Fréttablaðið - 02.10.2020, Síða 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Þann 1. nóvember næst-komandi taka gildi ný lög um hlutdeildarlán, en það
er nýtt úrræði fyrir tekju- og
eignaminni einstaklinga sem á að
auðvelda þeim að komast inn á
fasteignamarkaðinn. Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun (HMS)
fer með vinnslu og afgreiðslu
hlutdeildarlána og hefur opnað
nýjan vef, hlutdeildarlan.is, þar
sem allar helstu upplýsingar um
úrræðið er að finna. Starfsfólk
stofnunarinnar segist spennt að
hefja nýjan kaf la í sögu fasteigna-
viðskipta hér á landi.
„Þegar Lífskjarasamningar
voru samþykktir lýsti ríkis-
stjórnin því yfir að unnið yrði
með aðilum vinnumarkaðarins
að því að finna skynsamlegar
leiðir og útfærslur til að auð-
velda ungu fólki og tekjulágum
fyrstu fasteignakaupin,“ segir
Anna Guðmunda Ingvars-
dóttir, aðstoðarforstjóri HMS. „Á
þessum grundvelli var unnið að
nýju úrræði til að hjálpa tekju- og
eignaminni fyrstu kaupendum að
brúa bilið við fasteignakaup.
Þann 3. september samþykkti
Alþingi svo frumvarp félagsmála-
ráðherra um hlutdeildarlán og
lögin taka gildi 1. nóvember næst-
komandi, en í kjölfar þess verður
opnað fyrir umsóknir,“ segir
Anna. „Starfsmenn HMS vinna
nú að innleiðingu hlutdeildarlána
og við hlökkum mikið til að
hefja þennan nýja kaf la í sögu
fasteignaviðskipta á Íslandi.
Við erum líka mjög meðvituð
um hversu mikilvægt það er að
vel takist til við innleiðinguna,“
bætir hún við.
Einföld skilyrði
„Hlutdeildarlán er úrræði sem
hjálpar þeim sem þurfa aðstoð
við að komast inn á fasteigna-
markaðinn og hafa ekki haft tök
á að safna nægu eigin fé til að
kaupa sína fyrstu fasteign,“ segir
Anna. „Þeir sem falla þar undir
eru tekjulágir fyrstu kaupendur
og þeir sem ekki hafa átt fast-
eign síðastliðin fimm ár og eru
undir tilteknum tekjumörkum.
Hlutdeildarlán munu hjálpa við-
skiptavinum okkar að byggja upp
eigið fé, í stað þess að vera fastir
á leigumarkaði eða í foreldra-
húsum.
Kaupandi þarf einungis að
leggja fram 5% eigið fé, fær 20%
hlutdeildarlán og 75% húsnæðis-
lán,“ útskýrir Anna og bætir við:
„Það þarf að standast greiðslumat
vegna húsnæðislánsins og það
er líka skilyrði að meðalaf borg-
anir af fasteignalánum fari ekki
yfir 40% af ráðstöfunartekjum
kaupandans, þannig að húsnæð-
iskostnaður verði ekki verulega
íþyngjandi.
Það þarf ekki að greiða af hlut-
deildarláninu á lánstímanum,
sem gerir það að verkum að
lántakar ná frekar að standast
greiðslumat heldur en ef á móti
væri tekin viðbótarfjármögnun,
sem oftar en ekki er á töluvert
háum vöxtum og til styttri tíma
en grunnhúsnæðislán,“ segir
Anna. „Að sama skapi gefur það
lántökum tækifæri til þess að
Hlutdeildarlán, nýtt úrræði
fyrir þá tekju- og eignaminni
Í byrjun nóvember taka gildi ný lög um hlutdeildarlán, en þau eiga að auðvelda tekju- og eigna-
minni einstaklingum að eignast fasteignir. HMS veitir lánin og mun ráðleggja lántakendum.
Anna Guð-
munda Ingvars-
dóttir, að-
stoðarforstjóri
HMS, segir að
hlutdeildarlán-
in marki nýjan
kafla í sögu
fasteignavið-
skipta á Íslandi
og starfsfólk
stofnunarinnar
sé spennt að
hefja hann.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Verð húsnæðis:
Hlutdeildarlán (20%)
Húsnæðiskaup
40 m.kr.
Sala eftir hækkun Sala eftir lækkun
45 m.kr. 35 m.kr.
Hlutdeildarlán
8 m.kr.
Endurgreiðsla:
9 m.kr.
Endurgreiðsla:
7 m.kr.
greiða frekar inn á húsnæðis-
lánið sitt á lánstímanum og hraða
eignamyndun sinni.“
Anna tekur fram að hlut-
deildarlán verða aðeins veitt til
þess að kaupa hagkvæmar íbúðir,
en skilgreiningin á því hvað telst
hagkvæm íbúð liggur ekki enn
fyrir.
„Nú stendur yfir vinna hjá
félagsmálaráðuneytinu við að
skilgreina þessa hagkvæmni út
frá stærðar- og verðmörkum, en
herbergjafjöldi íbúða þarf að mið-
ast við stærð og þarfir fjölskyldu
umsækjanda,“ segir hún. „Búast
má við að tillögur um reglugerð
varðandi þetta verði birtar á
næstunni.“
Veita lántökum ráðgjöf
Hlutdeildarlán eru veitt til 10
ára, en að þeim tíma loknum er
hægt að framlengja lánstímann
um fimm ár í senn, en þó ekki til
lengri tíma en 25 ára í heildina.
„Við hjá HMS munum fylgjast
vel með okkar lántökum og ráð-
leggja þeim um möguleika út frá
stöðunni hverju sinni. Við veitum
ráð um hvort skynsamlegt sé að
greiða inn á húsnæðislánið eða
hlutdeildarlánið og hvenær er
ráð að endurfjármagna það, allt
með það fyrir augum að þessi
húsnæðisstuðningur stjórnvalda
nýtist viðkomandi sem best og
nýtist einkum þeim sem á honum
þurfa að halda,“ segir Anna. „Það
er hlutverk HMS að stuðla að því
að landsmenn geti búið við öryggi
og jafnrétti í húsnæðismálum og
að auka möguleika fólks til að
eignast eða leigja húsnæði á við-
ráðanlegum kjörum.
Hlutdeildarlán er öf lug við-
bót í verkfærakistuna okkar og
við bindum miklar vonir við að
úrræðið muni ekki aðeins verða
til þess að hjálpa tekjulægri fyrstu
kaupendum inn á fasteigna-
markaðinn, heldur einnig stuðla
að aukinni uppbyggingu hag-
kvæmra íbúða um allt land og
vinna þannig á móti samdrætti
í byggingariðnaði,“ segir Anna
að lokum.
Frekari upplýsingar um
hlutdeildarlánin er
að finna á vefnum
hlutdeildarlan.is.
2 KYNNINGARBLAÐ 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRSTA HEIMILIÐ - HLUTDEILDARLÁN