Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Með No Concept höfum við sett fimm af okkar eftir-lætis stöðum í London í einn og sama veitingastaðinn sem þó verður ekki með neinu sérstöku konsepti, segir Michelin-kokkur- inn Agnar Sverrisson, einn eigenda nýja veitingastaðarins No Concept sem opnar með pompi og prakt á Hverfisgötu 6 í dag. „No Concept er staður engum líkur, allavega ekki á Íslandi, það liggur ljóst fyrir. Þangað verður gaman að koma, góður matur, líf og fjör, og minn draumur að fá fólk í hádegismat, síðan síðdegisdrykk og aftur í kvöldmat. Að gestirnir séu hjá okkur allan daginn því þeir vilji ekki fara neitt annað.“ Fútt, fjör og góður matur Á matseðli No Concept er svo- kallað „posh fast food“ eða fínn skyndibiti, allt frá matarmiklum salötum, ómótstæðilegum ham- borgurum, sterkum kjúklinga- vængjum og fínustu steikum. „Maturinn verður í einfaldari kantinum en mjög vel gerður. Við tökum börgerinn í hæstu hæðir og verðum líka með gómsætar pítsur úr geggjuðum pítsaofni. Hjá okkur verður því hægt að fá góðan mat og góð vín á viðráðan- legu verði og það verður fútt í þessu, hægt að horfa á helstu fót- boltaleiki þótt staðurinn sé alls enginn fótboltabar, við verðum með plötusnúða á kvöldin og alls- konar skemmtilegar keppnir, eins og hver getur borðað sterkustu vængina,“ upplýsir Agnar, fullur tilhlökkunar. Við stjórnvölinn á No Con- cept er bróðir Agnars, Valþór Örn Sverrisson, og yfirkokkurinn Jón Örn Jóhannesson, sonur Jóhann- esar í Múlakaffi. „Húsið er fullskipað úrvals teymi. Jón Örn stýrir eldhúsinu af metnaði og kann á því tökin. Með okkur er líka vínþjónninn Anna sem vann hjá mér á Texture í London og verður vínþjónn hússins. Sjálfur mun ég dúkka upp þegar færi gefst á No Concept enda miklu fleiri tímar í sólarhringnum hjá mér og verð ég mikið á staðnum til að byrja með. Við hlökkum til að geta loks opnað, erum búnir að gjörbreyta staðnum undanfarna mánuði og þar ríkir núna skemmtilegur London-New York-fílingur.“ Michelin-stjarna í áratug Agnar hefur undanfarin þrettán ár rekið veitingastaðinn Texture í Lundúnum við góðan orðstír en starfar nú sem yfirkokkur á þeim rómaða veitingastað Moss í Bláa Lóninu. „Til stóð að flytja Texture í nýtt húsnæði í nóvember en þegar kórónaveiran setti allt úr skorðum ákvað ég skella í lás því það opnar enginn veitingastaði í London í þessu ástandi,“ segir Agnar sem árið 2010 var fyrstur Íslendinga til að fá hina eftirsóttu Michelin- stjörnu og hélt henni á Texture í tíu ár. „Það þykir gott afrek. Þetta voru góðir tímar en líka á stundum erfiðir því það er sennilega tíu sinnum erfiðara að reka veitinga- stað í London vegna gífurlegrar samkeppni,“ segir Agnar, hvergi banginn að opna nýjan stað í Reykjavík nú þegar kórónaveiran gerir enn usla. „Er einhvern tímann rétti tíminn til að opna veitingastað? Þetta er kannski ekki gráupplagt núna en til að vera á jákvæðum nótum er samt sem áður ágætt að ekki megi koma of margir inn því yfirleitt þegar nýir staðir opna á Íslandi er brjálað að gera til að byrja með og enginn ræður neitt No Concept er staður fyrir glaðar stundir, góðan mat og drykk á góðu verði. Á No Concept er matreiðsla á börgerum tekin í hæstu hæðir. MYND/ADDI.IS Pítsurnar á No Concept eru lostæti úr geggjuðum pítsaofni. MYND/ADDI.IS Þeir Valþór Örn, Agnar og Jón Örn segja No Concept vera stað sem er gaman að koma á, njóta matar, drykkjar, fjörs og fútts og best væri ef gestirnir vildu helst ekki fara. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI við neitt. Því munum við ná að fínpússa allt vel áður en samfélagið fer í sinn eðlilega gír á ný,“ segir Agnar sem sér einnig um matar- hönnun á veitingastaðnum Moss í Bláa Lóninu. Elda það sem gestirnir vilja Agnar hefur einnig hlotið lof virt- ustu gagnrýnenda á Englandi fyrir að elda besta matinn í Lundúnum. Hann er spurður hvert leynitrix hans sé við eldamennskuna. „Það er að vinna eins og óður, hafa smá tilfinningu fyrir mat og vita hvað gesturinn vill. Kokkar flaska stundum á að elda fyrir sjálfa sig til að sýna hvað þeir eru klárir og gleyma að elda það sem gesturinn vill, rétt eins og ég gerðist sekur um þegar ég byrjaði með Texture. Ef gestur vill „well done“ steik fær hann vitaskuld „well done“ steik en stundum var viðkvæðið: „Já, nei nei, við berum bara fram „medium rare“ steikur.“ Það er jú gesturinn sem borgar okkur launin og þess vegna eldum við það sem hann vill, þótt við setjum upp matseðlana eins og við viljum hafa þá,“ segir Agnar. Það sé líka mikils virði að eiga góða fastagesti og vera sjálfur á svæðinu til að heilsa upp á gestina. „Það er jafn veigamikið og maturinn og þjónustan. Einhverra hluta vegna vill fólk hitta kokk- inn. Ég skildi ekkert í því að vera sífellt beðinn um að koma í salinn og skrifa eiginhandaráritanir á matseðla, en svona er þetta. Það var óneitanlega sérstakt en gaman og ég verð auðvitað í salnum á No Concept og heilsa upp á gestina.“ Saknaði Íslands sárt Komið er hálft ár síðan Agnar flutti aftur heim. „Ég áttaði mig ekki á hversu mikið ég saknaði Íslands. Ég kom yfirleitt heim á mánaðarfresti og taldi mér þá trú um að ég gæti ekki beðið með að komast aftur út. Mér líður yndislega á Íslandi enda býr hér dóttir mín og fjölskyldan öll,“ segir Agnar og hyggst ekki fara utan í veitingarekstur í bráð. „En maður skyldi aldrei segja aldrei. Ég elska London en fór þó þangað fyrir um mánuði og þar var skelfilegt ástand sem hefur bara versnað síðan. Ef Íslendingar halda að þeir hafi það slæmt hér er ástandið tíu sinnum verra í London.“ Uppáhalds matur Agnars er fiskur. „Ég elska allan fisk; ostrur, humar, kóngakrabba, hörpuskel, lúðu og þorsk. Texture varð hvað frægast fyrir að vera með ferskan og góðan fisk, sem er skondið í ljósi þess að á No Concept verður ekki nema fiskur dagsins,“ segir Agnar og hlær. „Ég var náttúrulega bara vill- ingur og þurfti að fara út til að sanna fyrir sjálfum mér og fjöl- skyldunni að ég gæti þetta. Ég segi alltaf að ef maður ákveður eitthvað í lífinu, þá getur maður það, sama hversu óraunhæft eða heimskulegt markmiðið virðist vera. Ég hafði séð kokkabækur frá London og langaði að vera eins og kokkarnir í bókunum, opna minn eigin stað úti og vatt mér bara í það. Fyrstu tíu árin voru ekkert nema puð, strit og grátur þegar ég vann nítján tíma á dag, sex daga vikunnar, en ég lét mig hafa það því ég vissi að það myndi skila sér og níu árum seinna opnaði ég Texture. Ég er auðvitað lukkunnar pamfíll því vinnan er mitt áhuga- mál, líf og yndi, og ekki allir jafn heppnir og ég,“ segir Agnar sem þakkar mömmu sinni og ömmu velgengni í kokkalífinu. „Þær elduðu báðar góðan mat og það setti tóninn. Ætli mitt besta veganesti að heiman hafi ekki verið að læra að borða góðan fisk og þekkja muninn á því hvað er góður fiskur og ekki,“ segir Agnar, spenntur að fá gesti í mat, drykk og góðar stundir á No Concept. „Þetta verður engu líkt og ég verð vonsvikinn ef við náum ekki að verða mjög ofarlega þegar kemur að langbesta matnum í bænum.“ No Concept er á Hverfisgötu 6 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga frá klukkan 15, og frá klukkan 12 fimmtudaga til sunnu- dags. Sjá nánar á noconcept.is. Á No Concept verður gaman að koma, góður matur, líf og fjör, og minn draumur að gestirnir séu hjá okkur allan daginn því þeir vilji ekki fara neitt annað. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.