Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 31
Í GEGNUM SKÖPUNINA
ER ÉG AÐ REYNA AÐ
FRELSAST OG VONANDI AÐ
FRELSA AÐRA Í LEIÐINNI.
Magga Eddudóttir sýnir verk sín í Gallerí Fold. Yfirskrift sýn-ingarinnar er Úthverfa. Á sýn-
ingunni eru stór textílverk, pastel-
myndir og skúlptúrar.
„Mér finnst gaman að vinna þessa
miðla saman af því að þeir tala saman
og það er mýkt í þeim sem mér finnst
endurspegla það sem ég hef að segja.
Ég er að tjá tilfinningar og myndgera
þær,“ segir Magga. „Ég byrja ekki að
vinna verkin með fyrirfram ákveðna
hugmynd í huga, í gegnum sköpunina
er ég að reyna að frelsast og vonandi
að frelsa aðra í leiðinni.“
Margt í verkunum minnir á
líkamann. „Hingað til hefur alltaf
verið mjög sterk líkamstenging í
verkum mínum. Mér finnst líkam-
inn sem fyrirbæri og tákn vera mjög
áhugaverður.“
Ljósir litir eru áberandi í verk-
unum. Um litanotkun sína segir
Magga: „Ég nota mikið af ljósum
pastellitum og er þar, held ég, að
hugsa um ljós. Þegar eitthvað hrífur
mann er eins og kvikni á ljósi inni í
manni. Ég hugsa um leið mikið um
dauðann, hann er alltaf til staðar og
ekki á neikvæðan hátt. Vegna hans
kann ég að meta ljósið og baða mig í
því en um leið finnst mér mikilvægt
að í verkunum séu einnig svartir
f letir. Dauðinn gerir mann ber-
skjaldaðan og það er kannski það
sem við erum hræddust við að
vera,“ segir Magga.
Textílverkin á sýningunni eru
stór og unnin með sérstökum
nálum sem listakonan fær frá
Bandaríkjunum. „Það er næstum
eins og hugleiðsla að vinna þessi
verk með nál. Ég þrykki lykkju í
gegnum léreft. Lykkjan verður eftir
og verkið er orðið til,“ segir hún.
„Þetta eru stór verk sem nota má
sem gólfmottur eða hengja upp á
vegg. Mýktin í textílnum finnst
mér mjög aðlaðandi og kallast á við
mýktina í pastellitunum.“
Magga segist hafa tekið eftir því
að börn séu hrifin af verkum henn-
ar. „Þau geta verið alveg óhrædd í
kringum verkin, snert þau, hallað
sér upp að þeim og legið á textil-
verkunum. Þannig skapast kær-
leikur í kringum verkin og það
þykir mér mjög skemmtilegt.“
Listakonan verður með lista-
mannaspjall síðar í mánuðinum
og mun sýna eitthvað af þeim
aðferðum sem hún notar við gerð
textílverkanna. Tilkynnt verður um
spjallið á Facebooksíðu gallerísins.
Sýningin stendur til 24. október.
Tjáir tilfinningar
og myndgerir þær
Magga Eddudóttir sýnir textílverk,
pastel myndir og skúlptúra í Gallerí Fold.
Segir sterka líkamstengingu í verkunum.
GEISLADISKUR
Epicycle II
Gyða Valtýsdóttir
Útgefandi: Diamond
„Þegar maður heyrir
slæma tónlist þá er
það skylda manns að
drekkja henni í sam-
ræðum.“ Þetta sagði Oscar Wilde, en
hann gat verið einkar hnyttinn og
orðheppinn. Hann sagði til dæmis
um Wagner að í tónlist hans væru
góð augnablik, en slæmir stundar-
fjórðungar. Kannski er nokkuð til
í því.
Ég hugsa að Wilde myndi bara
þegja ef geisladiskur Gyðu væri spil-
aður fyrir hann, svona ef hann væri
á lífi í dag. Þar eru
nefnilega engir slæmir
stundarfjórðungar, en
þeim mun f leiri góð
augnablik. Reyndar
meira en góð.
D i s k u r i n n b e r
nafnið Epicycle II
og er framhald af
diskinum sem inn-
hélt nokkrar perlur
tónbók menntanna
í nýstárlegum útsetningum. Að
þessu sinni er fókusinn á nútíma-
tónsmíðar eftir íslensk tónskáld,
og allir hafa eitthvað mikið fram að
færa. Verkin eru átta, og þar af eru
þrjú þeirra sungin með undirspili.
Grípandi söngur
Sungna tónlistin er forkunnarfögur.
Eitt lagið er eftir Ólöfu Arnalds, en
hún býr yfir þeirri náðargáfu að
geta samið unaðsfagrar melódíur.
Verkið hennar heitir Safe to Love
og Gyða sjálf syngur, auk þess sem
útsetningin er eftir hana. Áferðin
er draumkennd og þrungin ástar-
vímu, smám saman fjölgar milli-
röddum og tónlistin lyftist upp í
einhvers konar algleymi sem líkt
og rennur saman við eilífðina.
Annað lag heitir Evol Lamina,
sem er Animal Love aftur á bak.
Það er eftir Jónsa (í Sigur Rós) og
Gyðu. Tónlistin er hrá og byggist
mikið til á frumstæðri hrynjandi
sem hlýtur óvæntan endi. Þetta er
mögnuð tónlist. Í takt við nafnið
er einhvers konar öfugheitastíll á
laginu, megnið af hljóðunum sem
þar heyrast virðist vera leikið aftur
á bak. Fyrir bragðið er tónlistin
annarleg, en á sjarmerandi hátt.
Þriðja sungna tónsmíðin, Liqui-
dity, er eftir Gyðu og Kjartan Sveins-
son. Hún hefst á angurværum
píanóhljómum sem Kjartan sjálfur
leikur. Síðan byrjar lágstemmdur
strengjaleikur og Gyða syngur
töfrandi laglínu. Tónlistin færist
í aukana og útkoman er afar gríp-
andi. Andstæður hljóðfæraleiks
eingöngu og svo söngsins eru sterk-
ar og spennandi. Þetta er lag sem
maður fær auðveldlega á heilann.
Fagur sellóleikur
Hin verkin eru líka f lott, en þar er
sellóið oft í forgrunni, enda er Gyða
sellóleikari. Morphogenesis eftir Úlf
Hansson er sérlega fallegt, en það
hefst á síendurteknum, massífum,
dálítið fjarlægum hljómum og djúp-
um bassa. Yfir þessu trónir fremur
einmannalegur, leitandi sellóleikur.
Þessir tveir þættir skapa kröftugan
skáldskap sem situr í manni eftir að
tónlistin endar.
Mikros eftir Önnu Þorvalds-
dóttur er meira afstrakt, fullt af
myrkri eins og tónlist Önnu er svo
oft. Það byggir á fínlegum blæ-
brigðum og dökkum, liggjandi
tónum sem skapa stemningu. Air
og Breath eftir Daníel Bjarnason er
sömuleiðis seiðandi, dálítið angur-
vært, en afar fallegt. Þar njóta sín
til fulls hæfileikar Gyðu sem selló-
leikara. Loks eru Unfold eftir Skúla
Sverrisson og Octo eftir Maríu Huld
Markan Sigfúsdóttur eftirminnileg
í dáleiðandi einfaldleika. Það gerist
bara ekki betra. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Magnaður geisladiskur
sem verðugt er að hlusta á aftur og
aftur.
Góð augnablik, góðir stundarfjórðungar
„Ég byrja ekki að vinna verkin með fyrirfram ákveðna hugmynd í huga,“ segir Magga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Þessi pastelmynd er á sýningunni.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Dúó Edda heldur streymistónleika
í Hljóðbergi Hannesarholts mánu-
daginn 19. október klukkan 16, sjá
facebook.com/Hannesarholt.
Dúó Edda samanstendur af
tveimur hljóðfæraleikurum sem
eru báðir starfandi á Íslandi. Vera
Panitch á fiðlu og Steiney Sigurðar-
dóttir á selló.
Efnisskráin samanstendur af
verkum sem öll eru skrifuð á fimm
ára tímabili og á svipuðum land-
fræðilegum slóðum og eru eftir
Schulhoff frá Tékklandi og Kodaly
frá Ungverjalandi.
Dúó Edda í
beinu streymi
Dúó Edda heldur streymistónleika.
MYND/HANNESARHOLT
Fyrstu Háskólatónleikar skóla-
ársins fara fram miðvikudaginn
21. október klukkan 12.15 í beinni
útsendingu frá Hátíðarsal aðalbygg-
ingar. Þar munu djassgítarleikarinn
Mikael Máni og hljómsveit hans
flytja lög af plötu hans sem kom út
fyrr á þessu ári.
Tónleikunum verður streymt
í ljósi yfirstandandi samfélags-
hamlana og salurinn verður tómur,
utan tæknifólks og tónlistarmanna.
Tónleikarnir standa í um hálfa
klukkustund. Sjá livestream.com/
hi/haskolatonleikarmikaelmani.
Nýr umsjónarmaður tónleika-
raðarinnar og listrænn stjórnandi
er dr. Arnar Eggert Thoroddsen og
segist hann styðjast við slagorðið
„Háskóli fyrir alla – tónlist fyrir
alla“ á þessum komandi vetri. Arnar
segist taka eigin slagorð alvarlega og
að leitast verði við að fá til samstarfs
tónlistarmenn sem tilheyra alls
kyns geirum, svo sem poppi/rokki,
djass, klassík og bara því sem álit-
legt þykir hverju sinni.
Fyrstu tónleikarnir
verða í beinni
Mikael Máni verður á Háskólatón-
leikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F Ö S T U D A G U R 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0