Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 14
Guðbjörg hefur um árabil fengist við kennslu samhliða leirlistinni. „Ég er búin að
vera keramiker síðan ég útskrifað-
ist úr keramikdeildinni í Mynd-
lista- og handíðaskólanum árið
1994. Ég byrjaði með verkstæði
sem gekk ágætlega en svo leiddist
ég út í kennslu hægt og rólega og
fór að kenna námskeið með. Svo
árið 2000 fór ég í kennaranám og
fór að kenna meira en núna síðustu
ár hef ég minnkað við mig kennslu
og keramikið orðið meira aðal-
starf.“
Hún segir kennsluna og leir-
listina fara vel saman. „Ég er alltaf
að kenna keramik þannig að það
fer ágætlega saman. Mér finnst
voðalega gaman að brjóta aðeins
upp daginn með því að skreppa í
skólann og það er auðvitað mjög
gaman að kenna ungum og áhuga-
sömum krökkum.“
Óvæntar litasamsetningar
Keramikáhugi Guðbjargar
kviknaði á unglingsárunum. „Ég
fór í lýðháskóla þegar ég var 17
ára til Noregs og þá var ég ekkert
búin að pæla í þessu þó að mamma
vinkonu minnar væri keramiker.
Ég fór í myndlistardeild í skól-
anum og þar varð ég alveg háð því
að renna. Ég var með frábæran
kennara og mátti vera í skólanum
allan sólarhringinn. Ég gat þá
mætt í hádeginu og unnið til 2-3 á
nóttunni sem er auðvitað frábær
vinnutími fyrir unglinga. Eftir
þetta þá vissi ég nákvæmlega hvað
ég vildi gera.“
Guðbjörg sækir innblástur og
hráefni víða. „Af því að ég er að
vinna með efni úr jörðinni þá
tengist það auðvitað náttúrunni
okkar og það er dálítið eins og
einn hlutur leiði mig í næsta hlut.
Ég vann einu sinni verk bara út
frá snjókomu, út frá veðri, en
er meira núna að vinna út frá
náttúrulegum hlutum. Það sem
heillar mig mest eru óvæntar
litasamsetningar í náttúrunni en
samt er ég ekki neitt mjög mikill
„coloristi“ sjálf. Ég vinn mikið með
grátóna og hvíttsvart en ég dáist
að litunum í náttúrunni án þess
að geta einhvern veginn fangað
þá almennilega sjálf. Ég vildi að ég
gæti það.“
Uppgötvaði öskuna óvart
Meðal þess sem Guðbjörg hefur
mikið verið að vinna með undan-
farin ár er eldfjallaaska. „Ég er
núna aðallega að vinna með postu-
lín og bland af eldfjallaösku sem ég
meðhöndla svo ég nái réttri áferð
og lit sem er svona grátóna. Ég er
búin að vinna mikið við að þróa
aðferð til þess að búa til þennan lit
og þessa áferð. Ég þarf að vesenast
dálítið með hana svo að ég fái
nákvæmlega útkomuna sem ég
vil.“
Guðbjörg segir það hálfgerða til-
viljun að hún hafi byrjað að vinna
með ösku. „Ég var að vinna í allt
öðruvísi verkefni fyrir Bláa lónið
og var þá að vesenast með þessa
eldfjallaösku. En af því að það er
svo þröngt hjá mér og þetta svona
subbulegt þá varð postulínið mitt
dálítið skítugt af eldfjallaösku.
Þannig að þetta var hálfgerð til-
viljun, að það smitaðist af þessu
verkefni yfir í postulínið. Þá ákvað
ég að byrja að prófa að blanda
þessu efni í postulínið og síðan er
ég búin að vera að sækja ösku út
um allt.“
Blaðamaður spyr Guðbjörgu
hvar og hvernig hún finni ösku. „Ég
fer með skóflu á hina ýmsu staði.
Til dæmis í sumar fór ég hjá Kötlu-
jökli, fékk ösku úr Grímsvötnum
2011, á Kirkjubæjarklaustri og
síðan á Suðurnesjum.“
Eldfjallaaskan sé ekki ósvipuð
öðrum efnum. „Hún er bara frekar
lík öðrum keramikefnum. Ég er að
vinna með alls konar efni og þarf
að passa að mörg þeirra smitist
ekki út í eitthvað sem þau eiga ekki
að smitast út í. En svo er þetta bara
svipað.“
Samstarfsverkefni í Afríku
Guðbjörg hefur síðastliðið rúmt ár
verið að vinna í þróunarverkefni á
vegum Aurora Foundation í Síerra
Leóne. Hún rifjar upp daginn sem
hún var beðin um að taka þátt.
„Það var mjög furðulegur dagur. Ég
fékk þrjú símtöl þennan dag. Eitt
var frá konu sem bauð mér vinnu
í MS, í öðru símtalinu var mér
boðið hótelverkefnið sem ég er að
vinna að í dag og í síðasta sím-
talinu hringdi í mig kona, Halldóra
Þorláksdóttir, sem var með mér í
Myndlista- og handíðaskólanum
og bað mig um að koma með sér til
Afríku,“ segir Guðbjörg.
„Hún var þá að vinna með vel-
gerðasjóðnum Aurora Foundation
en í seinni tíð hafa þau lagt mikla
áherslu á að taka þátt í þróunar-
starfi í Afríku og víðar, með því
markmiði að efla atvinnu í þróun-
arlöndum,“ útskýrir Guðbjörg.
„Síðustu ár hefur sjóðurinn
mikið verið að vinna í Síerra Leóne
en þar býr íslensk kona, Regína
Bjarnadóttir, sem heldur utan um
þetta starf. Verkefnið heitir Sweet
Salone og er samstarfsverkefni á
milli íslenskra hönnuða og hand-
verksfólks í Síerra Leóne. Þar eru
alls konar litlar starfsstöðvar, þar
er fólk sem saumar, skartgripa-
gerðarfólk, bómullarrækt og svo
keramikverkstæði. En keramikið
er dálítið sérstakt, eins og í körfu-
gerð þá getur hönnuður hannað
einhverja vöru eins og til dæmis
körfu eða lampa, látið þau hafa
teikningu og þau búa það bara
til. En á keramikverkstæðinu, þar
sem voru þrír keramikerar, voru
þau alltaf að reka sig á einhverjar
hindranir og hlutirnir oft að mis-
heppnast.“
Áhuginn var þó til staðar og
svæðið fullkomið fyrir keramik-
gerð. „Þeim fannst þetta samt svo
spennandi og þar er einmitt allur
leirinn grafinn upp úr jörðinni í
nágrenninu, öll glerungahráefnin
eru líka grafin upp úr jörðinni eða
fengin úr nágrenninu þannig að
allt þar er 100% sjálf bært. Meira
að segja ofnarnir eru kyntir með
afgangs trjágróðri úr landinu.
Þess vegna var svo spennandi að
búa til verkstæði sem framleiddi
vörur með lókalfólki og væri þá
algjörlega sjálf bært. Til þess að
þetta gæti gerst og framleiðslan
kæmist af stað þá var ég fengin til
að strúktúra þetta aðeins.“
Þá fór af stað mikil vinna. „Við
vorum fyrst tvær í þessu, við Hall-
dóra, og svo auðvitað Regína sem
býr úti. Við hjálpuðum til við að
búa til námskrá og komum af stað
keramikskóla sem fékk nafnið
Lettie Stuart Keramic School. Þau
eru að fara að útskrifa tíu manna
hóp og einhverjir af þeim verða
ráðnir inn á verkstæðið þannig
að framleiðslan verður þá skil-
virkari.“
Hún segir margt hafa komið sér
á óvart. „Á meðan við notum raf-
magnsbekki þá eru rennibekkirnir
þarna, sparkbekkir eins og voru
notaðir fyrir 60-70 árum í Skand-
inavíu. Það er allt þarna handgert
og handvirkt. En núna er búið að
þjálfa fullt af nýjum rennurum
og allir orðnir þjálfaðir í að glerja
og renna svo að það er kominn
svolítill rhytmi í þetta verkstæði.
Þau eru að vinna eftir pöntunum
sem koma héðan og þaðan og svo
er líka íslenskt hönnunarfyrir-
tæki sem heitir Hugdetta og annað
sem heitir 1+1+1 sem eru að senda
teikningar og panta,“ skýrir Guð-
björg frá.
„Ég er búin að fara tvisvar og
var þá í styttri tíma en ég stefni á
að fara þangað í febrúar og verð
þá í þrjá mánuði á vegum Aurora
Foundation og utanríkisráðuneyt-
isins sem styrktu verkefnið. Núna
eru þau að fara að útskrifa þannig
að við erum að fara að kickstarta
framleiðslunni.“
Mikill áhugi fyrir keramiki
Guðbjörg hefur búið til allt mögu-
legt í gegnum tíðina, þar á meðal
leirtau, kertastjaka og blómavasa,
en hvað þykir henni skemmti-
legast að gera? „Mér finnst gaman
að gera þetta allt en ég er með ein-
hverja áráttu fyrir matardiskum.
Það er mjög skemmilegt en er líka
dálítið ópraktískt af því að þeir
taka mikið pláss og það er pínu erf-
itt að búa þá til. En ég held reyndar
að það sé ástæðan fyrir því að mér
þyki það svona skemmtilegt,“ segir
hún og hlær.
„Það er líka mjög skemmtilegt
að vinna fyrir veitingastaði og sjá
hlutinn sinn kominn í eitthvað
samhengi. Þegar diskarnir eru
komnir inn á veitingastaði þá er
mjög gaman að koma og sjá þá
með matinn komna í noktun.“
Guðbjörg segist vör við mikinn
áhuga á keramiki, bæði hér á
landi og víðar. „Það er svakaleg
stemning fyrir keramiki og hár
standard í Skandinavíu. Keramík í
dag fellur líka svo fallega inn í lífs-
stílinn „slow living“. Ég held líka,
að þar sem margir keramíkerar eru
að gera tilraunir með íslenskan leir
og íslensk hráefni, þá eigi sérstaða
greinarinnar eftir að eflast enn
frekar.“
Hægt er að skoða vörurnar frá KER í
vefversluninni kerrvk.is, í HAF store
og í Paustian í Kaupmannahöfn.
Postulínsjólatrén hennar Guðbjargar eru einstaklega falleg og hátíðleg.
Allar vörurnar frá KER eru handrenndar af Guðbjörgu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Guðbjörg á
fyrirtækið
KER sem hún
stofnaði árið
2018. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R