Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Síða 22
SOGSKALASYKIN
Oft berast Samtakafréttum fyrirspurnir um það hvort
ekki sé hægt að birta aftur valið efni frá liðnum árum úr
þeim tímaritum sem Samtökin 78 hafa gefið út. Fjöl-
margir minnast til dæmis þessarar greinar sem birtist í
Sjónarhorni, blaði félagsins, árið 1992 og nefna hana
fyrsta á óskalista yfir endurtekið efni. A það bæði við um
konur og karla. Greinin nefnist á frummálinu „Clingus
Dykus" og birtist fyrst ítímaritinu Deneuve árið 1991.
Michele Fisher
„Hvernig gekk ídag?"
Það ættir þú best að vita, við erum
búnar að vera saman í allan dag."
Þetta er segin saga í heimi lesbía.
(Brrrr! Brrrr!)
„Halló . . . Nei, ég kemst ekki. Ég
væri alveg til í að koma með, en
Karen nennir ekki."
Svona nokkuð er jafnsnar þáttur í
menningu lesbía og Gertrud Stein.
„Æ, mér finnst hún bara leiðin-
leg."
„Allt í lagi, ég er þá ekkert að um-
gangast hana."
Við sættum okkur ekki bara við
svona lagað í parsamböndum okkar,
heldur ætlumst við til þess.
„Ég veit að ég lofaði að koma
með. Hélt að Sigga þyrfti að vinna í
kvöld . . . Nei, það þýðir ekkert fyrir
mig að biðja hana um að koma með,
hún þolir ekki þessa staði."
Við erum að kæfa okkur í nafni ást-
arinnar. Fyrirbærið nefnist „sogskála-
sýki". Helmingur þeirra lesbía sem
spurðar voru, viðurkenndu að þær
þjáðust af henni. Hinn helmingurinn
kvaðst ekki geta svarað fyrr en þær
hefðu ráðfært sig við ástkonur sínar.
Samfélag okkar lesbía er nefnilega í
bullandi afneitun þegar sogskálasýkin
er annars vegar. Reyndar er ástæða til
þess að hrópa þrefalt húrra fyrir þér ef
þú hefur lesið hingað í greininni. Þér
er með öðrum orðum viðbjargandi.
Tvær af systrum okkar, sem voru
langt leiddar, lásu þessa grein saman.
Önnur fletti blöðunum en hin fylgdist
þegjandi með.
Löng eru lesbísku árin
Sogskálasýki er almennt talin eðlileg-
ur þáttur tilhugalífsins. Hvað er rangt
við svolitla samveru? Vaknið upp,
stelpur! Við verjum meiri tíma með
ástkonum okkar en ólétt kona með
fóstri sínu. Við förum út á lífið þar til
við finnum konu, leggjumst í híði með
henni, sjúgum úr henni lífið og skilj-
um síðan við hana. (Venjulega stend-
ur skilnaðurinn lengur yfir en sjálft
sambandið). Sogskálasýkin varð til
þess að ég fór að miða lesbíska árið
við árið á Júpíter, því fyrsta samband
mitt við konu, sem stóð í fjögur ár, er í
22 SAMTAKAFRÉTTIR