Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Qupperneq 23

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Qupperneq 23
minningunni eins og tuttugu og átta ár. Það er hámarkið að verja fjórum árum með manneskju sem þú hefur í rauninni ekkert að segja við. Ég skeini mig Hvað veldur sogskálasýkinni. Ekki veit ég. Ég er ekki sálfræðingur. Kannski barnið innra með okkur sé að berjast við stöðuga höfnunartil- finningu. Kannski á hún rætur að rekja til nestispakkans sem við fengum í hádeginu allan guðslang- an grunnskólann. Skiptir ekki máli. Þegar ég er á göngu og uppgötva að ég hef stigið í hundaskít, þá fer ég ekki að velta því fyrir mér hvern- ig hann komst á skóinn. Ég skeini mig einfaldlega! Eins og ég minntist á hér að ofan þjáðist ég eitt sinn alvariega af sogskálasýki. Við þáverandi kona mín vorum svo þjáðar að fólk var farið að rugla okkur saman. Við sem vorum gjörólíkar! Seinni árin okkar tvö voru ekkert nema spenna, þras og orðaskak. Við ákváðum að leita hjálpar hjá sál- fræðingi. Hún sagði að við værum of mikið saman og ráðlagði okkur að bóka „einverustund" í hverri viku. Þetta var fyrsta og síðasta ferðin okkar til sálfræðings. Eftir mánuð vorum við búnar að bóka eintómar einverustundir" fjarri hvor annarri. Núna skil ég betur heimsku okk- ar óupplýsta en velviljaða sálfræð- ings. Að bóka einverustund? Ef maður er svo mikið með annarri manneskju að maður verður að bóka sig - fyrir sjálfan sig - þá er eins gott að átta sig á staðreyndun- um. Þú ert sárþjáð af sogskálasýki. Eina fólkið í heiminum sem á bók- aða einverustund eru þeir sem hafa verið dæmdir til að sitja í fangelsi. Önnur persóna fleirtölu? Sjúkdómurinn er ekki aðeins hættulegur og heimskulegur, hann þreytir líka vinina. Þeir minnast þeirra stunda með söknuði þegar þú gast tekið sjálfstæðar ákvarðan- ir og talaðir í fyrstu persónu ein- tölu. Helsta einkenni sogskálasýk- innar er einmitt orðaval eins og „við" og „okkur" þar sem „ég" væri betur við hæfi. Vinirnir verða fúlir. Nema hvað? Lesbíum sem þjást af sogskálasýki hættir til að líta svo á að vinir séu ekki til annars en að drepa tímann með þangað til ný ástkona finnst. Svo vinirnir hætta að láta sjá sig, en ef þeim bregður fyrir þá þurfa þeir að gæta tungu sinnar við hvert aukatekið orð til þess að fitja ekki upp á „neinu" sem gæti stuðað þína hjartans vinu. Framhjáhöld á pósthúsinu Margar konur sem ég hef rætt við gera sér grein fyrir því að þær þjást af sogskálasýki, en segjast óttast breytingar. Óttast hvað? Erum við hræddar við það að ef ástkonan skreppur ein út á pósthús verði hún ástfangin af ókunnugri konu á leið- inni? Kannski er hún alls ekki á bíó með vinunum heldur á trylltum flótta úr landi. Og ef hún skyldi ráfa ein út í sjoppu gæti runnið upp fyr- ir henni hvílík hræðileg mistök það voru að velja þig fyrir ástkonu. Tólf spora bati Allt þetta snýst um það að treysta og stjórna. Ef þú treystir henni þá þarftu ekki að stjórna henni. Og ef þú treystir henni ekki þá hættir þú fljótt að geta stjórnað henni. Ætli hún sér að halda framhjá eða losna við þig þá breytir sogskálasýkin engu þar um. Hún eykur einungis kvölina. Segir sú sem þekkir fyrir- bærið. Batinn snýst bara um tólf spor. Næst þegar þið bregðið ykkur á mannamót, labbaðu þá tólf spor í burtu og fitjaðu upp á samræðum við einhver annan. Einbeittu þér að því að endurheimta fyrstu persónu eintölu. Vertu ekki að rembast við að hafa ástkonuna stöðugt í sjón- máli, þá er miklu erfiðara að halda þræði í samræðunum. Þetta er skrýtið í fyrstu, en hugsaðu um hvað ferðin heim verður ánægju- leg. Þið tvær munuð hafa eitthvað til að tala um. Bráðlega hætta vin- irnir að spyrja: „Heyrðu, hvar er... ?" þegar þú sést ein á ferð. Og viti menn, allir litlu kækirnir hennar, sem fara í taugarnar á þér, verða aftur svo krúttlegir. Byltingin lifi! Dreymir þig um að verða byltingar- sinnuð lesbía? Góða, leggðu frá þér kröfuspjaldið. Slepptu því að ganga í baráttufélag. En farðu í uppáhaldsskyrtuna þína sem þú ert hætt að ganga í af því að hún þolir hana ekki. Hringdu í vinina sem þú hefur vanrækt og farðu með þeim á myndina sem hún vildi ekki sjá. Og í guðs bænum, vertu ekki að spyrja hana hvað hún ætli sér að gera á meðan! SAMTAKAFRÉTTIR 23

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.