Fréttablaðið - 02.10.2020, Side 8

Fréttablaðið - 02.10.2020, Side 8
Ástæðan fyrir því að Litháar fóru þessa leið var að þeir sáu merki þess að áfengis- og fíkniefnaneysla ungmenna væri á uppleið. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildarforseti Sálfræðideildar HR Sem meðlimur NATO og hins frjálsa heims getur Ísland haft áhrif með því að for- dæma hernaðaraðgerðir þeirra. Narek Mkrtchyan, þingmaður í Armeníu Áform um friðlýsingu Gerpissvæðisins Umhverfisstofnun, ásamt sveitarfélaginu Fjarðabyggð og í sam starfi við landeigendur, kynnir hér með áform um friðlýsingu Gerpis­ svæðisins, milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar. Áformin eru kynnt í samræmi við ákvæði 36. og 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 1. des­ ember 2020. Athugasemdum við áformin má skila á vef Umhverfi s­ stofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Frekari upplýsingar er að finna á umhverfisstofnun.is/nattura/fridlysingar. Áform um friðlýsingar Umhverfisstofnun, í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Odd- fellowa, kynnir hér með áform um friðlýsingu Urriðakotshrauns í Garða bæ sem fólkvang skv. 52. gr. náttúrverndarlaga nr. 60/2013. Unnið er að deiliskipulagi svæðisins. Einnig kynnir Umhverfisstofnun áform um endurskoðun friðlýsingar Skógafoss og nágrennis, í samræmi við 48. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Um er að ræða breytingar á mörkum náttúruvættisins ásamt endurskoðun á friðlýsingarskilmálum. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstakar náttúruminjar, Skógafoss og ásýnd hans, vistgerðir og líffræðilega fjölbreytni, sem og ánna sjálfa og fossaröð hennar. Áform um friðlýsingu eru kynnt í samræmi við málsmeðferð 2. mgr. 36. gr. náttúruverndarlaga, en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki eru á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega. Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 4. desember 2020. Frekari upplýsingar er að finna á umhverfisstofnun.is. Athugasemdum má skila á vef Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. KÁKASUS Ekkert lát er á bardögum milli milli Armena og Asera í fjalla- héraðinu Nagornó-Karabak, óljóst er hversu margir hafa fallið en talið er að það geti verið hundruð. Deilur ríkjanna um héraðið hafa staðið yfir frá því löndin lýstu yfir sjálfstæði fyrir tæpum 30 árum, frá því að samið var um vopnahlé árið 1994 hafa ríkin átt í skærum, nú síð- ast í sumar. Nagornó-Karabak, sem er 4.400 ferkílómetrar að stærð, er innan landamæra Aserbaísjan en er stjórnað af Armenum. Tyrkir hafa heitið stuðningi við Asera á meðan Armenar treysta á stuðning frá Rússum ef ástandið versnar. Vladimir Pútín Rússlands- forseti og Emmanuel Macron Frakk- landsforseti hvöttu ríkin til að hefja viðræður um vopnahlé. Nikol Pash- injan, forsætisráðherra Armeníu, hefur hafnað boði Rússa um að hafa milligöngu að viðræðum og segir að ástandið þyrfti að batna til þess. Ilham Aliyev, forseti Aserbaísjan, hefur einnig hafnað hugmyndum um vopnahlé og sagði að bardagar myndu halda áfram þar til Armenar yfirgefi héraðið. Narek Mkrtchyan, þingmaður á armenska þinginu, segir Tyrki beita vígamönnum sem fluttir hafa verið frá Sýrlandi og Líbíu samhliða árásum F-16 herþota og stórskota- liðs. „Varnarher héraðsins hefur tekist að brjóta á bak aftur innrás Asera í héraðið,“ segir Mkrtchyan sem var á sjúkrahúsi að heimsækja særða hermenn þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Segir hann að rúmlega 200 Armenar hafi fallið, þá séu nokkur hundruð særð. „Armenar vilja frið, við erum ekki að skipuleggja innrás í Aserbaísjan. Hins vegar, ef Aserar halda áfram að beita stórskota- liði á friðsamar byggðir og fremja aðra glæpi gegn mannkyni, þá er armenski herinn vel í stakk búinn til að hefja gagnsókn og gæti ráðist inn í Aserbaísjan.“ Rússar og Íranir hafa fordæmt notkun vígamanna frá Sýrlandi og Líbíu og samkvæmt The Guardian er um málaliða að ræða. Rússneska utanríkisráðuneytið sagði í yfirlýs- ingu í gær að slíkt gæti haft varanleg- ar afleiðingar fyrir öryggi svæðisins. Varðandi stuðning Rússa hafa þeir verið hlutlausir til þessa. Mkrtchyan segir að það komi til greina að leita til þeirra ef ástandið haldi áfram að versna. „Óbreyttir borgarar eru í hættu. Frá fyrstu mínútu hafa Aserar beint árásum sínum gegn friðsömum byggðum. Á sama tíma staðsetja þeir stórskota- lið sitt og eldflaugar inni í bæjum til að nota eigin borgara sem skjöld.“ Mkrtchyan hvetur Íslendinga til að fordæma Asera og Tyrki. „Sem meðlimur NATO og hins frjálsa heims getur Ísland haft áhrif með því að fordæma hernaðaraðgerðir þeirra. Stríðið sem við erum í núna er í raun á milli hins frjálsa heims og einræðisstjórna sem sækja hug- myndafræði sína til miðalda.“ arib@frettabladid.is Tilbúnir til innrásar ef svo ber undir Bardagar halda áfram milli Asera og Armena í héraðinu Nagornó-Karabak. Þingmaður á armenska þinginu hvetur Ísland til að for- dæma Asera og Tyrki. Þá séu Armenar tilbúnir til að ráðast inn í Aserbaísjan ef Aserar láti ekki undan núverandi aðgerðum. Armenskur hermaður beitir fallbyssu gegn Aserum. MYND/EPA HEILBRIGÐISMÁL Fíkniefnaneysla, áfengisdrykkja og reykingar hafa dregist umtalsvert saman í þremur borgum Litháen þar sem Íslenska módelið í forvörnum var tekið upp fyrir fjórtán árum. Ýmsar borgir og jafnvel lönd hafa tekið upp mód- elið í gegnum tíðina vegna þess árangurs sem Íslendingar hafa náð í forvarnamálum. Þetta er í fyrsta skiptið sem árangurinn er mældur á erlendri grundu í stórri rannsókn. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, deildar forseti Sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík sem leiddi rannsóknina, segir hana mikla hvatningu fyrir þá sem talað hafa fyrir módelinu, sem snýst í stórum dráttum um gott og faglegt framboð frístunda, samstarf við foreldra og við skólayfirvöld til að tryggja góða líðan og lífsstíl ungmenna. Rannsóknin var gerð á þrett- án ára tímabili í þremur stærstu borgum Litháen, það er höfuðborg- inni Vilníus, Kaunas og Klaipeda. Rannsóknin byggði á spurninga- könnunum á vegum Rannsókna & greiningar sem náðu til rúmlega 30 þúsund unglinga á aldrinum 15 til 16 ára. Árið 2006 höfðu tveir þriðju ungl- inga orðið drukknir og þriðjungur þeirra reykti tóbak daglega. Í dag er hlutfall unglingadrykkju rúmlega 40 prósent og hlutfall dagreykinga 10 prósent. Þá hefur fíkniefnanotk- un einnig dregist mikið saman. Árið 2006 var amfetamínneysla á bilinu 4 til 6 prósent og allt að 30 prósent notuðu kannabis. Í dag nota á bilinu 2 til 3 prósent amfetamín og kanna- bisneysla er í kringum 20 prósent. Fækkunin er línuleg og stöðug þó að hún hafi ekki verið jafn skörp og á Íslandi. Í dag hefur módelið verið tekið í notkun í fjölmörgum borgum Evr- ópu, Suður-Ameríku og víðar en Litháar voru þeir fyrstu sem það gerðu. „Breytingarnar í Austur-Evr- ópu hafa verið miklar undanfarna tvo áratugi og áfengis- og vímuefna- neysla mikil áskorun. Ástæðan fyrir því að Litháar fóru þessa leið var að þeir sáu merki þess að áfengis- og fíkniefnaneysla ungmenna væri á uppleið,“ segir Bryndís. „Það að fólk sjái að hægt sé að nota módelið til að ná árangri annars staðar en á Íslandi er gríðarlega mikilvægt.“ Ýmsir félag sleg ir þæt t ir í umhverfi ungmenna hafa áhrif á líkurnar á vímuefnaneyslu en þeir geta verið breytilegir eftir hverju samfélagi. „Þetta eru þeir þættir sem hægt er að vinna með og breyta á grundvelli markvissrar gagnaöfl- unar og samtakamáttar í nærsam- félaginu,“ segir Bryndís Björk. kristinnhaukur@frettabladid.is Yfir 30 þúsund unglingar í Litháen tóku þátt í rannsókninni. MYND/GETTY Íslenska módelið reyndist litháískum unglingum vel Meira á frettabladid.is 2 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.