Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Síða 27

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 01.12.1999, Síða 27
1 tsk. vanilludropar 1 msk. hlynsíróp 1 bakki rifsber u.þ.b. 3 dl 1 stífþeytt eggjahvíta Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Hrærið upp skyrið með sykri, tveimur mat- skeiðum af rjómanum,vanillu- dropum og hlynsírópinu. Þeytið afganginn af rjómanum og bland- ið honum varlega saman við skyr- blönduna. Stífþeytið eggjahvítuna með ögn af sykri og blandið henni létt við. Kreistið vatnið úr matarlíminu og leysið það upp í tveimur matsk. af sjóðandi vatni. Hellið því í mjórri bunu ofurvar- lega saman við blönduna og hrærið varlega í á meðan. Setjið rifsberin í botn á fallegri skál og hellið að síðustu blöndunni yfir. Kælið í ísskáp í 1-2 tíma. RIFSBERJAHLAUP 3 blöð matarlím 3 dl rifsber 1 dl vatn 1 dlsykur 2 tsk sftrónusafi Setjið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í 5 mín. Setjið rifsber, vatn, sykur og sítrónusafa í pott og hleypið upp suðu. Kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og bræðið þau í rifsberjablöndunni. Kælið að- eins og hellið síðan hlaupinu yfir drauminn. Kælið aftur í ísskáp í 1-2 tíma. Skreytið að lokum með þeytt- um rjóma. Að loknum frábærum kvöldverði, áttum við svo saman notalega kvöldstund, sveinki og ég við kertaljós og klæðin rauð. Ég vakn- aði upp morguninn eftir við kaffi- ilm og Ijúfan koss á ennið. „Ósk- irnar bara farnar að rætast strax" umlaði ég og teygði úr mér. Hann brosti og spurði mig hvað ég væri gamall. Ég sagði honum það. Þeg- ar hann svo loksins gat hætt að hlæja, stundi hann upp með hlát- urinn í brúnum augunum. „Orð- inn þetta gamall og trúir ennþá á jólasveininn." Ég hrökk upp úr hugsunum mínum við það að pjakkurinn frændi minn klappaði saman lófunum og hrópaði hrúrra yfir hetjudáðum Simba Ijónakon- ungs. Frá litlu útvarpstæki í stofu- horninu barst ómþýð rödd söng- konu sem að söng laglínuna „Jólasveinninn minn kemur í kvöld" Ég brosti út að eyrum og sagði hlæjandi við frænda „Maður verður aldrei of gamall til að hætta að trúa á jólasveininn." ,'ú Jl Hér eru nokkrar vefslóðir fyrir stelp- urnar til að dunda við í jólafríinu. Athugið að auðvitað er alltaf http:// á undan slóðinni. Góða skemmtun! nit\í itdfmr! www.amazon.com - Frábær netbókabúð með þúsundir titla í boði fyrir lesbískt áhugasvið. Flottur vefur og auð- velt og öruggt að versla á kortið sitt svo að jólabókin ætti að vera auðfundin. www.sappho.com - Síða sem heiðrar lesbíska list, nýja sem gamla. Þar er hægt að skoða lista- verk eftir tímabilum eða listafólki, lesa Ijóð og fræðast um lesbískar skáldkonur fyrr og nú. Vefurinn sjálfur er svo fal- legur að hann er hreint listaverk. Á www.outtakes.net er að finna ný kvikmyndayfirlit og umfjöllun um nýjar bíó- myndir um og eftir lesbíur. Heimasíða Lauru nokkurrar á www. hear-me-out.com er mjög skemmtileg . Þar er að finna sögur úr daglega lífinu, flestar í gamansamari kant- inum. Ef þið rífist um hvor ykkar á að vaska upp er þarna að finna góð ráð. Fyrir andlegu iðkunina sem er svo við- eigandi um jólin, er sniðugt að fara á www. gayandchrist- ian.com Þar eru linkar á ýmsa pro-lesbian og pro-gay trú- arlega vefi og slagorðið þeirra er gott: God is good to those who are good to gay peopiei Þetta hlýtur Gunnar að hafa frétt. Svo er skemmtilegt að fara á Dyke Action Machine á mosaic.echonyc.com Þar geturðu reiknað út hversu marga daga þú hefur verið lesbía og fundið út hver er konan og hver er karlinn í sambandinu . . . haha- ha! Ef þú hefur gaman af spjallrásunum er #Lesbian- Europe mjög góð. Engir kanar og engir karlar, leiðbeiningar er að finna á www.ecocities.com/West Holiywood/Heights/8592 Lilja S. Sigurðardóttir SAMTAKAFRÉTTIR 27

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.