Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 2
Veður Hægviðri og víða léttskýjað með morgninum, en þykknar upp fyrir norðan síðdegis, norðan 3-8 m/s og lítilsháttar rigning eða slydda þar um kvöldið. Hiti 2 til 8 stig. SJÁ SÍÐU 14 Aðsókn í ávexti og grænmeti Hópur fólks beið í langri röð til kaupa ferskt og framandi grænmeti og ávexti á pop-up markaði Austurlands food coop á Skúlagötu í gær. Vel var gætt að sóttvörnum og tveggja metra reglunni. Á markaðnum voru meðal annars á boðstólum gómsæt hrekkjavökugrasker af ýmsum stærðum og gerðum, gulir ostrusveppir, vínber og nammi rófur. Markaðurinn mun verða haldinn næstu fimmtudaga frá klukkan 16 til 18. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tónlist „Ég var oft í Góða hirðinum að f letta gömlum vínylplötum. Þegar ég var þrettán var ég að kaupa eitthvert alls konar bull á 300 krón- ur og hlusta – oft á rispaðar plötur,“ segir söngkonan Bríet Ísis Elfar en hún gaf út plötuna Kveðja, Bríet fyrir skömmu og rignir yfir hana fyrirspurnum um hvenær platan komi út á vínylformi. „Það er eitthvað fallegt við þessa athöfn að setja plötu á fóninn og hlusta,“ segir Bríet. Aldrei hafi neitt annað komið til greina en að gefa plötuna út á vínyl. Hún hafi alist upp við þá athöfn að setja plötu á fóninn og hlusta. Áhugi landsmanna á vínylplötum hefur verið töluverður undanfarin misseri og varla sú plata gefin út lengur nema hún komi á vínyl. Snæbjörn Ragnarsson, einn af umsjónarmönnum hlaðvarpsins Bestu plötunnar, segir að það að hlusta á plötu á vínyl sé allt annað en að hlusta á stafrænt á Spotify. Hann segir það séu nokkrar týpur sem hlusti á vínyl. „Það er annars vegar sá sem held- ur að hann sé merkilegri af því hann hlustar á vínyl. Svo er það hins vegar fólkið með ranghugmyndirnar sem segja að hljóðið sé hvergi betra – sem er vísindalega sannað að er kjaftæði. Allur toppur og botn nær ekkert í vínylformið og þetta hlýja sánd þýðir einfaldlega að toppurinn er ekki með,“ segir Snæbjörn. Síðan sé það fólk eins og hann sjálfur – sem sé blanda af nördisma og því að hafa alist upp með vínylnum. „Það er athöfn að setja vínylplötu á fóninn. Byrja á lagi númer eitt og enda á lagi númer tíu,“ útskýrir Snæbjörn. Bríet segir að platan sé staðfest- ing á því að listaverkið hennar sé komið út og geti gefið meiri innsýn í listamanninn. „Að halda á vínyl er eitthvað aðeins persónulegra. Að heyra snarkið og sitja og hlusta er annað en að hlusta á Spotify og gleyma tónlistinni á bak við. Vínyll er keyptur af ástæðu,“ segir hún. Snæbjörn bendir á að enginn verði ríkur á að gefa út á vínyl. „Það er enginn að gefa út vínylupplag af því eftirspurnin er svo yfirþyrm- andi,“ segir hann. Það breyti því þó ekki að fólk hafi áhuga. „Fyrir okkur sem hlustum og gefum út tónlist þá verður maður að hafa eitthvað í höndunum. Tölvuskjárinn og hedd- fónarnir koma ekki í staðinn fyrir það.“ benediktboas@frettabladid.is Kaupir rispaðan vínyl hjá Góða hirðinum Söngkonan Bríet segir ekki annað hafa komið til greina en að gefa nýja plötu sína út á vínýl og að margir spyrji hvenær hún komi út. Snæbjörn Ragnarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Besta platan, segir ákveðnar týpur hlusta á vínyl. Vinylplötur eiga miklum vinsældum að fagna nú um stundir. MYND/GETTY Snæbjörn Ragnarsson vínylunnandi. Að halda á vínyl er eitthvað aðeins persónulegra. Að heyra snarkið og sitja og hlusta er annað en að hlusta á Spotify og gleyma tónlistinni á bak við. Vínyll er keyptur af ástæðu. BríetMeð því að auglýsa í Atvinnublaðinu nær þitt fyrirtæki til 89% lesenda dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu. COVID -19 Þorgrímur Þráinsson, sem smitaður er af COVID-19, keyrði tvo leikmenn íslenska landsliðsins í myndatöku fyrir leikinn gegn Rúmenum í síðustu viku þrátt fyrir að reglur UEFA leggi til aðskilnað milli starfs- manna og leikmanna. Víðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn segir að allra sóttvarna hafi verið gætt í bílferðinni. Leik- mennirnir hafi ekki þurft að fara í sóttkví. „Þetta var utan þess tíma sem smit Þorgríms var rakið en leik- mennirnir fengu þarna heimild til að fara í myndatöku á heilbrigðis- stofnun,“ segir Víðir. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær virtu starfsmenn KSÍ hvorki nálægðarmörk né grímuskyldu í leiknum gegn Rúmenum. Þá viðurkenndi Víðir að það hefðu verið mistök hjá sér að leyfa lands- liðsþjálfurum að fara úr sóttkví á landsleik Íslands og Belgíu. Hann tók fulla ábyrgð á málinu í gær. Athygli vakti að Arnar Þór Við- arsson stóð á hliðarlínunni gegn Belgum. Hann kom frá Lúxem- borg um morguninn. Hann keyrði þaðan til Belgíu, áður en hann fór til Luton og f laug með Easy Jet til landsins. Aðspurður hvort vera Arnars á hliðarlínunni samræmdist sótt- varnareglum segir Víðir að svo sé, Arnar hafi verið í vinnusóttkví. „Það þýðir að hann fór í test í Kefla- vík, svo fór hann beint á leikinn og svo í sóttkví eftir leik.“ – bb, bdj Sérreglur en hlýddu ekki Leikmennirnir fengu þarna heim- ild til að fara í myndatöku. Viðir Reynisson yfirlögreglu- þjónn K JARAMÁL Verkfall sem hefjast átti í álveri Rio Tinto í Straumsvík (ISAL) í dag hefur verið frestað um viku. Þetta kom fram í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu Hlíf í gær. „Í dag var gengið frá samkomu- lagi við ISAL um að fresta verkfalls- aðgerðum sem hefjast áttu á morg- un, föstudag, um eina viku,“ segir í tilkynningunni. „Þetta er gert til að gefa samninga- nefndum meiri tíma til að ná saman um nýjan kjarasamning.“ Náist samningar ekki fyrir þann tíma hefj- ast verkfallsaðgerðir þann 23. októ- ber í samræmi við fyrri boðun. – kdi Verkfalli Hlífar frestað um viku Verkfall hjá ISAL átti að byrja í dag. 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.