Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is MYND /VALL I 16. októb er 2020 | 41. tbl. | 111. á rg. | Ve rð 995 kr . Skrýtn i karlin n í sjónva rpinu Bragi Va ldimar e r einn vinsæla sti texta smiður o g tónskáld landsins . Þrátt fy rir það hefu r hann li tla sem enga þörf fyri r að tran a sér fra m eða reyt a af sér brandar ana. Feimni o g fyndni er óalge ng og ómótstæ ðileg sa msetnin g – eins og Bragi. – sjá síð u 10 Uppsagni r í fæðing arorlofi 14 Ína lýsir á standinu í Ameríku 20 Tryggðu þér áskrift á dv.is EKKI MISSA AF NÝJASTA DV eða nældu þér í eintak í næstu verslun Þetta byrjaði eiginlega sem djók,“ segir leik-kona n Telma Hu ld Jóha n ne s dót t i r u m gjörninginn Ég vil nýja stjórnarskrá. „Ég hafði verið að ræða þessi mál við vini mína, um stöðuna á nýju stjórnar- skránni. Þetta mál stendur mér svo- lítið nærri hjarta þar sem þetta voru fyrstu lýðræðislegu kosningarnar sem ég tók þátt í, þegar ég var átján ára,“ bætir hún við. Hún segist hafa upplifað kosning- arnar á sínum tíma sem einstaklega mikilvægar. „En svo gerðist ekkert. Ég fór að kynna mér málið betur og heyrði svo þetta lag með Hjálmum, Ég vil fá mér kærustu. Þá kom þetta ein- hvern veginn til mín. Ég vil nýja stjórnarskrá. Fyrst fannst mér þetta meira fyndið en síðan hugsaði ég að ég ætti nú að drífa mig að semja textann, en svo gerði ég ekkert í því, eins og maður gerir stundum með góðar hugmyndir,“ segir Telma. Kynna málstaðinn Síðustu mánuði hefur stuðningsfólk nýju stjórnarskrárinnar verið dug- legt að nýta sér samfélagsmiðla til að kynna málstað sinn. „Ég tók sérstaklega eftir þeim Ósk Elfarsdóttur og Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur, en þær hafa verið með svo frábæra vitundarvakningu á TikTok og Instagram fyrir ungt fólk. Ég er mikill aðdáandi þess að nota skemmtiefni til að upplýsa og fræða. Ég fékk innblástur frá þeim og finnst þær alveg frábærar. Þann- ig að ég ákvað að drífa mig loks í að klára lagið,“ segir hún. Hún hafi því sest niður og klárað að skrifa textann. „Síðan hafði ég samband við Hjálma og spurði hvort ég mætti ekki nota lagið. Lagið er sænskt þjóðlag svo mér var frjálst að nota það. Siggi í Hjálmum hjálpaði mér að útsetja lagið. Við hittumst í kaffi og hann var til í að hjálpa mér með þetta. Ég fór í stúdíó til hans og fékk að upplifa algjöran bernskudraum. Mig langaði alltaf svo mikið að verða söngkona og að vera í hljóm- sveit og allt í einu er ég komin í hljóðverið til Sigga í Hjálmum. Það var alveg ótrúlega skemmtilegt,“ segir Telma. Kraftur samfélagsmiðla Telma og Siggi tóku lagið upp á einni kvöldstund. „Ég var í tvo tíma hjá honum að taka upp og fór svo heim klukkan 23.00 um kvöldið. Klukkan 01.00 sendir hann mér lagið tilbúið. Þá var þetta orðið eitthvað svo alvöru. Upphaflega ætlaði ég alltaf að flytja þetta bara sem lifandi gjörning, syngja það fyrir framan Stjórnar- ráðið. Ég ætlaði bara að planta mér þar í þjóðbúning og með „ghetto- blaster“. Mér fannst það einhvern veginn svo skemmtilega mikil and- stæða,“ segir hún. Út af samkomutakmörkunum fór hugmyndin að gjörningnum að mótast í aðra átt. „Ég vissi að ég myndi vilja dreifa þessu á samfélagsmiðlum. Þann- ig að þetta þróaðist yfir í að vera gjörningur í myndbandsformi. Við tókum hugsjónina að baki gjörningnum og unnum hana inn í myndbandið.“ Hættuleg skilaboð Telma segist hafa fengið marga góða félaga með sér í verkefnið. „Ég fékk alveg ótrúlega jákvæðar viðtökur. Allir voru til í að leggja hönd á plóg. Þetta var unnið með hjartanu. Hugmyndin var að gera einlægt og einfalt lag sem kæmi þessum mikilvægu skilaboðum á framfæri. Ég er ekki að ætlast til þess að allir séu sammála mér um nýju stjórnarskrána. Þetta snýst fyrir mér um það að ef við ætlum að segjast búa í lýðræðislegu ríki þá verðum við að standa þétt vörð um þá staðreynd. Búum við í alvöru í lýðræði ef fram fer þjóðaratkvæða- greiðsla og síðan er hægt að draga það svona á langinn að fylgja eftir niðurstöðunum?“ spyr Telma. Telma segist upplifa það sem vafasöm skilaboð til hennar kyn- slóðar sem nýttu mörg kosningarétt sinn í fyrsta skiptið þegar kosið var um stjórnarskrána á sínum tíma. „Mér finnst hættulegt að kenna þessari kynslóð að atkvæði þeirra vegi svona lítið. Núna er þetta allt á gráu svæði en hvert þróast þetta svo? Það er eitthvað sem mig langar ekki að sjá. Mig langar til að virkja þennan sjálfstæða Íslending sem vill lýðræði og að sín rödd skipti máli. Þetta er mjög samofið okkar menningu, þörfin eftir réttlæti. Það á að sigra. Það var eiginlega það sem mig langaði til að gera með þessu lagi og ég fylgdi minni sannfæringu í því.“ Nýja stjórnarskárlagið er hægt að nálgast á myndbandaveitunni You- Tube. steingerdur@frettabladid.is Óður til lýðræðisins Leikkonan Telma Huld Jóhannesdóttir gefur út Nýja stjórnarskár- lagið til stuðnings nýju stjórnarskránni, við vinsælt lag Hjálma. Telma segist mikill aðdáandi þess að nota skemmtiefni til að upplýsa og fræða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MIG LANGAR TIL AÐ VIRKJA ÞENNAN SJÁLFSTÆÐA ÍSLENDING SEM VILL LÝÐRÆÐI OG AÐ SÍN RÖDD SKIPTI MÁLI. ÞETTA ER MJÖG SAMOFIÐ OKKAR MENNINGU, ÞÖRFIN EFTIR RÉTTLÆTI. 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.