Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.10.2020, Blaðsíða 36
Nýjasta lína MAGN-EU verður kynnt í dag í sérstöku m y n d b a n d i á T r e n d n e t . i s . MAGNEA er hugar- fóstur fatahönnuðarins Magneu Einarsdóttur en hún byrjaði að hanna undir eigin nafni strax eftir útskrift frá Central St Martins í London 2012. Fyrirtækið stofnaði hún svo árið 2015. Nýjasta línan kallast Made in Reykjavík og á titillinn að vekja athygli á uppruna vörunnar. „Áhuginn á fatahönnun kvikn- aði þegar ég var unglingur en það var löngunin til að skera mig úr fjöldanum sem orsakaði hann. Ég saumaði mikið á sjálfa mig föt úr „vintage“ efnum og f líkum. Ég fór í lýðháskóla í Danmörku þegar ég var 17 ára þar sem ég lærði ýmis- legt tengt textíl og fatahönnun og kynntist þá faginu í stærra sam- hengi og tók ákvörðun að fara í nám erlendis. Ég lagði áherslu á prjón í náminu og hef haldið mér þar að mestu leyti síðan. Síðan hef ég verið að ögra svolítið hefðinni og hugmyndum um prjón og íslenska ull, blandað henni saman við önnur efni og hannað flíkur sem við erum ekki endilega vön að sjá úr íslenskri ull,“ segir Magnea. Frumsýnir myndband Hún segir nýju línuna endurspegla hugmyndafræðina sem hún byggir á mjög vel. Línan samanstendur af yfirhöfnum úr 100% íslenskri ull og er framleidd í Reykjavík. „Mig langaði að prófa að þróa hágæða tískuvöru þar sem öll stig hönnunarinnar, allt frá efnisvali til framleiðslu, færu fram innan Reykjavíkur og bjóða þannig upp á sjálf bærari vöru um leið og kol- efnisspor er í lágmarki. Ég er vön að sýna nýjar línur á lifandi við- burðum, tískusýningum, en í þetta skipti var það ekki hægt svo ég gerði myndband í samstarfi við frábært teymi og ákvað að sýna ferli vörunnar ekki síður en útkomuna. Myndbandið verður frumsýnt á trendnet.is klukkan 12.00 á hádegi í dag. Í Made in Reykjavík ákvað Magn- ea að einbeita sér fyrst og fremst að gerð yfirhafna. „Ég valdi að fókusera á yfirhafnir í þetta skiptið því að mínu mati hentar íslenska ullin fullkomlega í ytri fatnað. Hún hrindir frá sér vatni, heldur hita þegar það er kalt en andar svo manni verður ekki of heitt.“ Þegar Magnea byrjar að vinna að nýrri línu byrjar hún á því að þróa efnin. „Í þetta skiptið vissi ég að efnin þyrftu að vera þétt, hlý og sterk. Ég geri prjóna- og útsaumsprufur sjálf í höndum og prjónavél áður en ég fer með þær til prjónaframleiðandans Glófa sem útfærir þær fyrir fram- leiðslu. Ullin er lituð fyrir mig hjá ullarframleiðandanum Ístex út frá litapallettu sem ég hef þróað sjálf.“ Aukinn áhugi Magnea segist finna fyrir auknum áhuga á hönnun hennar og íslenskri hönnun almennt í kjölfar heims- faraldursins. „Ég held að fólk sé almennt að staldra við og líta sér nær, huga að smærri fyrirtækjum og blómstr- andi at vinnugreinum sem er jákvæður punktur í öllum þeim áskorunum sem við stöndum saman frammi fyrir. Ég hef verið að vinna að þessu verkefni síðan í vor og það var auðvitað bara frábært að hafa möguleika á að vinna að öllum skrefum hér á Íslandi á meðan allur heimurinn var lokaður,“ segir hún. Magnea er í hópi kröftugra íslenskra hönnuða sem standa að Íslensk hönnun í sókn í heimsfaraldrinum Nýjasta lína MAGNEA ber heitið Made in Reykjavik enda öll fram- leidd á höfuðborgarsvæðinu. Hún samanstendur af yfirhöfnum úr ull. Línan verður kynnt í myndbandi á trendnet.is í hádeginu í dag. Magnea tók fyrir stuttu við stöðu fagstjóra við fatahönn- unardeild Lista- háskóla Íslands. MYND/SAGA SIG Hægt er að skoða Made in Reykjavik nánar í Kiosk Reykjavík úti á Granda. Línan dregur nafn sitt af því að hún er öll framleidd í höfuðborginni. Áhuginn á fatahönnun kviknaði hjá Magneu þegar hún var unglingur. MYNDIR/ÍRIS DÖGG Línan er öll til sýnis ásamt myndbandinu á Hönnunarsafni Íslands, á Garðatorgi í Garðabæ. baki hinni vinsælu hönnunarbúð Kiosk sem var opnuð á nýjan leik úti á Granda í sumar. „Það hefur satt best að segja geng- ið framar öllum vonum. Við höfum fengið frábærar viðtökur og greini- legt að það var vöntun á verslun þar sem áherslan er á íslenska fata- hönnun og fylgihluti. Við erum þéttur hópur sem rekum verslunina saman og allar með sína styrkleika sem nýtast inn í samstarfið. Hver og ein hefur dyggan kúnnahóp sem fær að kynnast f leiri hönnuðum nú þegar við höfum sameinast undir einu þaki.“ Blómstrandi atvinnugrein Núna nýverið var opnuð sýning á Hönnunarsafni Íslands sem heitir 100% ull þar sem yfirhafnirnar og myndbandið er til sýnis. „Það var virkilega gaman að taka þátt í undirbúningi þeirrar sýn- ingar og ég mæli með henni þegar safnið opnar aftur, vonandi fyrr en síðar. Samhliða fyrirtækja- og versl- unarrekstri er ég annars nýtekin við sem fagstjóri fatahönnunar við Listaháskóla Íslands sem er virki- lega spennandi verkefni að takast á við, sérstaklega á þessum tímum sem við lifum núna. Heimsfaraldur- inn fær mann til að hugsa inn á við hvað varðar þekkingu, hráefni og framleiðslugetu hér innanlands og ég hlakka til að taka þátt í að byggja upp framtíð fatahönnunar á Íslandi sem hefur alla möguleika á að verða ný og blómstrandi atvinnugrein.“ Made in Reykjavík frá MAGNEA fæst í Kiosk Granda, kioskreykja- vik.com og magneareykjavik.com. steingerdur@frettabladid.is 1 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.