Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Guðjón Kristjánsson, yfirmat-reiðslumaður og rekstrar-stjóri hjá Restaurant Reykja-
vík, segir að jólahlaðborðin verði
ekki síðri í ár en undanfarin sjö ár
sem hann hefur starfað á staðnum.
„Ef takmarkanir á fjölda fólks verða
enn í gildi í lok nóvember þegar
jólahlaðborðin fara í gang verður
brugðist við því með tilliti til sótt-
varna. Við vonum þó að gestir geti
komið á sín árlegu jólahlaðborð
til að byggja upp tilhlökkun til
jólanna,“ segir hann.
Húsnæði Restaurant Reykjavíkur
á Vesturgötu 2 á sér langa sögu
eða allt frá árinu 1863. Sagt er að
húsið sé miðja Reykjavíkur og að
öll götunúmer í borginni séu talin
út frá húsinu til allra átta. Marg-
vísleg starfsemi hefur verið í húsinu
í gegnum árin en undanfarinn
rúman áratug hefur Restaurant
Reykjavík yljað gestum með alls
kyns glæsilegum matarveislum.
Staðurinn er rúmgóður og býður
upp á minni og stærri einkasali
fyrir mismunandi stóra hópa. Hlað-
borð verður í hverjum sal.
Frábær skemmtiatriði
Jólahlaðborðin hafa verið sérstak-
lega glæsileg auk þess sem boðið er
upp á lifandi tónlist. Núna verður
það söngkonan Elísabet Ormslev,
ásamt Hróa, sem mun syngja gesti
inn í jólastemninguna. Þá mun Þór
Óskar tónlistarmaður einnig sjá
um að skemmta gestum.
Matreiðslumeistararnir munu
síðan sjá um að fylla borðin með
jólasteikum og girnilegum eftir-
réttum. Guðjón segir að boðið verði
upp á fjölbreytta og hefðbundna
jólarétti. „Við erum með þrettán
kalda forrétti en meðal þeirra má
finna síldarrétti, grafinn og reyktan
lax, villibráðasalat, fjórar gerðir
af hangikjöti sem koma frá öllum
landshlutum, jafnt taðreykt, tví-
reykt sem birkireykt, ásamt öðrum
ljúffengum réttum. Heitir réttir
eru kalkúnabringa, lambalæri og
pörusteik. Allur heitur matur er
skorinn af kokkunum beint á diska.
Ýmislegt gott meðlæti er með heitu
réttunum, eins og sykurbrúnaðar
kartöflur, waldorf-salat, rauðkál
og baunir og þess háttar. Að lokum
er hægt að velja um fimm gerðir
af eftirréttum,“ segir Guðjón. „Við
reynum að halda í klassíska rétti
enda eru þeir alltaf vinsælastir og
þá sérstaklega hangikjötið,“ bætir
hann við.
Glæsilegt jólatré
Fyrir jólin hefur húsið að Vestur-
götu 2 vakið sérstakla athygli veg-
farenda fyrir fagurlegar skreytingar
sem sóma sér vel þegar snjórinn
lætur sjá sig. Guðjón bendir á að
það sé alltaf stórt og fallega skreytt
jólatré fyrir utan húsið. Salirnir eru
sömuleiðis glæsilega jólaskreyttir
svo gaman er að koma í Restaurant
Reykjavík fyrir jólin. Jólahlað-
borðin byrja um miðjan nóvember
og verða fimmtudaga, föstudaga
og laugardaga. „Ef áhugi er fyrir því
hjá hópum að koma í miðri viku
bjóðum við upp á það, hvort sem
það er í hádegi fyrir vinnustaðahóp
eða að kvöldi,“ segir hann. Guðjón
bendir á að allir eigi að borða sig
sadda á jólahlaðborðum og það má
alltaf fá sér meira á diskinn. „Flestir
fara þrjár ferðir áður en þeir fara í
eftirréttina,“ segir hann.
Veisla alla daga
Þótt jólahlaðborðin eigi sér alltaf
sterkan sess í hjörtum landsmanna
og komi eiginlega með jólastemm-
inguna þá er líka hægt að fara um
helgar og fá sér bröns sem er afar
vinsælt hjá fjölskyldum. „Þegar
nær dregur jólum verðum við auk
þess með jólabröns í hádeginu
um helgar,“ segir Guðjón. „Við
erum venjulega með hádegisseðil
í hádeginu á virkum dögum á frá-
bæru verði og svo erum við mat-
seðil á kvöldin. Um þessar mundir
bjóðum við upp á skemmtilegan
smáréttamatseðil.“
Stemning í borginni
Jólahlaðborðin byrja oft með for-
drykk eða kokteil en þá mæta gestir
um kl. 18-18.30. „Sumir koma um
kl. 20 og það er í sjálfu sér fínt að
dreifa aðeins umferðinni.
Maður fer á jólahlaðborð einu
sinni á ári og það er um að gera
að njóta sem mest. Alltaf er mikil
stemning að koma í miðborgina
fyrir jólin. Það er um að gera að
panta snemma því það hefur
verið uppselt hjá okkur undan-
farin ár. Ég held að það sé alveg
ástæða til að gleyma þessum
erfiða tíma undanfarna mánuði
og gera vel við sig fyrir jólin,“
segir Guðjón.
Til að panta jólahlaðborð er
best að hafa samband við Res-
taurant Reykjavík í síma 552 3030
eða panta borð á heimasíðunni
restaurantreykjavik.is.
Framhald af forsíðu ➛
Forréttirnir eru við allra hæfi svo enginn þarf að fara svangur heim.
Það eru þrettán ljúffengir forréttir í
boði á jólahlaðborðinu.
Hangikjötið kemur frá öllum lands-
hlutum, tað-, birki- og tvíreykt.
Maður fer á jóla-
hlaðborð einu sinni
á ári og það er um að gera
að njóta sem mest. Alltaf
er mikil stemning að
koma í miðborgina fyrir
jólin.
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
RR-Jolahladbord-2.pdf 1 14.10.2020 11:06:32
2 KYNNINGARBLAÐ 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RJÓLAHLAÐBORÐ