Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Það er
áhyggjuefni
að upp-
gangsárin
hafi ekki
verið nýtt
betur til að
búa í haginn
fyrir mögru
árin.
Þingmenn
eiga að líta á
sig sem
fulltrúa
allrar þjóð-
arinnar og
leiðin að því
marki er að
gera at-
kvæðavægi
landsmanna
jafnt.
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Ný tvöföld virkni sem
veitir hraða og langvarandi
vörn gegn tannkuli.
Lok, lok og læs
Sameyki er búið að velja
stofnun ársins 2020 og f leira
skemmtilegt. Tveir skólar fóru
með sigur af hólmi í sínum
keppnisgreinum. Norðlinga-
skóli og Framhaldsskólinn
í Vestmannaeyjum. Á yfir-
standandi ári hefur skólahald
verið með breyttu sniði frá því
sem áður þekktist út af sottlu og
hafa þeir verið meira og minna
lokaðir á árinu. Það virðist hafa
gefist vel í þessu tilliti. Þá vekur
athygli að Nýsköpunarmiðstöð
Íslands sigraði í sínum keppnis-
f lokki, stofnanir ríkisins. Eins
og kunnugt er er það óbifanleg
ákvörðun nýsköpunarráðherra
að starfsemi þeirrar ríkisstofn-
unar verði hætt um áramót.
Aldrei má ekki neitt
Í samráðsgátt er komið frum-
varp dómsmálaráðherra um
stórfelldar takmarkanir á
mannréttindum í kringum
áramót. Það er verið að tak-
marka notkun skotelda. Þetta
er sjokker. Það er búið að loka
okkur inni, banna okkur að
hittast, megum ekki fara á bar-
inn og þurfum að standa í röð
fyrir utan vínbúðina – sem er
eiginlega jafnniðurlægjandi og
að standa í röð fyrir utan Húð og
kyn við Borgarspítalann. Ofan í
allt þetta mega menn ekki gleðja
sig yfir f lugeldum nema örfáar
mínútur um áramótin umfram
þann tíma sem skaupið og for-
sætisráðherrann eru í loftinu.
Þegar talað er fyrir jöfnun atkvæðavægis til kosn-inga er viðkvæðið gjarnan: „Á nú að taka þetta frá landsbyggðinni líka?“ Og það er ekki nema
von að spurt sé. Nær allri stjórnsýslu og umgjörð
hennar hefur verið komið fyrir á suðvesturhorni
landsins. Á sama tíma hefur grunnþjónusta í heil-
brigðiskerfinu dregist saman á landsbyggðinni. Það
sama má segja um verslun og þjónustu, allt frá sauma-
stofum til banka. Þetta hefur átt sér stað þrátt fyrir
misskiptingu atkvæða og því spyr ég á móti: Hvað
hefur ójafna atkvæðavægið gert til að bæta þetta?
Þessi atriði sem ég nefni hér eru allt verðug við-
fangsefni, sem hafa verið látin ósnert of lengi. Við
eigum að nýta fjarvinnutæknina til að tryggja að störf
í stjórnsýslunni séu úti um allt land. Við eigum líka að
nýta tæknina til að tryggja að aðgengi allra að opin-
berri þjónustu sé jafnt. Við þurfum að færa aukið lýð-
ræðislegt vald til sveitarstjórnarstigsins og fjármagn
í samræmi við það. Síðast en ekki síst verðum við að
tryggja að arður þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni
sé nýttur til uppbyggingar í hverri heimabyggð – og
sérstaklega fyrirsjáanleg aukning arðsins sem fæst
með því að færa kvótann á markað. Fyrir því höfum
við í Viðreisn barist frá upphafi.
Þingmenn eiga að líta á sig sem fulltrúa allrar
þjóðarinnar og leiðin að því marki er að gera atkvæða-
vægi landsmanna jafnt. Við eigum ekki að veita þeirri
umræðu hljómgrunn að ójafna atkvæðavægið sé til
þess að bæta með einhverjum hætti skort á þjónustu á
landsbyggðinni. Ég þekki engan sem myndi vilja auka
atkvæðavægi sitt í kosningum gegn því að fá lakari
heilbrigðisþjónustu. Þetta eru með öllu ótengdir
þættir. Við eigum bæði að jafna atkvæði allra lands-
manna og auka þjónustu og öryggi þeirra sem búa allt
landið um kring. Þetta eru lykilatriði þegar kemur að
raunverulegu frelsi fólks í lýðræðissamfélagi. Hags-
munum landsmanna, óháð búsetu, er best borgið með
kerfi sem sameinar okkur frekar en sundrar.
Af hverju ójafnt
atkvæðavægi?
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður
Viðreisnar
Vegna sterkrar stöðu ríkissjóðs getum við beitt ríkisútgjöldunum, meðal annars með aukinni opinberri fjárfestingu, til að vinna gegn efnahagssamdrættinum og stutt við heimili og fyrirtæki. Það þýðir samt ekki,
eins og stundum mætti ætla, að hægt sé að umgangast
ríkissjóð eins og opinn bar. Fyrirséður hallarekstur
veldur því að lánsfjárþörf ríkisins fram til 2025 er um
þúsund milljarðar. Á meðan óvissa er um hvernig eigi
að standa að fjármögnun á þessari skuldaaukningu
– Seðlabankinn hefur ekki enn látið til sín taka með
beinum kaupum á ríkisskuldabréfum – er hætt við
því að langtímavextir á markaði muni fara hækkandi
með auknum vaxtakostnaði í för með sér fyrir ríkið.
Slík hækkun myndi eins smitast yfir á lánamarkaðinn
með því að gera fjármögnun fyrirtækja dýrari og auka
aðhaldið á sama tíma og efnahagshorfur fara versnandi.
Kórónukreppan einskorðast hins vegar ekki ein-
göngu við rekstur ríkissjóðs. Fjárhagsstaða sumra
sveitarfélaga, einkum Reykjavíkurborgar, var veik fyrir
en nú blasir við alvarlegur hallarekstur til næstu ára og
við því þurfa þau að bregðast. Sú leið sem sveitarfélögin
hafa farið er að óska eftir aðkomu ríkisins með beinu
óendurkræfu fjárframlagi upp á 50 milljarða króna. Það
er samt ekki allt. Fulltrúi Samfylkingarinnar í borgar-
meirihlutanum lýsti því yfir um helgina í fjölmiðlum að
Reykjavíkurborg væri jafnframt að biðja um aðra eins
upphæð sérstaklega í sinn vasa frá ríkinu. Skattgreið-
endur, sama í hvaða sveitarfélagi þeir búa, ættu í reynd
að gleðjast yfir þessari beiðni enda væri Reykjavík borg
allra landsmanna. Ekki er víst að allir landsmenn taki
undir þann málflutning.
Meirihlutinn í borginni hefur ítrekað fullyrt að
fjárhagur Reykjavíkur standi traustum fótum. Það
skýtur skökku við nú þegar staðan er sú, eins og fram
hefur komið í minnisblaði sviðsstjóra fjármálasviðs
borgarinnar, að fjármögnunarvandinn sé slíkur – vegna
tekjusamdráttar og aukinna útgjalda – að það stefni í
„algerlega ósjálfbæran rekstur til margra ára“. Þá sé ekki
hægt að leysa þann vanda með „stórfelldum lánveit-
ingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra
ára framundan standa undir afborgunum“. Þessi grafal-
varlega staða kemur til á sama tíma og borgin er þegar
með útsvars- og fasteignaskattsprósentur við lögbundið
hámark. Það er mikið áhyggjuefni að uppgangsárin hafi
ekki verið nýtt betur til að búa í haginn fyrir mögru árin
og byggja upp sterkari sjóðsstöðu. Þannig jukust tekjur
borgarinnar um tæplega 24 prósent að raunvirði 2015 til
2019 á meðan skuldirnar jukust um 27 prósent.
Sumt hefur þróast til betri vegar í höfuðborginni
undanfarin ár, en eitt af því er ekki fjármálastjórn
meirihlutans. Vandinn þar er heimatilbúinn og lýsir sér
meðal annars í því að Reykjavíkurborg, sem er með um
20 prósent fleiri starfsmenn á hvern íbúa en Kópavogs-
bær, hefur mistekist að nýta sér stærðarhagkvæmni í
rekstrinum. Í stað þess að betla meiri pening af ríkinu,
sem á nóg með sig, ætti borgin að leita allra leiða til hag-
ræðingar – þar er af nægu að taka – og um leið að koma
til móts við fyrirtæki í erfiðleikum og búa þeim sam-
keppnishæft rekstrarumhverfi. Við þessar aðstæður
geta stjórnendur og meirihlutinn í borginni ekki verið
stikkfrí frá því að taka sársaukafullar ákvarðanir.
Ekki stikkfrí
1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN