Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 21
Vegna heimsfarald- ursins er vitaskuld sérlega mikilvægt að virða þessar reglur til að jólahlaðborð geti yfir- höfuð farið fram. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Á jólunum er til siðs að borða eins og enginn sé morgundagurinn og það er engin ástæða til að njóta ekki jólahlaðborðsins til fullnustu, en til þess þurfa samt allir að fylgja ákveðnum siða- og sóttvarna- reglum. Vegna heimsfaraldursins er vitaskuld sérlega mikilvægt að virða þessar reglur til að jólahlað- borð geti yfirhöfuð farið fram þetta árið. Hér eru nokkrar góðar reglur sem er fínt að hafa í huga til að veislan geti farið vel fram, til viðbótar við almennar sóttvarna- reglur sem þarf auðvitað að fylgja í hvívetna. Hugið að hreinlæti n Fyrst þarf auðvitað að huga að almennu hreinlæti og þvo og spritta hendurnar áður en snert er á diskum eða mat. Það á líka aldrei að snerta mat með höndunum, heldur nota tólin og hnífapörin sem eru til staðar. Það er líka alveg bannað að færa tangir eða önnur tól á milli bakka eða diska, því það er aldrei að vita nema einhver sé með fæðuóþol og grænkerar vilja yfirleitt aldrei að tólin sem þeir nota hafi snert kjöt. n Ef þú þarft að hnerra eða hósta við hlaðborðið geturðu bókað að fá augngotur og jafnvel (mis) vel valdar háðsglósur, en það verða allir þakklátir ef þú stígur frá hlaðborðinu og auðvitað á að gera þetta í olnbogabótina en ekki hendurnar. n Það er líka alveg bannað að dýfa sama matarbitanum tvisvar í meðlæti, sósur eða annað. Aldrei. Dýfa. Tvisvar. Í röðinni n Hlaðborð eru yfirleitt ein- stefnugötur. Ekki ryðjast og ekki fara á móti umferð. Það þykir líka ekki fínt að labba upp að vini eða kunningja sem er þegar í röðinni og nota spjallið við viðkomandi sem afsökun fyrir því að troða sér inn í röðina. Svo er gott að drolla ekkert við að fá sér svo aðrir komist að. n Í fyrstu umferð er gott að velja sér forrétt, salat og aðalrétt en það þarf annan disk fyrir eftir- matinn, þannig að það er betra að láta hann bíða þangað til í annarri umferð. Það er ekki fínt að byrja að borða á meðan þú ert enn að fara í gegnum hlað- borðsröðina né að hrúga á disk- inn sinn, þetta verður að öllum líkindum ekki í síðasta sinn sem þú kemst í matvæli. Það er líka synd að taka meira en maður getur borðað, því afganginum verður hent og þar með sóað. n Það ætti alltaf að fylgja litlum börnum í gegnum hlaðborðið og hjálpa þeim að fá sér það sem þau þurfa. Við matarborðið n Ekki teygja þig yfir aðra, það er dónalegt og gæti líka valdið slysi. n Notaðu hnífapör, ekki puttana og ekki troða of miklu upp í þig í einu. Notaðu hnífapörin til að lyfta matnum upp í munninn, í stað þess að beygja þig yfir disk- inn og skófla upp í þig. Reyndu líka að borða af yfirvegun. n Samræður við matarborðið ættu að vera ánægjulegar, léttar og skipta þá sem sitja við borðið máli. n Síðast en ekki síst er mikilvægt að sýna bæði öðrum gestum og öllu þjónustufólki virðingu og þakka alltaf vel fyrir sig. Umgengnisreglur fyrir hlaðborð Samkomur eins og jólahlaðborð geta valdið sumum kvíða, því fólk óttast að koma illa fyrir eða brjóta einhverjar óskrifaðar siðareglur sem það þekkir ekki. Hér eru nokkur ráð til að forðast þetta. Það er engin ástæða til að njóta ekki jólahlaðborðsins til fullnustu, en til þess þurfa samt allir sem mæta að fylgja hinum ýmsu siða- og sóttvarnareglum sem er gott að þekkja, en sumar þeirra eru óskrifaðar. MYND/GETTY Ef þú ert að fara að halda veislu þá erum við með allan nauðsynlegan búnað ,“ segir Jóhannes Ægir Kristjánsson, deildarstjóri fyrirtækjasviðs hjá Fastus. „Við erum með mikið úrval af postulíni, bökkum, diskum og öðru, frá RAK og Figgjo sem henta vel fyrir hlaðborð og í veislurnar. Svo erum við með mikið af fylgi- hlutum fyrir hlaðborð, eins og skálar, tangir, ausur, merkispjöld og allt sem þarf að fylgja með.“ Mikið úrval lausna Eitt af því sem Jóhannes nefnir eru upphækkanir á borðum en þær geta gefið hlaðborðinu nýjan og skemmtilegri blæ. „Það sem er svo að koma mikið inn og hefur verið vinsælt að undanförnu eru alls konar fylgihlutir á hlaðborð, eins og upphækkanir en við erum með mikið úrval af viðarupphækk- unum til að lyfta hlaðborðinu upp svo það sitji ekki alveg flatt eins og það var í gamla daga. Þannig er hægt að gera þetta aðeins meira upplífgandi og jafnvel nota þær til að koma meiru á borðið,“ útskýrir hann „Svo erum við með glös fyrir veislurnar, allar tegundir af glösum, kokkteilglös, vínglös og vatnsglös. Þá erum við líka með hitaborð, bæði rafmagns- og fyrir sprittkerti og viðarskurðarbretti svo eitthvað sé nefnt.“ Að sögn Jóhannesar hefur ýmislegt breyst á síðustu árum. „Fyrir 5-10 árum var mjög mikið hvítt og fólk var kannski aðeins að brjóta upp með svörtu. Núna er fólk farið að nota liti, litaða bakka, litaða diska, litaðar skálar. Þetta er orðið meira eins og listaverk, hver réttur er farinn að njóta sín betur í fallegri skálum og á fallegri diskum. Það er ekki bara hvítt, það er dálítið barn síns tíma en er auð- vitað líka alltaf sígilt.“ Reynsluríkt starfsfólk Jóhannes segir viðskiptavini Fastus vera af öllum stærðum og gerðum. „Við erum til dæmis að þjónusta veitingahús, kaffihús, mötuneyti og skóla. Alls staðar þar sem matur er framleiddur, þá Lausnir og búnaður fyrir allar veislur Hjá Fastus er hægt að fá allt sem þarf til að halda veislu, hvort sem um ræðir borðbúnað, hitaborð, skurðar- bretti, merkispjöld eða upphækkanir. Jóhannes Ægir Kristjánsson segir það færast í vöxt að fólk kjósi litríkari diska og skálar. FRETTABLAÐIÐ/ANTON Það er mikið úrval af vönduðum hitaborðum í boði hjá Fastus, bæði rafmagns og líka fyrir sprittkerti. Í Fastus er að finna allt sem þarf fyrir veisluna. erum við með heildarlausnina,“ segir hann. „En svo erum við líka alltaf að verða sterkari og sterkari á ein- staklings- eða heimilismarkað- inum, það hefur verið gríðarleg aukning á því síðustu árin. Ef fólk er að halda veislu heima þá er hægt að kaupa í minna magni, það þarf ekki alltaf að kaupa 100 diska, það er hægt að koma og kaupa bara 6 eða 12 diska og fylgihluti með því.“ Viðskiptavinir geta stólað á viðamikla reynslu og þekkingu starfsfólks. „Við erum með fagfólk sem aðstoðar fólk við að velja. Margir starfsmenn eru búnir að vera í þessu í mörg ár svo við erum með áratuga reynslu um borð hjá okkur og við fylgjumst vel með nýjungum, það kemur alltaf eitt- hvað nýtt á hverju ári.“ KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 JÓLAHLAÐBORÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.