Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.10.2020, Blaðsíða 24
Birgisson er fjölskyldufyrir­tæki með metnað og hefð fyrir glæsilegu vöruúrvali á góðu verði,“ segir Þórarinn Gunnar Birgisson, framkvæmda­ stjóri Birgisson ehf. „Í sýningarsal okkar í Ármúla 8 leggjum við mikla áherslu á góða og fal­ lega vöru uppstillingu, frábæra þjónustu og gott verð. Við sérhæf­ um okkur í sölu á parketi, f lísum og hurðum en bjóðum einnig upp á sérhæfðari vörur eins og utan­ hússklæðningar, sundlaugaf lísar, hljóðdempandi loft­ og vegg­ klæðningar ásamt kerfisloftum. Vistvæn framleiðsla Birgisson ehf. býður upp á eitt mesta úrval landsins af umhverf­ isvottuðu harðpark eti frá þýska framleiðandanum Kronotex og umhverfis vottuðu viðarparketi frá sænska framleiðandan um Kährs. „Við finnum fyrir auknum kröfum neytenda um að vörur og framleiðsla séu umhverfisvænar. Allt okkar harðparket er vottað með bláa englinum og viðarpark­ etið Svansvottað,“ segir hann. „Við reynum einnig að leggja okkar af mörkum í að minnka kolefnisspor fyrirtækisins, þetta gerum við meðal annars með f lokkun á úrgangi og með því að koma öllu okkar plasti í endur­ vinnslu hjá Pure North Recycling í Hveragerði,“ segir Þórarinn. „Við erum þekkt fyrir að vera með gríðarlega mikið vöruúrval og þá sérstaklega í harðparket­ inu,“ segir Þórarinn. „Hjá okkur er hægt að fá fallegt 8 mm harðpark­ et á mjög hagstæðu verði og allt upp í 14 mm harðparket í stórum borðum sem þolir mikið álag.“ Þórarinn bendir á að margir haldi að harðparket sé svokallað „plastparket“ og að uppi staðan í því sé mestmegnis plast. „Í raun er harðparket 90% umhverfisvænn viður. Yfirborðs­ lagið er úr plasti og þar af leiðandi mjög slitsterkt.“ Meiri áhersla á bætta hljóðvist heimila Í gegnum árin höfum við lagt ríka áherslu á gott hljóðdemp­ andi undirlag undir gólfefni. Nýbreytni hjá okkur í þeim efnum er umhverfis vottuð fram­ leiðsla á undirlagi. Í takt við nýja strauma, aukna notkun á f lísum og öðrum harðari gólfefnum, léttari innréttingum og opnum rýmum þarf að hugsa skrefinu lengra. Okkar framlag til bættrar hljóð­ vistar er rimlaloft og veggklæðn­ ingar frá danska framleiðand an­ um AcuWood. Plöturnar koma í 60x240 cm, einfaldar í upp­ setningu og geta bætt hljóðvist ina um allt að 50%, sem er með því besta sem gerist í hljóðdempun á markaðnum. Samhliða harðparketi er einnig mikið úrval hjá Birgisson ehf. af fallegu viðarparketi og gegn­ heilu eikarparketi í mismunandi stærðum sem má einnig leggja í síldarbeinsmunstur. „Við hófum nýverið samstarf við þýska fyrirtækið Osmo. Þeir bjóða upp á heildarlausnir þegar kemur að meðhöndlun og viðhaldi á viðargólf um,“ segir Þórarinn. „Þar erum við mest að notast við vaxolíu, hún sameinar kosti lakks og olíu og myndar sterka filmu á yfirborði parkets­ ins. Þessi vaxolía býður upp á mikla möguleika við litun og áferðarval á viðargólf um og er allt ferlið mjög einfalt.“ Þórarinn hvetur áhugasama til að gera sér ferð í verslunina og skoða úrvalið með eigin augum. Viðskiptavinurinn ávallt í fyrsta sæti Birgisson ehf. býður eitt mesta úrval landsins af hágæða parketi, flísum og innihurðum. Fyrir- tækið leggur ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð, umhverfisvottaðar vörur og framleiðslu. Þórarinn Gunnar Birgisson, fram- kvæmdastjóri Birgisson ehf. Þær eru glæsilegar flísarnar frá Florim Amini Bronze sem slegið hafa í gegn. Veggklæðningarnar frá AcuWood bæta hljóðvist um allt að 50%. Vaxolían frá Osmo býður upp á marga spennandi möguleika. Birgisson býður upp á úrval parkets sem leggja má í síldarbeinsmunstur. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRSTA HEIMILIÐ - GÓLFEFNI OG HURÐIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.