Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 2 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Glæðir lífið rafmagnaðri orku Audi Q5 TFSI e Rafmagn & bensín HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is/audisalur REYKJAVÍK Yfirstjórn og starfsmenn Reykjavíkurborgar drukku áfengi fyrir yfir hálfa milljón króna á kostn- að borgarbúa á Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll. Þetta kemur fram í sundurliðuðum reikningum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Alls var keypt sterkt vín fyrir rúmar 64 þúsund krónur, bjór fyrir tæpar 104 þúsund krónur og léttvín fyrir rúmar 381 þúsund krónur. Meðal þess sem var keypt eru glös af Chardonnay, Lagavulin 16 ára, Hennessy VSOP og Moscow Mule. Starfsmenn á skrifstofu Reykja- víkurborgar hafa aðgang að Vinnu- stofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll, með sérstökum samningi. Var talið að þörf væri á aðstöðunni vegna vinnu- funda, starfsdaga og starfsþróunar- samtala ásamt fleiru. Borgin greiðir alls 1,6 milljónir króna fyrir ársaðgang. Um er að ræða þróunarverkefni til eins árs og rennur samningurinn út um mán- aðamótin. Á þá að meta hvort verk- efninu verði haldið áfram. Alls voru gefin út ellefu aðgangs- kort, sex til sviðsstjóra, tvö til skrifstofu borgarstjóra auk skrif- stofustjóra borgarstjórnar, borgar- lögmanns og mannréttindastjóra. Samkvæmt reikningunum var áfengi í nokkrum tilfellum keypt á starfsdögum og á fundum. „Margt í yfirlitinu og afritum reikninga bendir til þess að bruðlað hafi verið með opinbert fé,“ segir í bókun Björns Gíslasonar og Jórunnar Pálu Jónasdóttur, fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins í innkauparáði sem ræddi málið í vikunni. Þau benda á að rúm- lega 23 þúsund króna reikningur var endurgreiddur nokkrum dögum eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Í gagnbókun Sabine Leskopf, Alex- öndru Briem og Ellen Calmon, full- trúa Samfylkingarinnar og Pírata, segir að upphæðirnar falli ekki undir ábyrgð ráðsins og því sé ekki við hæfi að taka fram fyrir hendur stjórnenda borgarinnar. – ab / sjá síðu 4 Drukkið fyrir hálfa milljón Samkvæmt sundurliðuðum reikningum drukku yfirstjórn og starfsmenn Reykjavíkurborgar áfengi fyrir meira en hálfa milljón króna á Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll. Um þróunarverkefni er að ræða. Þessir tveir félagar létu fara vel um sig í Laugarnesinu og spjölluðu og nutu útsýnis yfir miðborg Reykjavíkur í blíðskaparveðri í gær. Í dag verður sólríkt og milt veður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN COVID-19 „Auðvitað viljum við öll gæta sóttvarna og í þessu tilviki var mikil óheppni að þarna var um að ræða smitaðan einstakling,“ segir segir Viðar Halldórsson félagsfræð- ingur um faðmlag eftir leik Íslands og Rúmeníu. KSÍ segir reglur um fjarlægð hafa verið brotnar er starfsmenn karla- landsliðsins komust í snertingu við leikmenn Íslands eftir leikinn. Tilfinningar, sem væru stór hluti af íþróttum, hefðu ráðið för. „Íþróttir eru í kjarna sínum byggðar á tilf inningum fólks, stuðningsmanna og þátttakenda,“ segir Viðar sem kveður velgengni landsliða skila sér í meiri ánægju í íslensku samfélagi. – hó / sjá síður 2 og 10 Tilfinningarnar réðu förinni Meðal þess sem keypt var eru glös af Chardonnay, Lagavulin 16 ára, Hennessy VSOP og Moscow Mule.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.