Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Side 14

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Side 14
heimsfréttir MEÐ ÍKORNA Á HÆLUNUM Ný tækni ryður sér til rúms Breskur uppfinningamaður, sem ætlar sér að auðgast á þörfum samkynhneigðra fyrir ástir og atlot í köldum heimi, hefur fundið upp radar sem gerir eigendum kleift að finna sína líka. Eins og innilegt augnaráð nægi nú ekki leng- ur! Uppfinningin er á stærð við eldspýtustokk og nefnist „Gaydar". Með Gaydarinn í vasanum verður að sögn allt annað líf að versla inn í stór- mörkuðum, ferðast um torg og stræti og finna sér lífsföru- naut á vinnustað. Þegar hand- hafi gaydarsins nálgast aðra samkynhneigða manneskju byrjar apparatið að tísta lágt, að því tilskildu að viðkomandi sé líka með sams konar tæki í vasanum og sé að minnsta kosti ekki fjær en sem svarar átta metrum. Tækið er ódýrt í framleiðslu og mun líklega kosta sem svarar 3000 kr. á markaði í Bretlandi. Ýmsir alvarlegir gallar hafa þegar komið fram á Gaydarnum. Við fyrstu til- raunir í Bretlandi tóku greif- ingjar og íkornar á rás eftir handhafa tækisins og í annan stað varð tækinu á að ræsa sírenur í sjúkra- og lögreglu- bílum með hljóðbylgjusend- ingum, en þessi byrjunar- vandræði hafa verið leyst. Enn er þó ýmsum spurning- um ósvarað. Hvernig á að koma í veg fyrir að gagnkyn- hneigðir spilli nú ekki fyrir okkur með því að næla sér í tæki - af einskærri þórðar- gleði? Og hvernig á að greina sundur lesbískt píp og hommapíp? Tístandi tæki yrði varla nokkurri lesbískri frú til gleði við grænmetisborðið í Nýkaupum ef þeir sem fram- kalla tístið eru eintómir herr- ar. Sérfræðingar hafa bent á að hér þarf alltént tvær rásir og jafnvel fleiri ef hægt á að vera að rata með Gaydarnum í frumskógi nútímans. ÞK/ZINK FYRSTA MOSKA SAMKYNHNEIGÐRA í HEIMINUM Islam tekur hart á samkynhneigð og óvíða í heiminum mæta mönnum grimmilegri refsingar ef múslimar gera opinskátt um hneigðir sínar til eigin kyns. Lausn þúsunda lesbía og homma úr yfirstéttum og millistéttum er að yfirgefa heimalöndin og setjast að í Evrópu eða Norður-Ameríku. Það olli mikilli reiði í heimi islams á þessu ári þegar fram kom í hollenska tímaritinu Gay Krant að Sidi Moulay Muhammed, hinn nýi kon- ungur Marokkó, væri hommi og áður fyrr þekktur maður á skemmtistöðum samkyn- hneigðra í Brussel þar sem hann stundaði nám. Ekki mun kynhneigð konungsins, sem nú er 36 ára, vera neitt launungarmál meðal menntaðs fólks í heimalandi hans og sagt er að af þessum sökum hafi lögregla og her landsins eindregið viljað að hann fæli völdin yngri bróður sínum, Moulay Rashid, sem samkvæmt heimildum ku einungis vera upp á kvenhöndina. Marokkanskir innflytjendur í Hollandi hafa fyrr á þessu ári fylkt liði til að mótmæla orðróminum sem þeir kalla argasta níð um hátign- ina. En múslimar standast ekki strauma tímans og gamlar kreddur eiga í vök að verj- ast þar sem annars staðar. Hreyfingin Ipoth í Hollandi er menningarsamtök fólks frá framandi þjóðum og hún vinnur nú að því að opna fyrstu samkynhneigðu moskuna í heiminum. Sennilega mun moskan rísa í Amsterdam þar sem hommar og lesbíur hafa lengur notið frelsis og almennrar mannvirðingar en annars staðar í heiminum - jafnvel allt frá miðöldum. Borgarstjórnin í Amsterdam veitti nýiega jafngildi 200.000 króna til þess að hefja framkvæmdir við bygginguna. Ipoth-hreyfingin hyggst ekki bíða eftir því að þjóðir islams blessi þessar nýstárlegu framkvæmdir heldur hefjast strax handa. ÞK/Gay Krant/Blikk KAÞÓLSK REIÐI Sjálfstjórnarhéraðið Kata- lónía varð fyrst allra á Spáni til þess að lögleiða staðfesta samvist fólks af sama kyni og nú nýverið gengu sams konar lög í gildi í héraðinu Aragon. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar á Spáni eru í upp- námi yfir þessum ákvörðun- um stjórnvalda og segjast óttast siðferðilega upplausn í öllum hinum kaþólska heimi ef svo heldur fram sem horfir. Spyrja þeir hvort mök við dýr séu það næsta sem stjórnmálamenn munu samþykkja með lagasetning- um! Þetta kemur ekki síst illa við kirkjuna í Ijósi þess að hjónavígslum hefur fækkað mjög á síðustu árum og skuldinni skella talsmenn hennar á spillta stjórnmála- menn sem brugðist hafi kjósendum sínum. Vatikanið tók undir þetta á dögunum í málgagni sínu L'Oss- ervatore Romano og segir nýju lögin á Spáni boða vax- andi ónáttúru og siðferði- lega ringulreið í kaþólskum löndum. ÞK/ZINK IKEA 2000 Tæpur áratugur er síðan IKEA í Bandaríkjunum tók að höfða til samkyn- hneigðra og litaðra, eftir að hafa í myndum sínum alla tíð lofsungið hvíta, gagn- kynhneigða neytendur. Smám saman hafa mark- aðsfræðingar fyrirtækisins í Evrópu áttað sig og játað margbreytileika mannkyns innan veggja einkalífs- ins. Á dögunum kom bæklingurinn IKEA 2000 út í Evrópu og vakti mikla athygli. Þar má sjá gullfallega konu af asískum ættum við tölvu í skrifstofuum- hverfi, lítill svartur drengur skýtur upp kollinum á einni síðunni og í eldhúsdeildinni bera tveir mynd- arpiltar saman uppskriftir sínar í náinni snertingu. í öðru eldhúsi má sjá glæsipíu af evrópskum ættum við nýju innréttinguna sína en í sófanum þar hjá kúrir - ekki karl heldur kona af öðrum kynþætti og hagar sér alveg eins og heima hjá sér! Og IKEA- fólkið gengur lengra í ögrun sinni við smáborgara- skapinn með því að velja síðastnefndu myndinni fyrirsögnina „Hið stílhreina eldhús". Við bíðum spennt eftir bæklingi frá IKEA í Holta- ""IHBBF"' görðum á nýrri öld. Hver veit nema þeir hafi frétt það að sam- kynhneigðir þykja allgóðir neytend- ur nú á tímum. ÞK/Þan 14 SAMTAKAFRÉTTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.