Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 4
DÓMSMÁL Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari á ekki von á því að óskað verði eftir yfirmati, á þessu stigi, um dánarorsök konu sem lést í lok mars á þessu ári. Eig­ inmaður hinnar látnu hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið henni að bana, en réttarkrufning benti til þess að hún hefði verið kyrkt. Hinn ákærði sat í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn í byrj­ un apríl þangað til hann var látinn laus í síðustu viku en Landsréttur felldi þá úr gildi úrskurð héraðs­ dóms um áframhaldandi gæslu­ varðhald. Í úrskurði Landsréttar er vísað til matsgerðar dómkvaddra matsmanna frá 30. september en í henni segir að mögulegt sé að konan „hafi látist af völdum blöndunar­ eitrunar af klórdíasepoxíði, lífefna þess og áfengis“. Jafnframt segir þar að ekki sé unnt að staðfesta að kraftbeiting gegn hálsi hafi átt sér stað rétt fyrir andlátið, heldur kynni hún að hafa átt sér stað allt að þremur dögum fyrir það.“ Kolbrún segist ekki geta tjáð sig um efni málsins þar sem dómari hafi ákveðið að loka þinghaldi. Hún segir þó að fimm réttarmeina­ fræðingar hafi nú þegar komið að málinu. Tveir hafi komið að réttar­ krufningu eftir andlát konunnar. Einn til hafi verið dómkvaddur á rannsóknarstigi málsins og tveir í viðbót eftir að ákæra var gefin út. Hinum síðastnefndu hafi ekki verið falið að leggja heildstætt mat á dánarorsök, heldur að svara til­ teknum spurningum. „Ég á von á því að þeir réttar­ meinafræðingar sem komið hafa að málinu verði kvaddir fyrir dóm til að svara spurningum við aðalmeð­ ferð málsins,“ segir Kolbrún. Það er svo dómari málsins sem metur hvað telst sannað. Stefnt er að því að aðalmeðferð málsins fari fram í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan næsta mánuð, en fyrir liggur að auk réttarmeinafræðinga, geðlæknis, sálfræðings og annarra vitna, muni ákæruvaldið kalla þrjú börn brota­ þolans til skýrslugjafar við aðal­ meðferðina. Ákvörðun um lokun þinghalds var tekin með hagsmuni þeirra að leiðarljósi og vegna mynda sem varpa þurfi á skjái í dómsal, meðal annars um krufningu. – aá STJÓRNMÁL „Við þurfum að spara, en við þurfum líka að gefa fólki tækifæri, gera fyrirtækjum kleift að ráða f leira fólk og búa til meiri verðmæti. Báknið er orðið hindrun í þessu öllu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið­ flokksins. Miðf lokkurinn, ásamt þing­ mönnum í Viðreisn og Sjálfstæðis­ f lokki, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar sem kveður á um að forsætisráðherra setji í gang vinnu við tímasetta aðgerðaráætlun um einföldun regluverks sem kynnt yrði næsta vor. „Regluverk hefur aukist gríðar­ lega á síðustu árum og áratugum, og þar með báknið svokallaða sem heldur utan um þetta regluverk,“ segir Sigmundur. „Nú teljum við að þetta sé mjög tímabært þar sem ríkið stendur frammi fyrir verulegu tekjufalli, þá stækkar báknið í samanburði.“ – ab STJÓRNSÝSLA Sam kvæmt út tekt Ríkis endur skoðunar á Trygginga­ stofnun ríkisins (TR) fengu aðeins 9,4 til 13 prósent líf eyris þega rétt­ ar greiðslur frá stofnuninni á tíma­ bilinu 2016 til 2019. Þuríður Harpa Sigurðar dóttir, for­ maður Ör yrkja banda lags Ís lands (ÖBÍ), fagnar út tektinni sem sýni brota lamir í al manna trygginga­ kerfinu sem ÖBÍ hafi vitað um lengi. „Við höfum í trekað bent Trygg­ inga stofnun á þetta. Út tektin sýnir það sem við höfum lengi haldið fram, að allt of stór hluti líf eyris­ þega er ekki að fá þau réttindi sem þeim ber og það er mjög al var legt,“ segir Þuríður. í skýrslu Ríkis endur skoðunar kemur fram að brota lamir eru í fram kvæmd al manna trygginga­ laga og með ferð stjórn sýslu mála hjá TR. Dæmi eru um að við skipta vinir hafi fyrir vikið orðið af réttindum sínum, um lengri eða skemmri tíma. Þá þarf TR að sinna betur leið­ beiningar skyldu sinni á samt því að ef la að gengi og upp lýsinga gjöf til við skipta vina sem margir eru í við­ kvæmri stöðu og treysta al farið á greiðslur frá stofnuninni. Trygginga stofnun hefur bent á að hlut fall úr skurða nefndarinnar sem stað festi verk lag stofnunar­ innar sé yfir 80 prósent en í þeim út reikningi eru með talin mál sem eru aftur kölluð áður en nefndin úr­ skurðar í málinu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að í sumum þeirra til vika hafi TR breytt fyrri á kvörðun sinni og kærandi í fram haldinu dregið kæru sína til baka. Sé leið rétt fyrir slíkar aftur kallanir reynist hlut­ fall úr skurða sem stað festu verk­ lag Trygginga stofnunar eða vísa máli frá hafa verið 61 til 70 prósent á tíma bilinu 2017 til 2019. „Þetta heitir á góðri ís lensku að hag ræða sann leikanum. Til þess að reyna að blekkja fólk,“ segir Þuríður. Spurð hvort það standi til að fara í mála ferli til þess leið rétta rangar greiðslur, segir Þuríður að ÖBÍ sé enn að berjast fyrir því að bú setu­ skerðingar ör yrkja verði leið réttar. „Við erum enn að berjast í málinu um bú setu skerðingar fólks. Þar sem TR viður kenndi að hafa reiknað fólk sam kvæmt rangri reikni reglu frá árinu 2009. Árið 2018 átti að leið rétta það og ég veit ekki betur en að eins og staðan er í dag, tveim­ ur árum seinna, sé einungis búið að leið rétta um 500 ein stak linga af 1.500,“ segir Þuríður. Formaðurinn bætir við að ÖBÍ sé enn að fá fólk til sín með lífeyri sem reiknaður sé eftir rangri reikni­ reglu. Þuríður segir það einnig sér­ kenni legt að eins og fram kemur í skýrslunni séu einungis tveir starfs­ menn ráðu neytis að sinna þessum stóra mála f lokki með fram öðrum störfum í ráðu neytinu. Þá segir einnig í úttektinni að ör yrkjar leiti dag lega til ÖBÍ til að fá upp lýsingar og ráð gjöf sem TR ætti að veita þeim. Á stæður þessa eru meðal annars van traust og ó ánægja með þjónustu stofnunar­ innar. Þá virðast margir líf eyris­ þegar eiga í vand ræðum með að skilja upp lýsingar sem koma frá TR. „Þetta út heimtir oft mikla vinnu af hendi veiks fólk sem á ekki auð­ velt með að verja sig,“ segir Þuríður sem kveðst vonast til að f leiri fái rétta úr lausn sinna mála úr þessu en bendir á að þar sé mikið verk að vinna. mhj@frettabladid.is Regluverk hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og áratugum, og þar með báknið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Þetta heitir á góðri ís lensku að hag­ ræða sann leikanum. Til þess að reyna að blekkja fólk. Þuríður Harpa Sigurðar dóttir, for­ maður Ör yrkja banda lags Ís lands Ég á von á því að þeir réttarmeina­ fræðingar sem komið hafa að málinu verði kvaddir fyrir dóm til að svara spurningum. Kolbrún Bene­ diktsdóttir, vara­ héraðssaksóknari Þekkirðu lyn þín? GLÆSIBÆ / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is VESTURLANDSVEGI / OPIÐ 10:00-22:00 alla daga Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is URÐARHVARFI / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is og þér líður betur Komdu eða pantaðu tíma í síma 517 5500 eða sendu póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Fáðu faglega aðstoð lyafræðings Aðeins einn af hverjum tíu fengið réttar greiðslur frá TR Skýrsla Ríkisendurskoðunar á stöðu almannatryggingakerfisins sýnir brotalamir í framkvæmd al- mannatryggingalaga og meðferð stjórnsýslumála hjá Tryggingastofnun ríkisins. Formaður Öryrkja- bandalags Íslands segir það mjög alvarlegt að stór hluti lífeyrisþega fái ekki þau réttindi sem þeim ber. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. segir að Tryggingastofnun hafi oft verið bent á galla í almannatryggingakerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Einfalda þarf regluverkið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Fimm réttarmeinafræðingar hafa komið að Sandgerðismálinu REYKJAVÍK Fram kom í nýlegu svari borgarritara við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Mið­ flokksins, að starfsmenn hafi á tíu mánaða tímabili notið veitinga fyrir rúmar 800 þúsund krónur á Vinnu­ stofu Kjarvals. Í reikningum sem lagðir voru fram fyrir innkaupa­ og fram­ kvæmdaráð nær heildarupphæð veitinganna yfir 1,2 milljónir króna, þar af eru meira en 650 þúsund krónur í mat. Þar inni eru útgjöld vegna EFA­verkefnisins, sem er undirbúningur að Evrópsku kvik­ myndaverðlaununum, en þar greið­ ir mennta­ og menningarmálaráðu­ neytið helming kostnaðarins. Þá eru einnig reikningar frá skrif­ stofu borgarstjóra og frá velferðar­ sviði sem falla ekki undir samning borgarinnar við Vinnustofu Kjar­ vals. Í samningnum við borgina er undirstrikað að ekki sé heimilt að taka myndir af gestum staðarins. Þá er tekið fram að á opnunar­ tíma sé boðið upp á kaffi og kolsýrt vatn, rukkað er sérstaklega fyrir kaffidrykki og aðra gosdrykki. Samkvæmt reikningunum voru keyptir kolsýrðir drykkir fyrir tæpar 21 þúsund krónur og kaffi­ drykkir fyrir rúmar 54 þúsund krónur. Í nokkrum tilfellum var um að ræða tónik sem keypt var sam­ hliða gini. – ab Yfir 650 þúsund í mat á Kjarvalsstofu Í samningi er lagt blátt bann við að mynda gesti Kjarvalsstofu MYND/AÐSEND 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.