Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 12
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ægir Ingvarsson bifvélavirkjameistari og vélstjóri, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri í Ólafsvík, þriðjudaginn 13. október sl. Ásta Dóra Valgeirsdóttir Ingvar Valgeir Ægisson Áslaug Olga Heiðarsdóttir Trausti Ægisson Lilja Ólafardóttir Valgerður Margret Ægisdóttir Hafrún Elvan Vigfúsdóttir og barnabörn. Elsku sambýlismaður minn, faðir og sonur, Hugo Filipe Viana Santos varð bráðkvaddur sunnudaginn 11. október. Útförin verður auglýst síðar. Jóna Bjarney Hreinsdóttir Kamilla Rós Davíðsdóttir Davíð Páll Svavarsson Hreinn Elí Davíðsson Jose Filip Hugosson Júlíana María Hugosdóttir Daníel Filip Hugosson Madalena Viana Santos Elskulegur bróðir okkar og mágur, Sveinbjörn Björnsson vörubílstjóri, Gaukshólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn 20. október 2020 frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ kl. 13.00. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/IGdPxOY389k Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill og Krabbameinsfélagið. Anna Hjálmdís Gísladóttir Sveinlaugur Björnsson Þorgerður Jónsdóttir Þórður Jónsson Rebekka Björnsdóttir Tómas Guðmundsson Þórgunnur Björnsdóttir Gunnar Gunnarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, Auður Gústafsdóttir Næfurási 15, Reykjavík, lést laugardaginn 10. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 19. október kl. 11. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/EGaIjItmutM Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Natacha Durham Georg Eysteinsson Dustin Durham Karen Durham Þórhildur Magnúsdóttir Gunnlaugur, Hilmar, Eysteinn, Levi og Caroline Audrey Aðalheiður á einn stærsta þáttinn í að koma Seyðis-firði á kortið sem ferða-mannamekka Austur-lands,“ stendur meðal annars í rökstuðningi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi fyrir því að veita Aðalheiði Borgþórs- dóttur menningarverðlaun nýlega. Fyrsta spurning til hennar er því: Eru menningarmiðstöðin Skaftfell, LungA, (Listahátíð ungs fólks á Austurlandi) Hótel Aldan og fleiri athyglisverð upp- byggingarverkefni á Seyðisfirði undan þínum rótum runnar? „Ekki hugmynd- irnar sjálfar, nema að litlu leyti,“ svarar hún. „Ég hef verið meira í því að grípa hugmyndir á lofti, þróa þær áfram og koma þeim í framkvæmd. Hótelhug- myndin byggði á okkar húsa-arfi frá því um aldamótin 1900. Veitingastaðurinn Aldan er í einu þeirra þriggja húsa sem tilheyra Öldunni og öll eru innréttuð í antíkstíl. Við vorum svo heppin að fá frábæra rekstaraðila sem hafa haldið þeim veitingastað gangandi frá 2003 og það er afrek. Allt snýst um að laða að gott fólk til að vinna með, ég er nokkuð góð í því.“ Aðalheiður kveðst til dæmis hafa unnið í áhugaverðum grasrótarhópi að því að koma Skaftfelli, menningarmið- stöð, á koppinn, fyrst sem formaður og síðar framkvæmdastjóri. „Vinna með skapandi fólki er mjög skemmtileg, þó það sé kannski ekki endilega fram- kvæmda- eða rekstrarfólk. Það er svo gaman að láta verða eitthvað úr þeim æðislegu hugmyndum sem koma fram á hinum skrýtnu fundum hópsins.“ Ekki allt dans á rósum Barnsskónum sleit Aðalheiður í Eyjum. „Ég var tólf ára þegar ég f lutti hingað austur þannig að ég mótaðist hér. Hef alltaf verið hugmyndarík og ekkert hrædd við að fara ótroðnar slóðir. Ef ég brenn fyrir einhverju þá geri ég allt sem hægt er til að láta það ganga upp þó öðrum finnist það ógerningur. Auðvitað eru alltaf erfiðleikar að glíma við. Það fer enginn dansandi á rósum gegnum allt. Mörg þeirra verkefna sem Seyðis- fjörður er þekktur fyrir eru til dæmis fjármögnuð frá ári til árs,“ segir Aðal- heiður og bendir á að mörg menningar- fyrirbæri séu á sama báti um allt land, Nýlistasafnið og fleiri grasrótar batterí. „LungA byrjar á núllpunkti árlega. Hátíðin hefur samt verið við lýði í yfir tuttugu ár. Ég var þar lengi í framlínu en dóttir mín, Björt Sigfinnsdóttir, tók við kyndlinum.“ Semi-villingur á tímabili Það var árið 1999 sem Aðalheiður var ráðin ferða- og menningarfulltrúi Seyðisfjarðar og þá fóru hjólin að snúast. „Áður hafði ég verið tónlistarkennari frá 1984 – ég á uppruna í tónlist og var rokk- ari og semi-villingur á tímabili! Lærði söng og gítarspil í tónlistarskóla bæði hér fyrir austan og í Tónskóla Sigur- sveins en var samt aldrei sérlega mikill hljóðfæraleikari, kunni samt fullt og hafði gaman af að semja.“ Spurð hvort hún sé enn að búa til tónlist svarar hún: „Nei, ég get ekki sagt það, ég leiddist út í svo margt annað, þó ég hafi ekki haft sérstök plön þá er ég alltaf til í ný verk- efni.“ Síðustu tvö ár hefur Aðalheiður verið bæjarstjóri á Seyðisfirði en nú er búið að sameina sveitarfélögin á Austurlandi þannig að því tímabili er lokið. „Það er ágætt, ég og pólitík eigum ekkert góða samleið. Hér hefur verið meirihluti og minnihluti og það er umhverfi sem ég þrífst ekki vel í. Samt er áhugavert að kynnast því og skemmtileg reynsla,“ segir hún og bætir við: „Ég er aðstoðar- maður sveitarstjóra í augnablikinu, nú er bara millibilsástand og framtíðin óráðin.“ gun@frettabladid.is Vinna með skapandi fólki er mjög skemmtileg Aðalheiður Borgþórsdóttir á feril sem rokkari, ferða- og menningarfrömuður og bæjar- stjóri á Seyðisfirði og hefur unnið ötullega að markaðssetningu bæjarins. Samband sveitarfélaga á Austurlandi veitti henni menningarverðlaun á nýafstöðnum haustfundi. „Allt snýst um að laða að gott fólk til að vinna með.“ MYND/BJÖRT SIGFINNSDÓTTIR Það er svo gaman að láta verða eitthvað úr þeim æðislegu hug- myndum sem koma fram á hinum skrýtnu fundum hópsins. Walt Disney stofnaði fyrirtækið sitt, Disney, þennan mánaðardag árið 1923, ásamt bróður sínum, Roy O. Disney. Fyrirtækið hefur síðan skapað margar eftirminnilegar teiknimyndapersónur en sú fyrsta og jafnframt sú þekkt- asta er Mikki mús. Meðal annarra eru Mína mús, Andrés önd, Plútó og Guffi. Disney gerði stuttmyndir um þessar persónur til ársins 1937 en það ár kom Mjallhvít og dvergarnir sjö út, sem var fyrsta teiknimyndin í fullri lengd. Meðal annarra vinsælla Disney-kvikmynda má nefna Mary Poppins, Pirates of the Caribbean, Toy Story, Öskubusku, Ratatouille, Cars, Konung ljónanna, High School Musical, Bolt, Björn bróður og Mulan. Þ E T TA G E R Ð I S T: 16 . O K T Ó B E R 19 23 Fyrirtækið Disney var stofnað 1612 Eldgos brýst út í Kötlu. 1890 Landshöfðingi vígir fyrsta síma sem lagður er á Ís- landi, milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Í Fjallkonunni er fyrirbærið kallað málþráður. 1902 Landakotsspítali er tekinn í notkun, hann var reistur og rekinn af Sankti Jósefssystrum. 1905 Verzlunarskóli Reykjavíkur tekur til starfa. 1995 Milljónagangan, mótmælaganga þeldökkra Banda- ríkjamanna til Washington D.C., fer fram. 1997 Fyrsta litmyndin birtist á forsíðu The New York Times.  Merkisatburðir 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.