Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 28
Drög að umfangsmiklum breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur voru lögð fram í skipulags- og
samgönguráði þann 7. október og í borgarráði Reykjavíkur þann 15. október sl. Tillögurnar fela m.a. í
sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á
völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdum
málaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins
2040.
Skipulagstillögurnar, ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum, hafa verið gerðar aðgengilegar
á adalskipulag.is og sendar til skilgreindra hagaðila. Áformað er að kynna tillögurnar á opnum fundi
sem verður auglýstur sérstaklega. Óskað er eftir því að umsögnum og athugasemdum verði komið á
framfæri fyrir 20. nóvember nk. Þeir sem óska frekari upplýsinga um málið geta snúið sér til umhverfis-
og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Ábendingum og athugasemdum við drögin má koma á framfæri á
netfangið skipulag@reykjavik.is eða skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
Skrifstofa borgarstjóra
Skrifstofa borgarstjóra
Borgarverkfræðingur
Borgarverkfræðingur
Hagdeild
Hagdeild
Dagvist barna
Dagvist barna
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030
Endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð
og blandaða byggð
Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Allt að 2.500 tonna framleiðsla á laxi og laxa-
seiðum í eldisstöð Laxa eignarhaldsfélags ehf.
við Laxabraut, Þorlákshöfn
Laxar eignarhaldsfélag ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulags-
stofnunar frummatsskýrslu um allt að 2.500 tonna framleiðslu á laxi og
laxaseiðum í eldisstöð Laxa eignarhaldsfélags ehf. við Laxabraut,
Þorlákshöfn.
Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 15. október—26. nóvember á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu
Ölfuss, Þjóðarbókhlöðunni og Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er
aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 26. nóvember 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105
Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
hagvangur.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi
Erum við
að leita að þér?
8 SMÁAUGLÝSINGAR 1 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R