Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 19
Forréttir
n Kókoskremuð kóngasveppa
súpa (vg)
n Laufabrauð – nýbakað súr
deigsbrauð – smjör
Kjötskurðarí:
n Tvíreykt hangikjöt – parma
skinka – hamborgarhryggur
– kryddaðar pylsur
n Marinerað grænmeti – mozz
arella & tómatar
n Villibráðarskurðarí:
n Reykt andabringa – hreindýra
paté – gæsalifrarfrauð með
rifsberjageli
n Fennel og dillgrafinn lax með
hunangssinnepssósu
n Reyktur silungur með seljurót
arhrásalati, piparrót og karsa
n Jólasíld – karrýsíld – rúgbrauð
Aðalréttir
n Heilsteiktar nautalundir
n Ekta purusteik
n Gljáðir kalkúnaleggir
n Rauðkál ársins
n Bakaðar kartöflur með osta
gratínsósu
n Nomy eplasalat
n Sætkartöflusalat með ristuðum
pecanhnetum & kryddjurtum
n Grænt salat
n Portvínssoðgljái
n Kremuð koníaks & villisveppa
sósa
Eftirréttir
n Ris a la mande með kirsuberja
sósu & karamellu
n Pavlova marengstoppar með
sítrónufrómas & berjum
n Nomy súkkulaðikaka ársins:
Súkkulaðihjúpuð mjólkursúk
kulaðimús á brownies botni
Jólasmáréttir
n Tvíreykt hangikjöt á ekta flat
kökum, eggjahræra með rjóma
osti, manchegoost og karsa
n Glóðaður graflax í selju
rótartaco með wasabikremi og
kryddjurtum
n Síld á kartöfluvöfflu með eggja
kremi, sýrðum lauk, kapers,
eplum og sólselju
n Heimabökuð vatnsdeigsbolla,
grásleppuhrogn, piparrótar
krem, garðkarsi
n Smjörsteikt eggjabrauð „French
toast“ , truffluhrásalat, parma
skinka, parmesanostur
n Djúsí andalæraconfit með beik
oni, döðlum og appelsínuzest
n Kalkúnakartöflukrókettur
með hvítlauks & sítrónublóð
bergsmayo
n Nautalund „tataki style“, rucola
pesto, furuhnetur, parmesan
ostur
n Hægeldaður og steiktur
hamborgarhryggur á spjóti,
gljáður með hunangssinnepi,
beikoni, croutons og gras
lauk
n Hvítsúkkulaðitruffla með
kaffilakkrísganache, hind
berjum & lakkrís
Jólaplatti
n Fennel og dillgrafinn lax með
hunangssinnepssósu
n Tvíreykt hangikjöt
n Hreindýrapaté með sólberja
sósu
n Sneiddur NOMY hamborgar
hryggur með rauðkáli
n NOMY karrýsíld
n Gæsalifrarfrauð með rifsberja
og portvínsgeli.
n Súrdeigsbrauð, sólkjarnarúg
brauð & þeytt smjör
Jóhannes Steinn, Bjarni Siguróli og Fannar stofnuðu veisluþjónustuna NOMY í fyrrasumar,
sem frá fyrsta degi hefur notið
mikilla vinsælda, enda er reynsla,
fagmennska, hollusta og bragðgæði
í aðalhlutverki. Þeir hafa allir mikla
og fjölbreytta reynslu sem kokkar.
Auk þess að hafa starfað á nokkrum
af bestu veitingahúsum landsins,
hafa þeir allir keppt fyrir Íslands
hönd með kokkalandsliðinu og
unnið til fjölda verðlauna á sínu
sviði, bæði hérlendis og erlendis.
Hjá NOMY er undirbúningur
jólanna nú að hefjast en í ár verður
m.a. hægt að velja um jólahlaðborð,
jólaplatta, jólahádegishlaðborð og
jólamat í heimahúsi.
Jólahlaðborðin vinsælu
Jólahlaðborðin frá NOMY eru í
sérflokki, þar sem gæðahráefni og
framúrskarandi matreiðsla fara
saman. „Fyrir jólin bjóðum við
upp á jólahlaðborð, en þau nutu
mikilla vinsælda fyrir síðustu jól.
Við mætum einfaldlega á svæðið
og setjum upp jólahlaðborð, hvort
sem er fyrir stærri eða smærri
hópa, fyrirtæki, félagasamtök eða
vinahópa. Jólahlaðborðið saman
stendur af hefðbundnum jóla
réttum, svo allir ættu að finna eitt
hvað við sitt hæfi,“ segir Jóhannes,
en jólahlaðborðin miðast við 40
manns og fleiri.
Jólaplatti og
jólahádegishlaðborð
NOMY býður einnig upp á jóla
platta að norrænum hætti, sem
hafa vakið mikla athygli. „Í ár erum
við með klassískan jólaplatta, sem
hentar til dæmis vel fyrir vinahópa
eða hverja þá sem vilja gera sér
glaðan dag, hvort sem er í hádeginu
eða á kvöldin. Jólaplattinn er líka
tilvalinn fyrir fyrirtæki sem vilja
gleðja starfsfólkið með góðum mat.
Plattinn samanstendur af girni
legum jólaréttum við allra hæfi,“
segir Jóhannes.
„Við útbúum jólaplattana og
keyrum heim að dyrum hjá fyrir
tækjum eða einstaklingum. Það
þarf ekkert að gera nema njóta
matarins,“ bætir hann við.
Einnig býður NOMY upp á jóla
hádegishlaðborð, sem eru minni
útgáfa af jólahlaðborði.
„Jólahádegishlaðborð eru til
valin fyrir öll fyrirtæki sem vilja
gefa starfsfólki sínu eitthvað gott
að borða á vinnutíma. Við mætum
á staðinn og sjáum bara um þetta,“
segir Jóhannes.
Jólasmáréttir
á spennandi máta
NOMY er einnig með frábæra jóla
smárétti, sem hafa slegið í gegn.
„Jólasmáréttirnir eru með því vin
sælasta hjá okkur. Þar erum við með
klassískt hráefni en matreiðum það
á nýjan og spennandi máta. Þetta
hefur vakið mikla ánægju meðal
okkar viðskiptavina, sem vilja
borða góðan mat og prófa eitthvað
nýtt í leiðinni,“ segir Jóhannes.
„Við erum líka með pinnaseðil,
sem kallast Litlu jólin. Það er fyrir
að lágmarki tíu manns og upp úr.
Jólasmáréttirnir hafa verið mjög
vinsælir hjá fyrirtækjum en þá
sjáum við um að halda jólaboð í
fyrirtækjum, sem er kjörið fyrir
þær aðstæður sem eru uppi í dag.
Við erum líka með veislupakka
fyrir fjóra og upp úr. Veislupakk
arnir samanstanda af réttum sem
eru fulleldaðir, forrétti, aðalrétti
og eftirrétti. Veislupakkarnir eru
sem sniðnir fyrir fólk sem vill hitt
ast í minni hópum og borða saman
góðan mat,“ segir Jóhannes.
Fáðu jólamatinn
sendan heim
Hjá NOMY er hugsað fyrir öllu
því þar er einnig hægt að fá jóla
matinn. „Við ákváðum að bjóða
upp á jólamat líkt og í fyrra, en
fólk var gríðarlega ánægt með
þessa þjónustu. Það er stór hópur
fólks sem hefur ekki tíma til að
elda sjálft, eða finnst þægilegt
að fá jólamatinn sendan heim að
dyrum.
Við léttum fólki lífið og sjáum
um eldamennskuna. Þá pantar
fólk einfaldlega jólamatinn hjá
okkur og fær hann afhentan
tilbúinn fyrir aðfangadag og þetta
verður líka í boði fyrir gamlárs
dag. Í ár bjóðum við upp á þriggja
rétta deluxe matseðil, það verður
humarsúpa í forrétt, Wellington
nautalund í aðalrétt og súkkulaði
í eftirrétt. Við erum einnig með
sérstaka rétti fyrir grænkera,“ segir
Jóhannes.
NOMY er einnig með gott úrval af
gjafakörfum, sem að sögn Jóhann-
esar eru fullkomin gjöf fyrir starfs-
fólkið. Gjafakörfurnar eru hlaðnar
góðgæti, sem ættu að gleðja alla
sem kunna að meta góðan mat.
Hægt er að skoða alla matseðla og
panta á vefsíðunni nomy.is.
Hágæða veisluþjónusta
fyrir öll tilefni hjá Nomy
Meistarakokkarnir Jóhannes Steinn Jóhannsson, Bjarni Siguróli Jakobsson og Fannar Vernharðs-
son eru eigendur veisluþjónustunnar NOMY. Þeir bjóða upp á dýrindisjólahlaðborð, jólaplatta,
jólasmárétti og annan sælkeramat sem kitlar bragðlaukana. Gæði og fagmennska að leiðarljósi.
Jóhannes
Steinn, Bjarni
Siguróli og
Fannar, eig
endur NOMY,
kepptu með
kokkalands
liðinu og eru
margverð
launaðir í sínu
fagi.
MYNDIR/AÐSENDAR
KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 JÓLAHLAÐBORÐ