svari borgarritara við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem lögð var fram á fundi borgarráðs í júní á þessu ári. Starfsmenn á skrifstofu Reykja­ víkurborgar hafa aðgang að Vinnu­ stofu Kjarvals, sem er vinnu­ og samkomurými við Austurvöll, í gegnum sérstakan samning sem borgin hefur gert við eigendur vinnustofunnar. Reykjavíkurborg greiðir alls 1,6 milljónir króna fyrir ársaðgang starfsfólksins. Kostnað­ urinn sem um ræðir í svari við fyrir­ spurn Vigdísar er umfram aðgangs­ kostnað. Í aðgangi að vinnustofunni felst kaffi úr vél og kolsýrt vatn en greitt er fyrir sérgerða kaffidrykki, gosdrykki og aðrar veitingar, þar með talið áfenga drykki. Samkvæmt svari borgarritara er um að ræða kostnað vegna veitinga á starfsdögum, starfsþróunarsam­ tala, funda, námskeiða og ráðstefna á tímabilinu 1. nóvember 2019 til 31. ágúst 2020, hjá þeim starfseiningum borgarinnar sem eru með aðgangs­ kort, samtals 821.088 krónur. Mestan kostnað má rekja til Þróunar­ og nýsköpunarsviðs, um 270 þúsund krónur, því næst til Skrifstofu borgarstjóra og borgar­ ritara, tæpar 155 þúsund krónur, og rúmar 120 þúsund krónur til Menn­ ingar­ og ferðamálasviðs. Minnstan kostnað, 1.800 krónur, má rekja til Umhverfis­ og skipulagssviðs. Þá er Velferðarsvið með kostnað upp á rúmar 120 þúsund krónur vegna jólaboðs en sviðið er ekki með aðgangskort á Vinnustofu Kjarvals „og því er ekki um umframkostnað að ræða“. Samkvæmt borgarritara var aðstaðan á vinnustofunni vel nýtt þar til kórónaveirufaraldurinn skall á en hefur ekki verið notuð í jafn miklum mæli eftir að samkomu­ takmarkanir tóku gildi. Samningur borgarinnar og vinnustofunnar rennur út í nóvember á þessu ári en um eins árs tilraunaverkefni er að ræða. Þá verður metið hvort verk­ efninu verði haldið áfram. – bdj Starfsfólk borðað og drukkið fyrir hundruð þúsunda á Kjarval Listería hefur ekki fundist í lokaafurð- inni eftir að september gekk í garð. Björn Hembre, forstjóri Arnarlax FISK VINNSL A „ Arnarlax hefur til skamms tíma séð aukningu í jákvæðum sýnum en vinnur kerfis­ bundið með listeríu dag hvern til að hafa stjórn á henni,“ segir Björn Hembre, forstjóri fiskeldisfyrir­ tækisins Arnarlax, sem glímt hefur við enduteknar listeríusýkingar í vinnslustöð sinni á Bíldudal. Að sögn Dóru S. Gunnarsdóttur, sviðstjóri neytendaverndar og fisk­ eldis hjá Matvælastofnun (MAST), hefur hjá Arnarlaxi verið um að ræða listeríu monocytogene sem sé sú tegund listeríu sem valdið geti sýkingum. Dóra segir Arnarlax eins og önnur slík fyrirtæki sjálft annast sýnatöku og tilkynna til Matvæla­ stofnunar í hvert skipti sem listería greinist í framleiðsluumhverfinu eða í hráefni sjálfu sem er ferskur lax. „Við höfum verið að fá töluvert af tilkynningum í sumar. Þegar það gerist erum við í samskiptum við fyrirtækið og þeir upplýsa okkur um til hvaða aðgerða þeir grípa. Þeir hafa gripið til mjög umfangsmikilla aðgerða hvað varðar þrif og endur­ bætur. Síðasta tilkynningin sem kom var vegna sýnis frá 26. ágúst,“ segir Dóra. Arnarlax hafi stöðugt unnið að lausn vandans og lagt fram lýsingu á því. Líti út fyrir að hafa tek­ ist það, í bili að minnsta kosti. Bæði Dóra og Björn, forstjóri Arn­ arlax, benda á að listeríu monocyto­ gene sé að finna úti í náttúrunni. „Þess vegna getur hún og mun koma inn á alla framleiðslustaði sem taka inn hrávöru utan frá. Þegar list ería finnst er erfitt að segja til um hvernig hún barst inn í vinnslu­ húsið,“ undirstrikar Björn. Hjá Arnarlaxi er að sögn Björns unnið eftir sundurliðaðri áætlun til að hindra að listería komi upp. „Þegar við uppgötvum listeríu í framleiðslunni þá tilkynnum við það til MAST eins og okkur ber skylda til. Öll tilfelli í bæði fram­ leiðslunni og í vinnslustöðinni hafa verið tilkynnt. Við eigum einnig í samtali við viðskiptavini okkar þegar þetta gerist til að koma í veg fyrir að framleiðslan fari til reyking­ ar eða í sushi,“ útskýrir forstjórinn. Aðspurð hvaða hætta fólki stafi af listeríu monocytogene segir Dóra að bakterían fjölgi sér helst í reyktum og gröfnum laxi á geymslutímanum í kæli en ekki í ferskum laxi. „Hún getur verið hættuleg fyrir viðkvæma neytendur. Það er þá í matvælum sem eru tilbúin til neyslu, hún er ekkert hættuleg í hráum fiski sem við ætlum að sjóða,“ segir Dóra. Björn segir sömuleiðis að list­ ería monocytogene getir valdið skaða hjá vissum hópum. „Það er til dæmis hjá barnshafandi konum og fólki með skert ónæmiskerfi. Þess vegna er mælst til þess að þessir hópar borði ekki reyktan eða hráan lax. Á sama hátt er fólki ráðlagt að borða ekki hrátt svínakjöt vegna trichinae­innihalds,“ útskýrir Björn. Sem fyrr segir hefur verið aukn­ ing í listeríusýkingum hjá Arnar­ laxi. „Við tökum nú fjölda sýna daglega, bæði úr framleiðsluum­ hverfinu og úr framleiðslunni. List­ ería hefur ekki fundist í lokaafurð­ inni eftir að september gekk í garð,“ segir Björn. „Þetta hefur ekki haft nein markverð áhrif á starfsemina,“ svarar forstjórinn síðan aðspurður um tjón sem listeríusýkingar hafi valdið Arnarlaxi. gar@frettabladid.is Arnarlax reynir að vinna bug á ítrekuðum listeríusýkingum Forstjóri Arnarlax segir endurteknar listeríusýkingar í vinnslustöð laxeldisfyrirtækisins á Bíldudal ekki hafa haft umtalsverð áhrif á starfsemina. Matvælastofnun segir töluvert hafa borist af tilkynningum í sumar frá Arnarlaxi sem gripið hafi til aðgerða. Listería er fyrst og fremst hættuleg fyrir viðkvæma hópa. Alvarleg áhrif fyrir viðkvæma hópa Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niður- gangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómur- inn einnig valdið fósturláti. Í ein- staka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi. Áhættuhópar eru aldraðir, barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hóp- sýkingar af völdum L. monocy- togenes eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstakl- ingssýkingar. Af vef Matvælastofnunar Laxeldiskvíar úti fyrir Bildudal þar sem listería hefur í sumar verið þrálát í vinnsluhúsi Arnarlax. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SKIPULAGSMÁL „Friðlýsing svæðis­ ins má á engan hátt hafa áhrif á eða koma í veg fyrir lagningu Sunda­ brautar,“ segir í umsögn bæjarráðs Mosfellsbæjar vegna áforma Minja­ stofnunar um að friðlýsa menn­ ingar­ og búsetulandslag í Þerney og Álfsnesi. Bæjarráð Mosfellsbæjar segir Sundabraut vera afar mikilvæga samgöngubót og nauðsynlega veg­ tengingu til lengri tíma litið fyrir höfuðborgarsvæðið allt. „Þá má færa fyrir því rök að Sundabraut hafi jákvæð áhrif á svæðið, með tilliti til möguleika á útivist og annarri nýtingu almenn­ ings á svæðinu,“ segir bæjarráðið sem einnig minnir á að Mosfells­ bær hafi „almennt verið mótfallinn því að Reykjavíkurborg skipulegði iðnaðarsvæði fyrir mengandi starf­ semi“ á mörkum sveitarfélaganna. „Umfangsmikill iðnaður á ekki heima í útjaðri byggðar í Mos­ fellsbæ, í beinni sjónlínu frá helstu útivistarsvæðum bæjarins.“ – gar Friðun megi ekki ógna Sundabraut Mosfellsbær og Sundin. UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun fylgist grannt með finnskri rann­ sókn um mögulegt innihald óhollra efna í rúmdýnum og verður þeim upplýsingum miðlað til almennings þegar þær liggja fyrir. Þetta kemur fram í svari Guð­ mundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra við fyrirspurn Ara Trausta Guðmundssonar, þing­ manns Vinstri grænna. Fréttablaðið ræddi í fyrra við konu sem taldi lík­ legt að rúmdýna væri uppspretta veikinda sinna, hurfu veikindin þegar dýnan var fjarlægð af heimili hennar. Í kjölfarið beindi Umhverf­ isstofnun því til neytenda að lofta vel um dýnurnar sínar þegar þær eru keyptar. Í svarinu segir að ráðuneytið hafi skoðað málið síðustu þrjú ár í sam­ starfi við Umhverfisstofnun. Engar sjálfstæðar kannanir af hálfu opin­ berra stofnana hafi verið gerðar, en hafið sé verkefni við að uppfæra leiðbeinandi kynningarefni um inniloft, þar sem vinna síðustu ára verði höfð til hliðsjónar. – ab Fylgjast með dýnurannsókn Ari Trausti Guð- mundsson, þing- maður VG Dóra S. Gunnars- dóttir, sviðsstjóri neytendaverndar og fiskeldis hjá Matvælastofnun Fá styrk úr óvæntri átt Upphæðin á tíu mánaða tímabilinu nemur alls 821.088 krónum. 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.